Zika-veiran mynduð í návígi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. júní 2018 06:00 Zika-veiran. Grænu punktarnir eru lykkjur fjölsykra. Fréttablaðið/Purdue Vísindamenn við Purdue-háskóla í Bandaríkjunum hafa fangað einstakar myndir af Zika-veirunni, sem olli faraldri í Suður-Ameríku árið 2015 og meiriháttar fæðingargöllum hjá þúsundum barna. Vísindamenn hafa hingað til ekki getað stuðst við ítarlega mynd af ytra byrði veirunnar en vonast er til að þessar nýju upplýsingar muni leiða til uppgötvunar nýrra lyfjamarka og í kjölfarið betri meðferða við Zika-smiti. Þessi ítarlega mynd af Zika-veirunni fékkst í gegnum rafeindasmásjá. Með því að skjóta rafeindum, sem hafa styttri bylgjulengd en sýnilegt ljós, í gegnum efniseindir er hægt að greina minnstu smáatriði, og það heppnaðist í tilrauninni við Purdue-háskóla. Niðurstaðan er nákvæmasta mynd sem tekin hefur verið af ytri skel veiru. Nú þegar hefur myndgreiningin leitt í ljós að lykkjur fjölsykra á yfirborði veirunnar orsaka sum einkenni Zika-smits. Zika er svokölluð flavi-veira, líkt og beinbrunasótt og heilasótt, en með því að bera saman ítarlegar myndir af veirunum sáu vísindamenn afar mismunandi birtingarmyndir lykkjanna og gæti það útskýrt af hverju Zika veldur jafn skelfilegum einkennum og raun ber vitni. Tilfellum Zika-sýkinga hefur farið fækkandi í Suður-Ameríku undanfarin misseri. Engu að síður eru nokkrir hópar vísindamanna sem vinna nú að þróun bóluefnis. Sú ítarlega mynd sem nú er til af veirunni er sögð skipta sköpum í því kapphlaupi. Birtist í Fréttablaðinu Zíka Tengdar fréttir Neyðarástandi vegna Zika aflétt í Brasilíu Yfirvöld í Brasilíu hafa aflétt neyðarástandi vegna Zika-veirunnar sem geisaði þar í landi og víðar á síðasta ári. 12. maí 2017 08:10 Lýsa yfir neyðarástandi á Puerto Rico vegna útbreiðslu zika-veirunnar Alls hafa 10.690 tilfelli zikaveiru nú verið skráð á Puerto Rico, þar á meðal 1.035 í barnshafandi konum. 12. ágúst 2016 23:24 Fyrsta tilfellið af fæðingargalla vegna Zika veiru í Evrópu staðfest Spnska móðirin vissi af fæðingargalla barn síns á meðan á meðgöngu stóð. Ákvað samt að eiga barnið. 25. júlí 2016 21:53 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Vísindamenn við Purdue-háskóla í Bandaríkjunum hafa fangað einstakar myndir af Zika-veirunni, sem olli faraldri í Suður-Ameríku árið 2015 og meiriháttar fæðingargöllum hjá þúsundum barna. Vísindamenn hafa hingað til ekki getað stuðst við ítarlega mynd af ytra byrði veirunnar en vonast er til að þessar nýju upplýsingar muni leiða til uppgötvunar nýrra lyfjamarka og í kjölfarið betri meðferða við Zika-smiti. Þessi ítarlega mynd af Zika-veirunni fékkst í gegnum rafeindasmásjá. Með því að skjóta rafeindum, sem hafa styttri bylgjulengd en sýnilegt ljós, í gegnum efniseindir er hægt að greina minnstu smáatriði, og það heppnaðist í tilrauninni við Purdue-háskóla. Niðurstaðan er nákvæmasta mynd sem tekin hefur verið af ytri skel veiru. Nú þegar hefur myndgreiningin leitt í ljós að lykkjur fjölsykra á yfirborði veirunnar orsaka sum einkenni Zika-smits. Zika er svokölluð flavi-veira, líkt og beinbrunasótt og heilasótt, en með því að bera saman ítarlegar myndir af veirunum sáu vísindamenn afar mismunandi birtingarmyndir lykkjanna og gæti það útskýrt af hverju Zika veldur jafn skelfilegum einkennum og raun ber vitni. Tilfellum Zika-sýkinga hefur farið fækkandi í Suður-Ameríku undanfarin misseri. Engu að síður eru nokkrir hópar vísindamanna sem vinna nú að þróun bóluefnis. Sú ítarlega mynd sem nú er til af veirunni er sögð skipta sköpum í því kapphlaupi.
Birtist í Fréttablaðinu Zíka Tengdar fréttir Neyðarástandi vegna Zika aflétt í Brasilíu Yfirvöld í Brasilíu hafa aflétt neyðarástandi vegna Zika-veirunnar sem geisaði þar í landi og víðar á síðasta ári. 12. maí 2017 08:10 Lýsa yfir neyðarástandi á Puerto Rico vegna útbreiðslu zika-veirunnar Alls hafa 10.690 tilfelli zikaveiru nú verið skráð á Puerto Rico, þar á meðal 1.035 í barnshafandi konum. 12. ágúst 2016 23:24 Fyrsta tilfellið af fæðingargalla vegna Zika veiru í Evrópu staðfest Spnska móðirin vissi af fæðingargalla barn síns á meðan á meðgöngu stóð. Ákvað samt að eiga barnið. 25. júlí 2016 21:53 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Neyðarástandi vegna Zika aflétt í Brasilíu Yfirvöld í Brasilíu hafa aflétt neyðarástandi vegna Zika-veirunnar sem geisaði þar í landi og víðar á síðasta ári. 12. maí 2017 08:10
Lýsa yfir neyðarástandi á Puerto Rico vegna útbreiðslu zika-veirunnar Alls hafa 10.690 tilfelli zikaveiru nú verið skráð á Puerto Rico, þar á meðal 1.035 í barnshafandi konum. 12. ágúst 2016 23:24
Fyrsta tilfellið af fæðingargalla vegna Zika veiru í Evrópu staðfest Spnska móðirin vissi af fæðingargalla barn síns á meðan á meðgöngu stóð. Ákvað samt að eiga barnið. 25. júlí 2016 21:53
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent