Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. júní 2018 06:00 Ármann Kr., bæjarstjóri Kópavogs, vill lækka laun sín og bæjarfulltrúa um 15 prósent. Laun hans hækkuðu um 32,7 prósent. fréttablaðið/anton brink „Þetta er í þá átt sem rætt var um í aðdraganda síðustu kosninga,“ segir Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, um tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra um að lækka laun bæjarstjóra og kjörinna fulltrúa bæjarins um 15 prósent. Tillagan kemur í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um launaskrið bæjarstjórans en launin hækkuðu um 612 þúsund krónur á mánuði milli áranna 2016 og 2017. Sem bæjarfulltrúi og bæjarstjóri er Ármann með tæpar 2,5 milljónir króna í laun á mánuði, nokkuð sem gagnrýnt hefur verið harðlega, meðal annars af Birki Jóni. Fyrir kosningar sendi Birkir frá sér yfirlýsingu um að laun bæjarstjórans hefðu keyrt fram úr öllu hófi og að hann myndi beita sér fyrir því að þau yrðu endurskoðuð og lækkuð á nýju kjörtímabili. Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs í Kópavogi.Svo fór að Birkir Jón myndaði sem oddviti Framsóknarflokksins meirihluta með Sjálfstæðisflokki Ármanns Kr. í bænum. Birkir Jón tiltók hins vegar aðeins kjör bæjarstjóra, ekki bæjarfulltrúa.En í ljósi þess að gagnrýnin sneri öll að launakjörum bæjarstjórans, er virkilega þörf á að lækka laun bæjarfulltrúa líka? „Það er eitthvað sem forsætisnefnd og allir kjörnir fulltrúar þurfa að skoða í framhaldinu. Ég hef sagt að það sé rétt að skoða þessa hluti í samhengi við önnur sveitarfélög og við erum rétt að hefja það samtal,“ segir Birkir Jón. Í tillögu bæjarstjórans, sem hann segir vera til að svara gagnrýni á launakjör bæjarstjórnenda, er gert ráð fyrir 15 prósenta lækkun launa en líkt og Fréttablaðið greindi frá hækkuðu laun hans um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Nái lækkunin fram að ganga þýðir það að mánaðarlaun Ármanns, sem bæjarstjóra og bæjarfulltrúa, lækka um 347 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlaun bæjarstjórans færu því úr tæpum 2,5 milljónum í rúmlega 2,1 milljón. Það gerir hann, eftir sem áður, að næstlaunahæsta bæjarstjóra landsins. Aðeins Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fær greidd hærri laun fyrir starfið. Algeng laun bæjarstjóra á Íslandi eru á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir á mánuði. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
„Þetta er í þá átt sem rætt var um í aðdraganda síðustu kosninga,“ segir Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, um tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra um að lækka laun bæjarstjóra og kjörinna fulltrúa bæjarins um 15 prósent. Tillagan kemur í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um launaskrið bæjarstjórans en launin hækkuðu um 612 þúsund krónur á mánuði milli áranna 2016 og 2017. Sem bæjarfulltrúi og bæjarstjóri er Ármann með tæpar 2,5 milljónir króna í laun á mánuði, nokkuð sem gagnrýnt hefur verið harðlega, meðal annars af Birki Jóni. Fyrir kosningar sendi Birkir frá sér yfirlýsingu um að laun bæjarstjórans hefðu keyrt fram úr öllu hófi og að hann myndi beita sér fyrir því að þau yrðu endurskoðuð og lækkuð á nýju kjörtímabili. Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs í Kópavogi.Svo fór að Birkir Jón myndaði sem oddviti Framsóknarflokksins meirihluta með Sjálfstæðisflokki Ármanns Kr. í bænum. Birkir Jón tiltók hins vegar aðeins kjör bæjarstjóra, ekki bæjarfulltrúa.En í ljósi þess að gagnrýnin sneri öll að launakjörum bæjarstjórans, er virkilega þörf á að lækka laun bæjarfulltrúa líka? „Það er eitthvað sem forsætisnefnd og allir kjörnir fulltrúar þurfa að skoða í framhaldinu. Ég hef sagt að það sé rétt að skoða þessa hluti í samhengi við önnur sveitarfélög og við erum rétt að hefja það samtal,“ segir Birkir Jón. Í tillögu bæjarstjórans, sem hann segir vera til að svara gagnrýni á launakjör bæjarstjórnenda, er gert ráð fyrir 15 prósenta lækkun launa en líkt og Fréttablaðið greindi frá hækkuðu laun hans um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Nái lækkunin fram að ganga þýðir það að mánaðarlaun Ármanns, sem bæjarstjóra og bæjarfulltrúa, lækka um 347 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlaun bæjarstjórans færu því úr tæpum 2,5 milljónum í rúmlega 2,1 milljón. Það gerir hann, eftir sem áður, að næstlaunahæsta bæjarstjóra landsins. Aðeins Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fær greidd hærri laun fyrir starfið. Algeng laun bæjarstjóra á Íslandi eru á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir á mánuði.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31