Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júní 2018 20:00 Búrfellsstöð II, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. Við hönnun hennar var leitast við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdanna og nýtir stöðin inntakslón og önnur veitumannvirki Búrfellsstöðvar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lagði hornstein að nýju stöðinni við hátíðlega athöfn og naut við það aðstoðar Ásbjargar Kristinsdóttur, yfirverkefnisstjóra framkvæmdarinnar, sem er fyrst kvenna til að gegna því hlutverki við samskonar verkefni. Uppsett afl nýrrar stöðvar er 100 MW með einni vél en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW. „Blessun fylgi Búrfellsstöð II,“ sagði forsetinn er hornsteinninn var kominn á sinn stað.Búrfellsstöð II er neðanjarðar, í Sámstaðaklifi á milli Búrfells og Sámsstaðamúla.Vísir/EgillÞá fluttu forsvarsmenn Landsvirkjunar ávarp auk Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra sem gaf skipun til stjórnstöðvar Landsvirkjunar um gangsetningu aflstöðvarinnar sem er meðalstór í samanburði við aðrar aflstöðvar Landsvirkjunar hér á landi. „Hún hefur mikla þýðingu sem styrking á raforkuframleiðslu í landinu, styrkir kerfið okkar, eykur atvinnutækifæri, styrkir stöðu Landsvirkjunar og er mikið framfaramál,“ segir Bjarni. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir verkefnið heilt yfir hafa gengið vel en kostnaður við verkefnið nam um 17 milljörðum króna. „Með þessari virkjum erum við að nýta orkuna á þessu svæði betur, við byggðum gömlu Búrfellsstöðina fyrir um 50 árum síðan. Síðan hefur rennsli verið að aukast þannig að það var möguleiki að nýta það enn betur og það er hlutverk okkar að gera það,“ segir Hörður. „Okkur tókst líka að lágmarka umhverfisáhrifin sem er líka mikið áhersluatriði hjá okkur,“ bætir Hörður við.Vatnið fellur 110 metra Verkís sá um hönnun virkjunarinnar og voru byggingaframkvæmdir í höndum samsteypufyrirtækis Íslenskra aðalverktaka, Marti Contractors og Marti Tunnelbau að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Verkeftirlit á staðnum var í höndum Landsvirkjunar en Mannvit kom að eftirliti með byggingarframkvæmdum. Þá framleiddi Andritz Hydro vél- og rafbúnað og DSD-NOELL lokur og þrýstivatnspípu. Framkvæmdir við verkefnið hófust í apríl 2016 en vatn er tekið úr inntakslóni Búrfellsstöðvar, Bjarnalóni. Úr inntakslóni er 370 metra langur aðrennslisskurður sem liggur fram undir brún Sámsstaðaklifs að inntaki stöðvar. Þaðan fellur vatnið síðan niður um 110 metra löng fallgöng að stöðvarhúsi og þaðan er vatninu síðan veitt út í frárennslisskurð sem leiðir það út í Fossá.Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, lagði hornstein að Búrfellsstöð II og fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, gangsetti stöðina. Á myndinni eru, frá vinstri: Hörður Arnarson forstjóri, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri, Guðni, Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður, Ásbjörg Kristinsdóttir yfirverkefnisstjóri framkvæmdarinnar, Bjarni og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs.Landsvirkjun Tengdar fréttir Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Búrfellsstöð II, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. Við hönnun hennar var leitast við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdanna og nýtir stöðin inntakslón og önnur veitumannvirki Búrfellsstöðvar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lagði hornstein að nýju stöðinni við hátíðlega athöfn og naut við það aðstoðar Ásbjargar Kristinsdóttur, yfirverkefnisstjóra framkvæmdarinnar, sem er fyrst kvenna til að gegna því hlutverki við samskonar verkefni. Uppsett afl nýrrar stöðvar er 100 MW með einni vél en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW. „Blessun fylgi Búrfellsstöð II,“ sagði forsetinn er hornsteinninn var kominn á sinn stað.Búrfellsstöð II er neðanjarðar, í Sámstaðaklifi á milli Búrfells og Sámsstaðamúla.Vísir/EgillÞá fluttu forsvarsmenn Landsvirkjunar ávarp auk Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra sem gaf skipun til stjórnstöðvar Landsvirkjunar um gangsetningu aflstöðvarinnar sem er meðalstór í samanburði við aðrar aflstöðvar Landsvirkjunar hér á landi. „Hún hefur mikla þýðingu sem styrking á raforkuframleiðslu í landinu, styrkir kerfið okkar, eykur atvinnutækifæri, styrkir stöðu Landsvirkjunar og er mikið framfaramál,“ segir Bjarni. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir verkefnið heilt yfir hafa gengið vel en kostnaður við verkefnið nam um 17 milljörðum króna. „Með þessari virkjum erum við að nýta orkuna á þessu svæði betur, við byggðum gömlu Búrfellsstöðina fyrir um 50 árum síðan. Síðan hefur rennsli verið að aukast þannig að það var möguleiki að nýta það enn betur og það er hlutverk okkar að gera það,“ segir Hörður. „Okkur tókst líka að lágmarka umhverfisáhrifin sem er líka mikið áhersluatriði hjá okkur,“ bætir Hörður við.Vatnið fellur 110 metra Verkís sá um hönnun virkjunarinnar og voru byggingaframkvæmdir í höndum samsteypufyrirtækis Íslenskra aðalverktaka, Marti Contractors og Marti Tunnelbau að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Verkeftirlit á staðnum var í höndum Landsvirkjunar en Mannvit kom að eftirliti með byggingarframkvæmdum. Þá framleiddi Andritz Hydro vél- og rafbúnað og DSD-NOELL lokur og þrýstivatnspípu. Framkvæmdir við verkefnið hófust í apríl 2016 en vatn er tekið úr inntakslóni Búrfellsstöðvar, Bjarnalóni. Úr inntakslóni er 370 metra langur aðrennslisskurður sem liggur fram undir brún Sámsstaðaklifs að inntaki stöðvar. Þaðan fellur vatnið síðan niður um 110 metra löng fallgöng að stöðvarhúsi og þaðan er vatninu síðan veitt út í frárennslisskurð sem leiðir það út í Fossá.Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, lagði hornstein að Búrfellsstöð II og fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, gangsetti stöðina. Á myndinni eru, frá vinstri: Hörður Arnarson forstjóri, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri, Guðni, Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður, Ásbjörg Kristinsdóttir yfirverkefnisstjóri framkvæmdarinnar, Bjarni og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs.Landsvirkjun
Tengdar fréttir Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45