Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2018 17:42 Rosenstein (t.h.) og Wray (t.v.) sátu báðir fyrir svörum hjá dómsmálanefndinni í dag. Þeir fullyrtu báðir að stofnanir þeirra ynnu að því að svara kröfum þingmanna um gögn úr Rússarannsókninni. Vísir/EPA Fulltrúar repúblikana í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings byrstu sig við Rod Rosenstein, aðstoðardómsrmálaráðherra sem hefur umsjón með Rússarannsókninni, þegar hann kom fyrir nefndina í dag. Einn leiðtoga flokksins krafðist þess að Rosenstein lyki rannsókninni hið snarasta. Rosenstein hefur umsjón með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa í kringum kosningarnar árið 2016. Það féll í hans skaut eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði sig frá málum sem tengdust rannsókninni vegna þess að hann starfaði fyrir framboðið. Trump og bandamenn hans hafa gert Rosenstein að skotspóni sínum um margra mánaða skeið. Þeir hafa sakað dómsmálaráðuneytið og alríkislögregluna FBI um óeðlileg vinnubrögð í tengslum við rannsóknina og krafist gagna um hana. Þrátt fyrir að Rosenstein og Christopher Wray, forstjóri FBI, hafi ítrekað fundað með leiðtogum repúblikana og veitt þeim aðgang að hundruð þúsunda blaðsíðna af gögnum úr rannsókninni hafa repúblikanar sakað þá um um halda gögnum frá þingmönnum. Meirihluti repúblikana í fulltrúadeildinni samþykkti ályktun þar sem þeir gagnrýndu dómsmálaráðuneytið fyrir að verða ekki við kröfum þeirra um gögn úr Rússarannsókninni. Það er jafnvel talið forleikurinn að því að repúblikanar reyni að ákæra Rosenstein.„Andskotist til að ljúka því“ Í brýnu sló á milli Rosenstein og nokkurra repúblikana sem gengu á hann á nefndarfundinum í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rosenstein benti þingmönnunum á að hann ynni ekki einn í ráðuneytinu þegar hann taldi að þeir væru að saka hann um að halda upplýsingum persónulega frá þeim. „Þú ert yfirmaðurinn, herra Rosenstein,“ greip Jim Jordan, einarður stuðningsmaður Trump, fram í fyrir aðstoðarráðherranum. Hann hafði spurt Rosenstein hvers vegna hann héldi gögnum frá þinginu og sakaði hann um að ritskoða skjöl til að halda vandræðalegum upplýsingum leyndum. „Það er rétt og mitt starf er að tryggja að við bregðumst við áhyggjum ykkar. Við höfum gert það, herra,“ svaraði Rosenstein að bragði byrstur. Trey Gowdy, þingmaður repúblikana sem einnig á sæti í leyniþjónustnefnd þingsins sem hefur gagnrýnt störf dómsmálaráðuneytisins og FBI, krafðist þess að Rosenstein lyki rannsókninni. „Ef þið hafið sönnunargögn um einhverja glæpi af hálfu Trump-framboðsins, leggið þau fyrir fjandans ákærudómstólinn. Ef þið hafið sönnunargögn um að þessi forseti hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt, kynnið þau fyrir bandarísku þjóðinni. Hvað sem þið hafið, andskotist þið að ljúka því,“ sagði Gowdy. Mueller hefur þegar ákært fyrrverandi kosningarstjóra og aðstoðarkosningarstjóra Trump, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans og fjölda annarra í tengslum við rannsóknina. Bæði Rosenstein og Wray, forstjóri FBI, eru repúblikanar sem voru skipaðir af Trump forseta.Rep. @Jim_Jordan: "Did you threaten to subpoena their calls and emails?"Deputy Attorney General Rosenstein: "No sir, and there's no way to subpoena phone calls."Jordan: "I'm reading what the press said."Rosenstein: "I would suggest that you not rely on what the press said." pic.twitter.com/kgsxhHTOlo— CSPAN (@cspan) June 28, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Comey gagnrýndur fyrir óhlýðni Í skýrslu, sem enn hefur ekki verið gefin út, er Comey gagnrýndur sérstaklega fyrir meðhöndlun sína á rannsókn FBI varðandi tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. 6. júní 2018 15:57 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Fulltrúar repúblikana í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings byrstu sig við Rod Rosenstein, aðstoðardómsrmálaráðherra sem hefur umsjón með Rússarannsókninni, þegar hann kom fyrir nefndina í dag. Einn leiðtoga flokksins krafðist þess að Rosenstein lyki rannsókninni hið snarasta. Rosenstein hefur umsjón með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa í kringum kosningarnar árið 2016. Það féll í hans skaut eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði sig frá málum sem tengdust rannsókninni vegna þess að hann starfaði fyrir framboðið. Trump og bandamenn hans hafa gert Rosenstein að skotspóni sínum um margra mánaða skeið. Þeir hafa sakað dómsmálaráðuneytið og alríkislögregluna FBI um óeðlileg vinnubrögð í tengslum við rannsóknina og krafist gagna um hana. Þrátt fyrir að Rosenstein og Christopher Wray, forstjóri FBI, hafi ítrekað fundað með leiðtogum repúblikana og veitt þeim aðgang að hundruð þúsunda blaðsíðna af gögnum úr rannsókninni hafa repúblikanar sakað þá um um halda gögnum frá þingmönnum. Meirihluti repúblikana í fulltrúadeildinni samþykkti ályktun þar sem þeir gagnrýndu dómsmálaráðuneytið fyrir að verða ekki við kröfum þeirra um gögn úr Rússarannsókninni. Það er jafnvel talið forleikurinn að því að repúblikanar reyni að ákæra Rosenstein.„Andskotist til að ljúka því“ Í brýnu sló á milli Rosenstein og nokkurra repúblikana sem gengu á hann á nefndarfundinum í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rosenstein benti þingmönnunum á að hann ynni ekki einn í ráðuneytinu þegar hann taldi að þeir væru að saka hann um að halda upplýsingum persónulega frá þeim. „Þú ert yfirmaðurinn, herra Rosenstein,“ greip Jim Jordan, einarður stuðningsmaður Trump, fram í fyrir aðstoðarráðherranum. Hann hafði spurt Rosenstein hvers vegna hann héldi gögnum frá þinginu og sakaði hann um að ritskoða skjöl til að halda vandræðalegum upplýsingum leyndum. „Það er rétt og mitt starf er að tryggja að við bregðumst við áhyggjum ykkar. Við höfum gert það, herra,“ svaraði Rosenstein að bragði byrstur. Trey Gowdy, þingmaður repúblikana sem einnig á sæti í leyniþjónustnefnd þingsins sem hefur gagnrýnt störf dómsmálaráðuneytisins og FBI, krafðist þess að Rosenstein lyki rannsókninni. „Ef þið hafið sönnunargögn um einhverja glæpi af hálfu Trump-framboðsins, leggið þau fyrir fjandans ákærudómstólinn. Ef þið hafið sönnunargögn um að þessi forseti hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt, kynnið þau fyrir bandarísku þjóðinni. Hvað sem þið hafið, andskotist þið að ljúka því,“ sagði Gowdy. Mueller hefur þegar ákært fyrrverandi kosningarstjóra og aðstoðarkosningarstjóra Trump, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans og fjölda annarra í tengslum við rannsóknina. Bæði Rosenstein og Wray, forstjóri FBI, eru repúblikanar sem voru skipaðir af Trump forseta.Rep. @Jim_Jordan: "Did you threaten to subpoena their calls and emails?"Deputy Attorney General Rosenstein: "No sir, and there's no way to subpoena phone calls."Jordan: "I'm reading what the press said."Rosenstein: "I would suggest that you not rely on what the press said." pic.twitter.com/kgsxhHTOlo— CSPAN (@cspan) June 28, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Comey gagnrýndur fyrir óhlýðni Í skýrslu, sem enn hefur ekki verið gefin út, er Comey gagnrýndur sérstaklega fyrir meðhöndlun sína á rannsókn FBI varðandi tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. 6. júní 2018 15:57 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48
Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00
Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52
Comey gagnrýndur fyrir óhlýðni Í skýrslu, sem enn hefur ekki verið gefin út, er Comey gagnrýndur sérstaklega fyrir meðhöndlun sína á rannsókn FBI varðandi tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. 6. júní 2018 15:57