Erlent

Leiðtogafundur Trumps og Pútíns í Helsinki í næsta mánuði

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Þessi skemmtilega veggmynd var máluð í Róm á dögunum en hún sýnir aðra hlið á Trump, Pútín og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.
Þessi skemmtilega veggmynd var máluð í Róm á dögunum en hún sýnir aðra hlið á Trump, Pútín og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu. Vísir/Getty
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun eiga leiðtogafund með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í næsta mánuði, þann 16. júlí.

Fréttaskýrendur segja fundinn ekki síst mikilvægan fyrir Pútín til að sýna að hann sé ekki eins einangraður í alþjóðasamfélaginu og raun ber vitni.

Trump lætur sífellt meira fyrir sér fara í heimsmálunum þrátt fyrir að hafa lagt litla áherslu á þau í kosningabaráttunni á sínum tíma. Trump virðist sérstaklega gefinn fyrir íburðarmikla leiðtogafundi á borð við þann sem hann hélt með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Singapúr fyrr í þessum mánuði.

Ætla má að öryggismál verði efst á baugi á fundinum í Helsinki en hvorki stjórnvöld í Washington né Moskvu segjast búast við áþreifanlegum niðurstöðum. Tilgangurinn sé meira að hittast og fara yfir málin.

Þetta verður í þriðja sinn sem Trump og Pútín hittast augliti til auglitis.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×