Segir sáttmála meirihlutaflokkanna hrákasmíð Sveinn Arnarsson skrifar 28. júní 2018 06:00 Frá Akureyri. VÍSIR/PJETUR Minnihluti bæjarstjórnar Akureyrar lagði fram 50 spurningar til meirihlutaflokkanna á síðasta fundi bæjarstjórnarinnar. Telur minnihlutinn sáttmála meirihlutaflokkanna vera illa skrifaðan, óræðan og að þörf sé á nánari útskýringum á honum. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir íbúa eiga að fá að vita hvert stefnan er sett næstu fjögur árin. „Það er ekki hægt að draga upp neina mynd af því sem meirihlutinn ætlar sér,“ segir Gunnar. „Sáttmáli meirihlutans er þannig settur upp að íbúar geta ekki séð stefnuna. Þess vegna erum við að setja fram þessar spurningar. Íbúar bæjarins eiga að fá að vita hvert meirihlutinn er að fara. Annaðhvort er meirihlutinn enn ósammála um það eða að þau treysta sér ekki til að setja það niður á pappír.“Gunnar Gíslason fræðslustjóri AkureyriGuðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknarflokksins, kynnti málefnasamning L-lista, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar fyrir kjörtímabilið á fundinum. Fulltrúar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks, minnihlutans í bæjarstjórn, bókuðu gegn sáttmálanum. Óskaði minnihlutinn eftir að spurningum hans yrði svarað og umræður teknar á næsta fundi bæjarstjórnar Akureyrar. „Sé ætlunin að komast í gegnum annað kjörtímabil án mikilla aðgerða er eðlilegt að horft sé framhjá þessari beiðni,“ stendur jafnframt í bókun minnihlutans. Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-lista og forseti bæjarstjórnar, vísar gagnrýni Gunnars á bug. „Málefnasamningurinn sem meirihlutinn hefur sett fram er metnaðarfullur og lýsir framtíðarsýn okkar vel. Þetta er stefna en ekki starfsáætlun og nú þegar er hafin vinna við að útfæra stefnuna í samvinnu við starfsfólk. Við vísum því gagnrýni minnihlutans alfarið á bug,“ segir Halla Björk. Minnihlutinn segir hins vegar í bókuninni að ekki sé hægt að ræða stefnuna út frá sáttmálanum. Hann sé fullkomlega óhæfur sem umræðugrundvöllur um stefnu og áherslur meirihlutans, eins og stendur í bókun minnihlutans. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Málefnasamningurinn svar við gagnrýni að mati prófessors í stjórnmálafræði Grétar Þór segir að sáttmálinn endurspegli háværa kröfu um betrumbætur í leikskólamálum. 13. júní 2018 14:29 Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022. 12. júní 2018 11:37 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Minnihluti bæjarstjórnar Akureyrar lagði fram 50 spurningar til meirihlutaflokkanna á síðasta fundi bæjarstjórnarinnar. Telur minnihlutinn sáttmála meirihlutaflokkanna vera illa skrifaðan, óræðan og að þörf sé á nánari útskýringum á honum. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir íbúa eiga að fá að vita hvert stefnan er sett næstu fjögur árin. „Það er ekki hægt að draga upp neina mynd af því sem meirihlutinn ætlar sér,“ segir Gunnar. „Sáttmáli meirihlutans er þannig settur upp að íbúar geta ekki séð stefnuna. Þess vegna erum við að setja fram þessar spurningar. Íbúar bæjarins eiga að fá að vita hvert meirihlutinn er að fara. Annaðhvort er meirihlutinn enn ósammála um það eða að þau treysta sér ekki til að setja það niður á pappír.“Gunnar Gíslason fræðslustjóri AkureyriGuðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknarflokksins, kynnti málefnasamning L-lista, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar fyrir kjörtímabilið á fundinum. Fulltrúar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks, minnihlutans í bæjarstjórn, bókuðu gegn sáttmálanum. Óskaði minnihlutinn eftir að spurningum hans yrði svarað og umræður teknar á næsta fundi bæjarstjórnar Akureyrar. „Sé ætlunin að komast í gegnum annað kjörtímabil án mikilla aðgerða er eðlilegt að horft sé framhjá þessari beiðni,“ stendur jafnframt í bókun minnihlutans. Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-lista og forseti bæjarstjórnar, vísar gagnrýni Gunnars á bug. „Málefnasamningurinn sem meirihlutinn hefur sett fram er metnaðarfullur og lýsir framtíðarsýn okkar vel. Þetta er stefna en ekki starfsáætlun og nú þegar er hafin vinna við að útfæra stefnuna í samvinnu við starfsfólk. Við vísum því gagnrýni minnihlutans alfarið á bug,“ segir Halla Björk. Minnihlutinn segir hins vegar í bókuninni að ekki sé hægt að ræða stefnuna út frá sáttmálanum. Hann sé fullkomlega óhæfur sem umræðugrundvöllur um stefnu og áherslur meirihlutans, eins og stendur í bókun minnihlutans.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Málefnasamningurinn svar við gagnrýni að mati prófessors í stjórnmálafræði Grétar Þór segir að sáttmálinn endurspegli háværa kröfu um betrumbætur í leikskólamálum. 13. júní 2018 14:29 Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022. 12. júní 2018 11:37 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Málefnasamningurinn svar við gagnrýni að mati prófessors í stjórnmálafræði Grétar Þór segir að sáttmálinn endurspegli háværa kröfu um betrumbætur í leikskólamálum. 13. júní 2018 14:29
Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022. 12. júní 2018 11:37