Ávinningur barna af góðum samskiptum fráskilinna foreldra Dagný Rut Haraldsdóttir skrifar 28. júní 2018 07:00 Við skilnað geta samskipti milli foreldra orðið bæði erfið og óþægileg. Samskiptamynstrið breytist og takast þarf á við það strax frá upphafi. Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra eru vel möguleg ef réttur tónn er settur frá upphafi. Lykillinn að góðum samskiptum fráskilinna foreldra er að geta aðgreint hið persónulega samband við fyrrverandi maka frá hinu sameiginlega uppalenda-sambandi. Það getur verið gagnlegt að hugsa um þetta samband sem algjörlega nýtt – samband sem snýst eingöngu um velferð barnsins, og ekki um ykkur. Sambandi ykkar, eða hjónabandi, getur verið lokið, en fjölskyldan er þarna ennþá. Að setja barnið í fyrsta sæti á að vera í algjörum forgangi. Fyrsta skrefið í átt að þroskuðu og ábyrgu uppalenda-sambandi er að setja ávallt þarfir barnsins á undan þínum eigin.Hvernig setjum við réttan tón? Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra velta að miklu leyti á þeim tóni sem aðilar velja sér að nota. Það að nota faglegan tón í samræðum auðveldar að halda tilfinningum utan við samtalið. Talaðu við hitt foreldrið í sama tón og þú myndir tala við vinnufélaga – vinsamlega, skýrt og með opnum hug. Hlustaðu eftir „dýnamíkinni“ í röddinni þegar þú talar við hitt foreldrið, hvort sem er augliti til auglitis eða í gegnum síma. Hafðu í huga að það, hvernig þú segir eitthvað, getur breytt því hvernig viðmælandinn tekur því. Að velja réttan tón er góð æfing í hvaða samtali sem er. Það mun leiða til betri og heilbrigðari samskipta milli fráskilinna foreldra. Leggja þarf særindi og reiði til hliðar. Þetta er sá hluti sem er eflaust sá allra erfiðasti, en um leið sá allra mikilvægasti. Þá er mikilvægt að þú fáir útrás fyrir tilfinningar þínar í burtu frá börnunum. Vinir, sálfræðingur eða gæludýr eru allt mun betri aðilar til að tala við heldur en börnin, þegar þú þarft að fá útrás fyrir neikvæðar tilfinningar. Haltu fókus á barninu. Þegar þú finnur fyrir reiði eða gremju mundu þá af hverju þú þarft að koma fram af yfirvegun, hagsmunir barnsins eru húfi. Barnið er ekki sendiboði Ekki stilla barninu upp á milli ykkar. Það getur verið að þú verðir aldrei alveg laus við biturð og gremju varðandi sambandsslitin, en það sem þú getur gert er að afmarka þessar tilfinningar og minna þig á að þær eru vandamálið en ekki vandamál barnsins. Miðaðu ávallt að því að halda þeim vandamálum, sem þú átt við hitt foreldrið, fjarri barninu. Aldrei nota barnið sem boðbera. Þegar þú notar barnið til að bera á milli skilaboð, þá seturðu það mitt í ykkar deilu. Markmiðið skal ávallt vera það að halda barninu utan við ykkar sambandsvandamál. Notist því við samskiptaleiðir án milliliða. Halda vandamálunum fyrir þig. Aldrei segja neikvæða hluti við barnið um hitt foreldrið eða láta þau finnast það þurfi að velja á milli ykkar. Barnið á rétt á sambandi við báða/alla foreldra sína án afskipta hins/hinna. Til mikils að vinna Ávinningur góðra samskipta fráskilinna foreldra er ómetanlegur. Þegar börn finna fyrir að samskipti foreldra eru góð, eru þau mun fljótari að aðlagast nýjum og breyttum aðstæðum, þau hafa betri sjálfsmynd og meira sjálfsöryggi. Ávinningur af stöðugleika er mikill. Þetta geta fráskildir foreldrar haft áhrif á með því að hafa svipaðar reglur, aga og umbun á báðum heimilum svo börnin vita við hverju megi búast og hverju búist er við af þeim. Þau börn sem sjá foreldra sína vinna saman og eiga samskipti eru líklegri til að taka upp betri samskiptahætti við aðra og læra lausnamiðuð vinnubrögð. Þau verða einnig andlega og líkamlega sterkari, en börn sem verða vitni að slæmum samskiptum foreldra sinna eru mun líklegri til að eiga við þunglyndi og/eða kvíða. Góðar fyrirmyndir. Með því að eiga góð samskipti eru foreldrar að kenna börnum sínum samskiptamynstur sem þau taka með sér út lífið og auðveldar þeim að byggja upp sterk tengsl. Félag einstæðra foreldra býður upp á sáttamiðlun milli foreldra, svo og ráðgjöf hjá lögfræðingi og/eða félagsgráðgjafa.Höfundur er lögfræðingur Félags einstæðra foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Við skilnað geta samskipti milli foreldra orðið bæði erfið og óþægileg. Samskiptamynstrið breytist og takast þarf á við það strax frá upphafi. Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra eru vel möguleg ef réttur tónn er settur frá upphafi. Lykillinn að góðum samskiptum fráskilinna foreldra er að geta aðgreint hið persónulega samband við fyrrverandi maka frá hinu sameiginlega uppalenda-sambandi. Það getur verið gagnlegt að hugsa um þetta samband sem algjörlega nýtt – samband sem snýst eingöngu um velferð barnsins, og ekki um ykkur. Sambandi ykkar, eða hjónabandi, getur verið lokið, en fjölskyldan er þarna ennþá. Að setja barnið í fyrsta sæti á að vera í algjörum forgangi. Fyrsta skrefið í átt að þroskuðu og ábyrgu uppalenda-sambandi er að setja ávallt þarfir barnsins á undan þínum eigin.Hvernig setjum við réttan tón? Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra velta að miklu leyti á þeim tóni sem aðilar velja sér að nota. Það að nota faglegan tón í samræðum auðveldar að halda tilfinningum utan við samtalið. Talaðu við hitt foreldrið í sama tón og þú myndir tala við vinnufélaga – vinsamlega, skýrt og með opnum hug. Hlustaðu eftir „dýnamíkinni“ í röddinni þegar þú talar við hitt foreldrið, hvort sem er augliti til auglitis eða í gegnum síma. Hafðu í huga að það, hvernig þú segir eitthvað, getur breytt því hvernig viðmælandinn tekur því. Að velja réttan tón er góð æfing í hvaða samtali sem er. Það mun leiða til betri og heilbrigðari samskipta milli fráskilinna foreldra. Leggja þarf særindi og reiði til hliðar. Þetta er sá hluti sem er eflaust sá allra erfiðasti, en um leið sá allra mikilvægasti. Þá er mikilvægt að þú fáir útrás fyrir tilfinningar þínar í burtu frá börnunum. Vinir, sálfræðingur eða gæludýr eru allt mun betri aðilar til að tala við heldur en börnin, þegar þú þarft að fá útrás fyrir neikvæðar tilfinningar. Haltu fókus á barninu. Þegar þú finnur fyrir reiði eða gremju mundu þá af hverju þú þarft að koma fram af yfirvegun, hagsmunir barnsins eru húfi. Barnið er ekki sendiboði Ekki stilla barninu upp á milli ykkar. Það getur verið að þú verðir aldrei alveg laus við biturð og gremju varðandi sambandsslitin, en það sem þú getur gert er að afmarka þessar tilfinningar og minna þig á að þær eru vandamálið en ekki vandamál barnsins. Miðaðu ávallt að því að halda þeim vandamálum, sem þú átt við hitt foreldrið, fjarri barninu. Aldrei nota barnið sem boðbera. Þegar þú notar barnið til að bera á milli skilaboð, þá seturðu það mitt í ykkar deilu. Markmiðið skal ávallt vera það að halda barninu utan við ykkar sambandsvandamál. Notist því við samskiptaleiðir án milliliða. Halda vandamálunum fyrir þig. Aldrei segja neikvæða hluti við barnið um hitt foreldrið eða láta þau finnast það þurfi að velja á milli ykkar. Barnið á rétt á sambandi við báða/alla foreldra sína án afskipta hins/hinna. Til mikils að vinna Ávinningur góðra samskipta fráskilinna foreldra er ómetanlegur. Þegar börn finna fyrir að samskipti foreldra eru góð, eru þau mun fljótari að aðlagast nýjum og breyttum aðstæðum, þau hafa betri sjálfsmynd og meira sjálfsöryggi. Ávinningur af stöðugleika er mikill. Þetta geta fráskildir foreldrar haft áhrif á með því að hafa svipaðar reglur, aga og umbun á báðum heimilum svo börnin vita við hverju megi búast og hverju búist er við af þeim. Þau börn sem sjá foreldra sína vinna saman og eiga samskipti eru líklegri til að taka upp betri samskiptahætti við aðra og læra lausnamiðuð vinnubrögð. Þau verða einnig andlega og líkamlega sterkari, en börn sem verða vitni að slæmum samskiptum foreldra sinna eru mun líklegri til að eiga við þunglyndi og/eða kvíða. Góðar fyrirmyndir. Með því að eiga góð samskipti eru foreldrar að kenna börnum sínum samskiptamynstur sem þau taka með sér út lífið og auðveldar þeim að byggja upp sterk tengsl. Félag einstæðra foreldra býður upp á sáttamiðlun milli foreldra, svo og ráðgjöf hjá lögfræðingi og/eða félagsgráðgjafa.Höfundur er lögfræðingur Félags einstæðra foreldra
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar