Dómur mildaður í grófu ofbeldismáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2018 16:36 Landsréttur. Fréttablaðið/Ernir Landsréttur hefur mildað dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem sakfelldur var fyrir líflátshótanir, nauðgun, ólögmæta nauðung, líkamsárásir og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Brotin voru framin 2014 en maðurinn var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í janúar á síðasta ári. Dráttur á útgáfu ákæru í málinu er ástæða þess að Landsréttur mildaði dóminn yfir manninum í þrjú ár.Vísir fjallaði ítarlega um dóm héraðsdóms á sínum tímaen maðurinn hótaði maðurinn meðal annars að selja öðrum aðgang að konunni, skera hana auk þess að draga hana um íbúðina á hárinu. Brot mannsins gegn konunni voru gróf og ofbeldisfull.Ríkissaksóknari áfrýjaði dómi Héraðsdóms og krafðist þess að dómurinn yrði þyngdur en staðfestur að öðru leyti. Maðurinn krafðist hins vegar sýknu.Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms þegar kom að sakfellingu mannsins. Dómurinn var hins vegar mildaður líkt og áður segir vegna þess hversu langan tíma tók að gefa út ákæru í málinu.Í dómi Landsréttar segir að brotin sem maðurinn var sakfelldur fyrir voru framin á tímabilinu 27. mars til 25. apríl 2014. Ákæra í málinu var hins vegar ekki gefin út fyrr en 16.ágúst 2016 eða um 28 mánuðum eftir að atvik málsins áttu sér stað.Engar skýringar hafi verið gefnar um það hver væri ástæða tafanna en í lögum er kveðið á um að ákærendum beri að hraða meðferð mála eftir því sem kostur er, en sama skylda hvílir á þeim, sem rannsaka sakamál.Að teknu tilliti til þess var dómurinn mildaður um sex mánuði auk þess sem að maðurinn þarf að greiða konunni 2 milljónir í miskabætur en héraðsdómur hafði dæmt konunni þrjár milljónir.Dóm Landsréttar má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir Braut gróflega á sambýliskonu sinni: Verstu áverkar og mesta hræðsla sem lögreglukonur hafa upplifað 34 ára karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir líflátshótanir, nauðgun, ólögmæta nauðgun, líkamsárásir og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni árið 2014. 10. janúar 2017 11:30 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Fleiri fréttir Ekkert rætt um borgarstjórann sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Sjá meira
Landsréttur hefur mildað dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem sakfelldur var fyrir líflátshótanir, nauðgun, ólögmæta nauðung, líkamsárásir og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Brotin voru framin 2014 en maðurinn var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í janúar á síðasta ári. Dráttur á útgáfu ákæru í málinu er ástæða þess að Landsréttur mildaði dóminn yfir manninum í þrjú ár.Vísir fjallaði ítarlega um dóm héraðsdóms á sínum tímaen maðurinn hótaði maðurinn meðal annars að selja öðrum aðgang að konunni, skera hana auk þess að draga hana um íbúðina á hárinu. Brot mannsins gegn konunni voru gróf og ofbeldisfull.Ríkissaksóknari áfrýjaði dómi Héraðsdóms og krafðist þess að dómurinn yrði þyngdur en staðfestur að öðru leyti. Maðurinn krafðist hins vegar sýknu.Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms þegar kom að sakfellingu mannsins. Dómurinn var hins vegar mildaður líkt og áður segir vegna þess hversu langan tíma tók að gefa út ákæru í málinu.Í dómi Landsréttar segir að brotin sem maðurinn var sakfelldur fyrir voru framin á tímabilinu 27. mars til 25. apríl 2014. Ákæra í málinu var hins vegar ekki gefin út fyrr en 16.ágúst 2016 eða um 28 mánuðum eftir að atvik málsins áttu sér stað.Engar skýringar hafi verið gefnar um það hver væri ástæða tafanna en í lögum er kveðið á um að ákærendum beri að hraða meðferð mála eftir því sem kostur er, en sama skylda hvílir á þeim, sem rannsaka sakamál.Að teknu tilliti til þess var dómurinn mildaður um sex mánuði auk þess sem að maðurinn þarf að greiða konunni 2 milljónir í miskabætur en héraðsdómur hafði dæmt konunni þrjár milljónir.Dóm Landsréttar má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Braut gróflega á sambýliskonu sinni: Verstu áverkar og mesta hræðsla sem lögreglukonur hafa upplifað 34 ára karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir líflátshótanir, nauðgun, ólögmæta nauðgun, líkamsárásir og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni árið 2014. 10. janúar 2017 11:30 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Fleiri fréttir Ekkert rætt um borgarstjórann sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Sjá meira
Braut gróflega á sambýliskonu sinni: Verstu áverkar og mesta hræðsla sem lögreglukonur hafa upplifað 34 ára karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir líflátshótanir, nauðgun, ólögmæta nauðgun, líkamsárásir og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni árið 2014. 10. janúar 2017 11:30