Nýútgefin gögn varpa ljósi á mannskæðan YouTube-hrekk Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2018 08:35 Perez og Ruiz í myndbandi sem saksóknarar birtu á dögunum. Í stiklunni sést parið undirbúa atriðið, sem lyktaði með andláti Ruiz. Skjáskot/Youtube Saksóknarar í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum birtu á dögunum ný myndbönd, auk annarra gagna, í tengslum við mál Monulisu Perez og Pedro Ruiz. Perez skaut Ruiz til bana í myndbandi sem birt var á netinu en töluvert var fjallað um málið á sínum tíma.Sjá einnig: Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Hin nýútgefnu myndbönd, auk afrits af samtali parsins rétt áður en Perez tók í gikkinn, varpa nýju ljósi á aðdraganda atviksins sem átti sér stað í júní í fyrra. Myndband af atvikinu sjálfu, og þar með síðustu andartökum í lífi Ruiz, var ekki gefið út þar eð saksóknarar töldu það ekki eiga erindi við almenning. Í téðu afriti af samtali Ruiz og Perez lýsir hin síðarnefnda yfir mikilli tregðu til að framkvæma hrekkinn. „Ég get ekki gert þetta, elskan,“ segir hún. „Ég er svo hrædd,“ bætir hún við en á meðan beinir Ruiz til hennar tilmælum um hvar hún eigi að standa. „Elskan, ég ætla ekki að gera þetta. Ég get það ekki,“ segir Perez. Parið virðir fyrir sér byssuna sem að endingu var notuð til verksins.Skjáskot/YoutubeÞá birtu saksóknarar einnig nokkurs konar stiklu, sem parið hlóð inn á YouTube-reikning sinn til að auglýsa byssuhrekkinn, en í henni sjást þau við undirbúning. Í myndbandinu sýna þau auk þess byssuna sem nota átti við framkvæmdina auk þess sem Ruiz skýrir frá áætlunum sínum. „Ef ég dey þá er ég svo gott sem tilbúinn til að fara til himnaríkis strax. Ef ég dey er ég tilbúinn fyrir Jesú. Hann mun líklega ekki taka á móti mér við hliðið vegna þess hversu heimskulegt þetta er, en ég er fullviss um að kærasta mín muni hæfa bókina en ekki mig.“ Afrit af yfirheyrslum lögreglu yfir Perez voru einnig gefin út en þar segir hún Ruiz hafa reynt að sannfæra hana um að framkvæma atriðið svo vikum skipti. Hún hafi ávallt þvertekið fyrir það en látið undan þrýstingnum rétt áður en þau réðust í verkið. Perez var dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir manndráp í mars síðastliðnum. Hún játaði á sínum að hafa skotið úr skammbyssu í bók sem kærasti hennar, hinn 22 ára gamli Pedro Ruiz III, hélt á í um þrjátíu sentímetra fjarlægð frá byssunni. Þriggja ára gamalt barn parsins og þrjátíu aðrir fylgdust með því þegar Perez hleypti af en atriðinu var streymt beint á netinu. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir mannskæðan YouTube-hrekk Hin tvítuga Monalisa Perez, sem skaut kærasta sinn til bana í myndbandi sem birt var á YouTube, hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi. 14. mars 2018 23:42 Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Skaut kærasta sinn til bana en parið taldi að alfræðiorðabók myndi stöðva byssukúluna. 20. desember 2017 19:54 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Saksóknarar í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum birtu á dögunum ný myndbönd, auk annarra gagna, í tengslum við mál Monulisu Perez og Pedro Ruiz. Perez skaut Ruiz til bana í myndbandi sem birt var á netinu en töluvert var fjallað um málið á sínum tíma.Sjá einnig: Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Hin nýútgefnu myndbönd, auk afrits af samtali parsins rétt áður en Perez tók í gikkinn, varpa nýju ljósi á aðdraganda atviksins sem átti sér stað í júní í fyrra. Myndband af atvikinu sjálfu, og þar með síðustu andartökum í lífi Ruiz, var ekki gefið út þar eð saksóknarar töldu það ekki eiga erindi við almenning. Í téðu afriti af samtali Ruiz og Perez lýsir hin síðarnefnda yfir mikilli tregðu til að framkvæma hrekkinn. „Ég get ekki gert þetta, elskan,“ segir hún. „Ég er svo hrædd,“ bætir hún við en á meðan beinir Ruiz til hennar tilmælum um hvar hún eigi að standa. „Elskan, ég ætla ekki að gera þetta. Ég get það ekki,“ segir Perez. Parið virðir fyrir sér byssuna sem að endingu var notuð til verksins.Skjáskot/YoutubeÞá birtu saksóknarar einnig nokkurs konar stiklu, sem parið hlóð inn á YouTube-reikning sinn til að auglýsa byssuhrekkinn, en í henni sjást þau við undirbúning. Í myndbandinu sýna þau auk þess byssuna sem nota átti við framkvæmdina auk þess sem Ruiz skýrir frá áætlunum sínum. „Ef ég dey þá er ég svo gott sem tilbúinn til að fara til himnaríkis strax. Ef ég dey er ég tilbúinn fyrir Jesú. Hann mun líklega ekki taka á móti mér við hliðið vegna þess hversu heimskulegt þetta er, en ég er fullviss um að kærasta mín muni hæfa bókina en ekki mig.“ Afrit af yfirheyrslum lögreglu yfir Perez voru einnig gefin út en þar segir hún Ruiz hafa reynt að sannfæra hana um að framkvæma atriðið svo vikum skipti. Hún hafi ávallt þvertekið fyrir það en látið undan þrýstingnum rétt áður en þau réðust í verkið. Perez var dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir manndráp í mars síðastliðnum. Hún játaði á sínum að hafa skotið úr skammbyssu í bók sem kærasti hennar, hinn 22 ára gamli Pedro Ruiz III, hélt á í um þrjátíu sentímetra fjarlægð frá byssunni. Þriggja ára gamalt barn parsins og þrjátíu aðrir fylgdust með því þegar Perez hleypti af en atriðinu var streymt beint á netinu.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir mannskæðan YouTube-hrekk Hin tvítuga Monalisa Perez, sem skaut kærasta sinn til bana í myndbandi sem birt var á YouTube, hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi. 14. mars 2018 23:42 Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Skaut kærasta sinn til bana en parið taldi að alfræðiorðabók myndi stöðva byssukúluna. 20. desember 2017 19:54 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir mannskæðan YouTube-hrekk Hin tvítuga Monalisa Perez, sem skaut kærasta sinn til bana í myndbandi sem birt var á YouTube, hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi. 14. mars 2018 23:42
Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Skaut kærasta sinn til bana en parið taldi að alfræðiorðabók myndi stöðva byssukúluna. 20. desember 2017 19:54