Sautján ríki stefna ríkisstjórn Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2018 06:35 Ríkin sautján segja í kærunni að engin breyting hafi orðið í málaflokknum þrátt fyrir undirritun forsetatilskipunarinnar fyrir viku. Vísir/Getty Sautján ríki Bandaríkjanna hafa kært ríkisstjórn Donalds Trumps vegna aðskilnaðar foreldra, sem koma ólöglega til landsins, frá börnum sínum. Ríkin sautján lúta flest stjórn Demókrataflokksins en í hópi þeirra sem standa að lögsókninni eru Washington, New York og Kalifornía. Kæra ríkjanna er á vef breska ríkisútvarpsins sögð vera fyrsta formlega tilraunin til að hnekkja hinni umdeildu aðskilnaðarstefnu bandarískra stjórnvalda fyrir dómstólum landsins. Stefnan hefur verið harðlega gagnrýnd á undanförnum vikum. Varð gagnrýnin meðal annars til þess að Bandaríkjaforseti undirritaði tilskipun sem kvað á um að aðskilnaðinum yrði hætt. Í kæru ríkjanna sautján segir hins vegar að ekkert hafi breyst við undirritunina. Vissulega hefur aðskilnaðinum verið tímabundið skotið á frest en það sé einfaldlega vegna húsnæðisskorts, eins og Vísir greindi frá á mánudag. Aðskilnaðarstefnunni hefur víða verið mótmælt, til að mynda fyrir utan Hvíta húsið í Washington DC.Vísir/gettyEnn sé verið að neita fólki um réttláta málsmeðferð, sem og réttinum á því að sækja um hæli. Í kæru ríkjanna er stefnu Bandaríkjastjórnar lýst sem „illri og ólölegri“ og að hún gangi í berhögg við það markmið ríkjanna að standa vörð um velferð barna. „Stefnan, sem og framganga ríkísstjórnarinnar, hefur valdið ríkjunum og íbúum þeirra miklum og beinum skaða,“ segir meðal annars í kærunni. Dómarar í San Diego í Kaliforníu úrskurðaði á dögunum að börn þyrftu aftur að vera komin í umsjá foreldra sinna innan 30 daga frá aðskilnaði. Þar að auki þyrftu stjórnvöld að koma börnum sem ekki hafa náð 5 ára aldri í hendur foreldra sinna innan tveggja vikna. Ríkin sem standa að stefnunni eru fyrrnefnd Washinton, New York og Kalifornía, ásamt Massachusetts, Delaware, Iowa, Illinois, Maryland, Minnesota, New Jersey, New Mexico, North Carolina, Oregon, Pennsylvania, Rhode Island, Vermont, Virginia sem og District of Columbia. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Sautján ríki Bandaríkjanna hafa kært ríkisstjórn Donalds Trumps vegna aðskilnaðar foreldra, sem koma ólöglega til landsins, frá börnum sínum. Ríkin sautján lúta flest stjórn Demókrataflokksins en í hópi þeirra sem standa að lögsókninni eru Washington, New York og Kalifornía. Kæra ríkjanna er á vef breska ríkisútvarpsins sögð vera fyrsta formlega tilraunin til að hnekkja hinni umdeildu aðskilnaðarstefnu bandarískra stjórnvalda fyrir dómstólum landsins. Stefnan hefur verið harðlega gagnrýnd á undanförnum vikum. Varð gagnrýnin meðal annars til þess að Bandaríkjaforseti undirritaði tilskipun sem kvað á um að aðskilnaðinum yrði hætt. Í kæru ríkjanna sautján segir hins vegar að ekkert hafi breyst við undirritunina. Vissulega hefur aðskilnaðinum verið tímabundið skotið á frest en það sé einfaldlega vegna húsnæðisskorts, eins og Vísir greindi frá á mánudag. Aðskilnaðarstefnunni hefur víða verið mótmælt, til að mynda fyrir utan Hvíta húsið í Washington DC.Vísir/gettyEnn sé verið að neita fólki um réttláta málsmeðferð, sem og réttinum á því að sækja um hæli. Í kæru ríkjanna er stefnu Bandaríkjastjórnar lýst sem „illri og ólölegri“ og að hún gangi í berhögg við það markmið ríkjanna að standa vörð um velferð barna. „Stefnan, sem og framganga ríkísstjórnarinnar, hefur valdið ríkjunum og íbúum þeirra miklum og beinum skaða,“ segir meðal annars í kærunni. Dómarar í San Diego í Kaliforníu úrskurðaði á dögunum að börn þyrftu aftur að vera komin í umsjá foreldra sinna innan 30 daga frá aðskilnaði. Þar að auki þyrftu stjórnvöld að koma börnum sem ekki hafa náð 5 ára aldri í hendur foreldra sinna innan tveggja vikna. Ríkin sem standa að stefnunni eru fyrrnefnd Washinton, New York og Kalifornía, ásamt Massachusetts, Delaware, Iowa, Illinois, Maryland, Minnesota, New Jersey, New Mexico, North Carolina, Oregon, Pennsylvania, Rhode Island, Vermont, Virginia sem og District of Columbia.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05
Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26
Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35