Rétti ráðherrann Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. júní 2018 10:00 Ekki hefur farið mikið fyrir áherslum Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er hið sterka og leiðandi afl. Fari fram sem horfir munu Vinstri græn stórskaðast á samstarfinu. Það er þó ekki of seint fyrir flokkinn að endurheimta sjálfsvirðinguna. Það á nefnilega ekki að vera lögmál að þeir flokkar sem fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn verði á örskömmum tíma viljalaust verkfæri í höndum íhaldsins. Vinstri græn verða að hrista af sér slenið. Þar verður hugumstór einstaklingur að hafa frumkvæði og til þess hefur umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nú ágætis tækifæri. Vinstri græn hafa fram að þessu getað borið höfuðið hátt þegar kemur að stefnu í umhverfismálum því náttúruvernd hefur verið þeim mikið hjartans mál. Það verður ekki tekið af Vinstri grænum að þar á bæ kann heimilisfólk að meta verðmæti ósnortinnar náttúru. Nú er komið að Vinstri grænum að sanna þessa umhyggju í verki. Enginn ráðherra er betur til þess fallinn en áðurnefndur Guðmundur Ingi, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar. Sem umhverfisráðherra á hann að vera einn af gæslumönnum náttúrunnar og nýta vald sitt í þágu hennar. Það eru næg dæmi um ráðherra sem sitja með hendur í skauti í þægilegum ráðherrastól, hæstánægðir með titilinn, en eru svo verklitlir að engu er líkara en þeir leggi kapp á að aðhafast sem minnst. Þegar þeir svo hverfa á braut, eins og ráðherrar gera að lokum, skilja þeir lítið eftir sig og eru fljótir að gleymast. Því verður ekki trúað að fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar sé stjórnmálamaður af þessari gerð. Nú á umhverfisráðherra leik og hans er að sýna að hann sé réttur ráðherra á réttum stað. Nú hafa Landvernd og Náttúrufræðistofnun Íslands hvatt ráðherrann til að friðlýsa svæði við Drangajökul sem spannar virkjanasvæði hinnar mjög svo umdeildu Hvalárvirkjunar á Ströndum. Virkjanahugmyndir yrðu þar með væntanlega slegnar út af borðinu. Rökin fyrir þessari friðlýsingu eru augljós, verið er að vernda einstök ósnortin víðerni. Þessum ómetanlegu verðmætum mega Íslendingar ekki fyrir nokkurn mun fórna. Andvaraleysi getur verið hættulegt og leitt til þess að menn vakni einn daginn upp við vondan draum og átti sig á því að landið hefur verið selt úr höndum þeirra. Þá er auðvelt fyrir menn að reka upp ramakvein og iðrast aðgerðaleysis síns en það breytir ekki þeirri dapurlegu staðreynd að með þögn sinni lögðu þeir samþykki yfir það að náttúruperlum yrði eytt í þágu virkjana. Það væri hrikalegur álitshnekkir fyrir Vinstri græn ef þau bregðast í þessu máli. Á hverju flokksþinginu á fætur öðru ályktar flokkurinn um mikilvægi náttúruverndar og talar fjálglega um eflingu umhverfisvitundar. Eldmessur á landsfundum lífga upp á samkomuna en duga ekki einar sér. Það þarf að koma hugsjónamálum í framkvæmd þegar tækifæri gefst til. Nú þegar Vinstri græn eru í ríkisstjórn verður flokkurinn að gera þessar áherslur sínar sýnilegar. Varla vilja Vinstri græn vera ábyrg fyrir því að hafa í ríkisstjórnarsamstarfi samþykkt að fórna náttúrugersemum þessa lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ekki hefur farið mikið fyrir áherslum Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er hið sterka og leiðandi afl. Fari fram sem horfir munu Vinstri græn stórskaðast á samstarfinu. Það er þó ekki of seint fyrir flokkinn að endurheimta sjálfsvirðinguna. Það á nefnilega ekki að vera lögmál að þeir flokkar sem fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn verði á örskömmum tíma viljalaust verkfæri í höndum íhaldsins. Vinstri græn verða að hrista af sér slenið. Þar verður hugumstór einstaklingur að hafa frumkvæði og til þess hefur umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nú ágætis tækifæri. Vinstri græn hafa fram að þessu getað borið höfuðið hátt þegar kemur að stefnu í umhverfismálum því náttúruvernd hefur verið þeim mikið hjartans mál. Það verður ekki tekið af Vinstri grænum að þar á bæ kann heimilisfólk að meta verðmæti ósnortinnar náttúru. Nú er komið að Vinstri grænum að sanna þessa umhyggju í verki. Enginn ráðherra er betur til þess fallinn en áðurnefndur Guðmundur Ingi, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar. Sem umhverfisráðherra á hann að vera einn af gæslumönnum náttúrunnar og nýta vald sitt í þágu hennar. Það eru næg dæmi um ráðherra sem sitja með hendur í skauti í þægilegum ráðherrastól, hæstánægðir með titilinn, en eru svo verklitlir að engu er líkara en þeir leggi kapp á að aðhafast sem minnst. Þegar þeir svo hverfa á braut, eins og ráðherrar gera að lokum, skilja þeir lítið eftir sig og eru fljótir að gleymast. Því verður ekki trúað að fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar sé stjórnmálamaður af þessari gerð. Nú á umhverfisráðherra leik og hans er að sýna að hann sé réttur ráðherra á réttum stað. Nú hafa Landvernd og Náttúrufræðistofnun Íslands hvatt ráðherrann til að friðlýsa svæði við Drangajökul sem spannar virkjanasvæði hinnar mjög svo umdeildu Hvalárvirkjunar á Ströndum. Virkjanahugmyndir yrðu þar með væntanlega slegnar út af borðinu. Rökin fyrir þessari friðlýsingu eru augljós, verið er að vernda einstök ósnortin víðerni. Þessum ómetanlegu verðmætum mega Íslendingar ekki fyrir nokkurn mun fórna. Andvaraleysi getur verið hættulegt og leitt til þess að menn vakni einn daginn upp við vondan draum og átti sig á því að landið hefur verið selt úr höndum þeirra. Þá er auðvelt fyrir menn að reka upp ramakvein og iðrast aðgerðaleysis síns en það breytir ekki þeirri dapurlegu staðreynd að með þögn sinni lögðu þeir samþykki yfir það að náttúruperlum yrði eytt í þágu virkjana. Það væri hrikalegur álitshnekkir fyrir Vinstri græn ef þau bregðast í þessu máli. Á hverju flokksþinginu á fætur öðru ályktar flokkurinn um mikilvægi náttúruverndar og talar fjálglega um eflingu umhverfisvitundar. Eldmessur á landsfundum lífga upp á samkomuna en duga ekki einar sér. Það þarf að koma hugsjónamálum í framkvæmd þegar tækifæri gefst til. Nú þegar Vinstri græn eru í ríkisstjórn verður flokkurinn að gera þessar áherslur sínar sýnilegar. Varla vilja Vinstri græn vera ábyrg fyrir því að hafa í ríkisstjórnarsamstarfi samþykkt að fórna náttúrugersemum þessa lands.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar