Ný hugsun skilar árangri Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 27. júní 2018 07:00 Það er ekki ýkja langt síðan ferðaþjónusta var tiltölulega lítil atvinnugrein á Íslandi, lítil en vaxandi og með mikla framtíðarmöguleika – eins og þeir vissu sem gáfu henni gaum. En ferðaþjónusta var alltaf hálfgert olnbogabarn í stjórnkerfinu. Hún átti í raun hvergi heima, fékk litla athygli, sáralítið vægi – hvað þá fyrirhyggju eða nokkurn stuðning sem heitið gat. Hún kraumaði í rólegheitum undir yfirborðinu, þar sem hún óx úr grasi, mest fyrir tilstilli einkaframtaksins. Hún var í mesta lagi nefnd á nafn í hátíðarræðum og í seinni fréttum í sjónvarpinu, ef mikil tíðindi urðu. Í kjölfar efnahagshrunsins og falls íslensku krónunnar sprakk ferðaþjónustan hins vegar út af svo gríðarlegum krafti að ekki varð lengur fram hjá henni horft og þýðing hennar fyrir íslenskt efnahagslíf hefur farið stigvaxandi æ síðan. Frá árinu 2010 hefur hlutfall ferðaþjónustu af heildarútflutningstekjum Íslands farið úr 19% í 42% og beinum störfum í greininni hefur á sama tíma fjölgað um 55%. Ferðaþjónusta er nú orðin stærsta útflutningsgrein Íslendinga og burðarás í efnahagslífi landsins.Framsýnt og nauðsynlegt skref Eftir að vaxtarskeið ferðaþjónustu hófst, þá ákváðu stjórnvöld í samvinnu við atvinnugreinina að fara í stefnumótun fyrir ferðaþjónustu. Þá kom í ljós að forsendur til að hefja slíka vinnu voru ekki fyrir hendi, þar sem mjög lítið var til af upplýsingum og áreiðanlegum gögnum til að byggja á. Sú uppgötvun var fræið sem síðar varð að hinu einstaka fyrirbæri sem var gefið nafnið Stjórnstöð ferðamála. Stjórnstöð ferðamála er tímabundið „private-public“ verkefni með þátttöku fjögurra ráðuneyta, Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka íslenskra sveitarfélaga. Ferðaþjónusta er óhemju víðfeðm atvinnugrein sem snertir ótal ólíka anga stjórnsýslunnar, mörg ráðuneyti og stofnanir, sveitarfélög landsins og svo auðvitað fyrirtækin sem starfa innan hennar. Þessir aðilar þurfa því allir að tala saman og vinna saman að hagsmunamálum ferðaþjónustu og samspili hennar við samfélagið. Það er auðséð að slík samvinna er flókin og tímafrek – ferðaþjónustan í landinu mátti hins vegar engan tíma missa. Hið framsýna skref sem stofnun Stjórnstöðvarinnar var bætti svo um munaði upp þann tíma sem hafði tapast við að koma skikki á þau ótal mál sem krefjast samvinnu allra þessara ólíku hópa. Hún skapaði nauðsynlegt samtal milli stofnana og atvinnulífs, opnaði flóðgáttir upplýsinga, rauf múra, jók gagnkvæman skilning og hefur sett málefni ferðaþjónustu ofar í huga þeirra sem sýsla með málefni hennar af hálfu hins opinbera. Einstök samvinna Stjórnstöðin er vissulega óvenjuleg og einstakt að svona samvinnu sé komið á á milli stjórnvalda og atvinnulífs. Vegna þess hefur borið á gagnrýni og tortryggni í hennar garð en þær raddir eru nú að þagna ein af annarri í ljósi þess ótrúlega starfs sem Stjórnstöðin hefur unnið á þessum rúmu tveimur árum sem hún hefur verið starfrækt. Á þeim tíma hefur málefnum ferðaþjónustunnar fleygt fram margfalt hraðar en annars hefði orðið. Á þessum tíma hefur um 70 ólíkum verkefnum verið hleypt af stokkunum og meirihluta þeirra er þegar lokið eða þeim verið komið fyrir annars staðar til framtíðar, eftir upphafsstarf í Stjórnstöðinni. Má þar nefna Mælaborð ferðaþjónustunnar sem er upplýsingaveita sem sýnir upplýsingar um ferðaþjónustuna á einum stað og birtir þær með myndrænum hætti, og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sem hefur það hlutverk að auka hæfni starfsfólks, gæði, starfsánægju og arðsemi í ferðaþjónustu. Langt á veg komin er rannsókn um þolmörk Íslands gagnvart ferðamönnum, sem er gríðarlega brýnt verkefni. Fram undan er eitt mikilvægasta verkefnið, en það er stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir Ísland, sem – þökk sé Stjórnstöð ferðamála – hefur töluvert mikla möguleika á að lenda ekki í skýrslubunkanum í skúffunni heldur verða alvöru stefnumótun sem hjálpar okkur öllum að byggja upp gæðaferðaþjónustu til framtíðar, þjóðinni allri til heilla.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Það er ekki ýkja langt síðan ferðaþjónusta var tiltölulega lítil atvinnugrein á Íslandi, lítil en vaxandi og með mikla framtíðarmöguleika – eins og þeir vissu sem gáfu henni gaum. En ferðaþjónusta var alltaf hálfgert olnbogabarn í stjórnkerfinu. Hún átti í raun hvergi heima, fékk litla athygli, sáralítið vægi – hvað þá fyrirhyggju eða nokkurn stuðning sem heitið gat. Hún kraumaði í rólegheitum undir yfirborðinu, þar sem hún óx úr grasi, mest fyrir tilstilli einkaframtaksins. Hún var í mesta lagi nefnd á nafn í hátíðarræðum og í seinni fréttum í sjónvarpinu, ef mikil tíðindi urðu. Í kjölfar efnahagshrunsins og falls íslensku krónunnar sprakk ferðaþjónustan hins vegar út af svo gríðarlegum krafti að ekki varð lengur fram hjá henni horft og þýðing hennar fyrir íslenskt efnahagslíf hefur farið stigvaxandi æ síðan. Frá árinu 2010 hefur hlutfall ferðaþjónustu af heildarútflutningstekjum Íslands farið úr 19% í 42% og beinum störfum í greininni hefur á sama tíma fjölgað um 55%. Ferðaþjónusta er nú orðin stærsta útflutningsgrein Íslendinga og burðarás í efnahagslífi landsins.Framsýnt og nauðsynlegt skref Eftir að vaxtarskeið ferðaþjónustu hófst, þá ákváðu stjórnvöld í samvinnu við atvinnugreinina að fara í stefnumótun fyrir ferðaþjónustu. Þá kom í ljós að forsendur til að hefja slíka vinnu voru ekki fyrir hendi, þar sem mjög lítið var til af upplýsingum og áreiðanlegum gögnum til að byggja á. Sú uppgötvun var fræið sem síðar varð að hinu einstaka fyrirbæri sem var gefið nafnið Stjórnstöð ferðamála. Stjórnstöð ferðamála er tímabundið „private-public“ verkefni með þátttöku fjögurra ráðuneyta, Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka íslenskra sveitarfélaga. Ferðaþjónusta er óhemju víðfeðm atvinnugrein sem snertir ótal ólíka anga stjórnsýslunnar, mörg ráðuneyti og stofnanir, sveitarfélög landsins og svo auðvitað fyrirtækin sem starfa innan hennar. Þessir aðilar þurfa því allir að tala saman og vinna saman að hagsmunamálum ferðaþjónustu og samspili hennar við samfélagið. Það er auðséð að slík samvinna er flókin og tímafrek – ferðaþjónustan í landinu mátti hins vegar engan tíma missa. Hið framsýna skref sem stofnun Stjórnstöðvarinnar var bætti svo um munaði upp þann tíma sem hafði tapast við að koma skikki á þau ótal mál sem krefjast samvinnu allra þessara ólíku hópa. Hún skapaði nauðsynlegt samtal milli stofnana og atvinnulífs, opnaði flóðgáttir upplýsinga, rauf múra, jók gagnkvæman skilning og hefur sett málefni ferðaþjónustu ofar í huga þeirra sem sýsla með málefni hennar af hálfu hins opinbera. Einstök samvinna Stjórnstöðin er vissulega óvenjuleg og einstakt að svona samvinnu sé komið á á milli stjórnvalda og atvinnulífs. Vegna þess hefur borið á gagnrýni og tortryggni í hennar garð en þær raddir eru nú að þagna ein af annarri í ljósi þess ótrúlega starfs sem Stjórnstöðin hefur unnið á þessum rúmu tveimur árum sem hún hefur verið starfrækt. Á þeim tíma hefur málefnum ferðaþjónustunnar fleygt fram margfalt hraðar en annars hefði orðið. Á þessum tíma hefur um 70 ólíkum verkefnum verið hleypt af stokkunum og meirihluta þeirra er þegar lokið eða þeim verið komið fyrir annars staðar til framtíðar, eftir upphafsstarf í Stjórnstöðinni. Má þar nefna Mælaborð ferðaþjónustunnar sem er upplýsingaveita sem sýnir upplýsingar um ferðaþjónustuna á einum stað og birtir þær með myndrænum hætti, og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sem hefur það hlutverk að auka hæfni starfsfólks, gæði, starfsánægju og arðsemi í ferðaþjónustu. Langt á veg komin er rannsókn um þolmörk Íslands gagnvart ferðamönnum, sem er gríðarlega brýnt verkefni. Fram undan er eitt mikilvægasta verkefnið, en það er stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir Ísland, sem – þökk sé Stjórnstöð ferðamála – hefur töluvert mikla möguleika á að lenda ekki í skýrslubunkanum í skúffunni heldur verða alvöru stefnumótun sem hjálpar okkur öllum að byggja upp gæðaferðaþjónustu til framtíðar, þjóðinni allri til heilla.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun