Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. júní 2018 22:15 Reykjavíkurborg hefur kallað eftir fjölda umsagna um tónlistarhátíðina Secret Solstice sem verða ræddar í borgarráði áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hátíðarinnar. Foreldrasamtök segja áfengis- og fíkniefnaneyslu sem tengist hátíðinni ekki eiga heima á íþróttasvæði í miðju íbúðarhverfi. Tónlistarhátíðin Secret Solstice var haldin í Laugardalnum um helgina í fimmta sinn. Hátíðin hefur farið stækkandi með hverju ári og voru nú um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Um níutíu fíkniefnamál komu upp á hátíðinni auk þess sem lögreglu bárust á annan tug kvartana frá íbúum vegna hávaða.Stjórnir foreldrafélaga Laugalæknar- og Lauganesskóla hafa farið þess á leit við borgaryfirvöld að samingum við skipuleggjendur verði tafarlaust rift vegna ónæðis. „Ég sé til dæmis ekki alveg hvernig þess konar hátíð sem mér finnst draga að óheilbrigða áfengisneyslu ungs fólks og unglinga og vímuefnaneyslu samræmist við heilsueflandi markmið Reykjavíkurborgar,“ segir Þórunn Steindórsdóttir, formaður foreldrafélaga Laugalækjarskóla. Hún segir hópa sem ekki áttu leið á hátíðina sjálfa hafa dregist að henni. Unglingar hafi safnast saman með svokölluð skottpartí í bílum sínum, selt þar áfengi og að íbúar hafi varla þorað með ung börn á leiksvæði daginn eftir hátíðarhöld vegna óhreininda. Þá liggi hluti svæðisins sem nýtt var undir hátíðina undir skemmdum. „Þetta eru grasvellir sem er spilað hér á. Æfingar hafa fallið niður hjá börnum og unglingum og munu ekki fara í gang á næstunni vegna þess að grasið er illa farið og skemmt,“ segir Þórunn. Reykjavíkurborg hefur þegar kallað eftir umsögnum frá íþróttafélögum á svæðinu, foreldra- og íbúasamtökum og öðrum hagsmunaaðilum og verða þær lagðar fyrir borgarráð áður en tekin verður ákvörðun um leyfisveitingu fyrir hátíðina að ári. „Þetta er mjög viðkvæmt og við verðum að passa hvernig við gerum þetta. Ég heyri og skil vel áhyggjur foreldra. Þau hafa staðið sig gríðarlega vel fólkið sem þarna tók þátt í þessu grasrótarstarfi að fylgjast með og þau eiga góðar þakkir skilið fyrir það en við verðum bara að skoða þetta allt saman í heild,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur kallað eftir fjölda umsagna um tónlistarhátíðina Secret Solstice sem verða ræddar í borgarráði áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hátíðarinnar. Foreldrasamtök segja áfengis- og fíkniefnaneyslu sem tengist hátíðinni ekki eiga heima á íþróttasvæði í miðju íbúðarhverfi. Tónlistarhátíðin Secret Solstice var haldin í Laugardalnum um helgina í fimmta sinn. Hátíðin hefur farið stækkandi með hverju ári og voru nú um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Um níutíu fíkniefnamál komu upp á hátíðinni auk þess sem lögreglu bárust á annan tug kvartana frá íbúum vegna hávaða.Stjórnir foreldrafélaga Laugalæknar- og Lauganesskóla hafa farið þess á leit við borgaryfirvöld að samingum við skipuleggjendur verði tafarlaust rift vegna ónæðis. „Ég sé til dæmis ekki alveg hvernig þess konar hátíð sem mér finnst draga að óheilbrigða áfengisneyslu ungs fólks og unglinga og vímuefnaneyslu samræmist við heilsueflandi markmið Reykjavíkurborgar,“ segir Þórunn Steindórsdóttir, formaður foreldrafélaga Laugalækjarskóla. Hún segir hópa sem ekki áttu leið á hátíðina sjálfa hafa dregist að henni. Unglingar hafi safnast saman með svokölluð skottpartí í bílum sínum, selt þar áfengi og að íbúar hafi varla þorað með ung börn á leiksvæði daginn eftir hátíðarhöld vegna óhreininda. Þá liggi hluti svæðisins sem nýtt var undir hátíðina undir skemmdum. „Þetta eru grasvellir sem er spilað hér á. Æfingar hafa fallið niður hjá börnum og unglingum og munu ekki fara í gang á næstunni vegna þess að grasið er illa farið og skemmt,“ segir Þórunn. Reykjavíkurborg hefur þegar kallað eftir umsögnum frá íþróttafélögum á svæðinu, foreldra- og íbúasamtökum og öðrum hagsmunaaðilum og verða þær lagðar fyrir borgarráð áður en tekin verður ákvörðun um leyfisveitingu fyrir hátíðina að ári. „Þetta er mjög viðkvæmt og við verðum að passa hvernig við gerum þetta. Ég heyri og skil vel áhyggjur foreldra. Þau hafa staðið sig gríðarlega vel fólkið sem þarna tók þátt í þessu grasrótarstarfi að fylgjast með og þau eiga góðar þakkir skilið fyrir það en við verðum bara að skoða þetta allt saman í heild,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.
Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39
Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13
Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33
Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57