Lífið

Hera landar hlutverki í nýrri þáttaröð skapara Mad Men

Atli Ísleifsson skrifar
Hera Hilmarsdóttir fer með hlutverk í stórmyndinni Mortal Engines sem frumsýnd verður í lok þessa árs.
Hera Hilmarsdóttir fer með hlutverk í stórmyndinni Mortal Engines sem frumsýnd verður í lok þessa árs. Fréttablaðið/Stefán
Leikkonan Hera Hilmarsdóttir hefur bæst í hóp leikara The Romanoffs, nýrrar þáttaraðar sem framleidd er af Amazon. Aðalsprauta þáttanna er Matthew Weiner sem þekktastur er fyrir að hafa skapað hina margverðlaunuðu þætti, Mad Men.

Í frétt Deadline kemur fram að Hera muni fara með hlutverk Ondine, „tignarlegrar veru sem er fær um illsku“, í þætti sem ber nafnið The One That Holds Everything.

Í þáttaröðinni eru sagðar sögur fólks sem allt á það sameiginlegt að það telur sem vera afkomendur rússnesku konungsfjölskyldunnar.

Á meðal annarra sem fara með hlutverk í þáttunum eru Diane Lane, Aaron Eckhart, Christina Hendricks, Amanda Peet, og Paul Reiser.

Hera mun birtast í stórmyndinni Mortal Engines sem frumsýnd verður í desember þar sem hún fer með hlutverk launmorðingjans Hester Shaw.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.