Innlent

Björgunarsveitir enn á ný kallaðar út á Fimmvörðuháls

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá aðgerðum björgunarsveita á Fimmvörðuhálsi í gær. Aðstæður eru erfiðar á svæðinu.
Frá aðgerðum björgunarsveita á Fimmvörðuhálsi í gær. Aðstæður eru erfiðar á svæðinu. Mynd/Orri Örvarsson
Göngufólk á Fimmvörðuhálsi, erlent par, óskaði eftir aðstoð björgunarsveita rétt fyrir átta í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg heldur fólkið til í Baldvinsskála eftir að hafa örmagnast á göngu og treystir sér ekki til að halda lengra án aðstoðar.

Hópur björgunarsveitarmanna er nú á leið til fólksins en um er að ræða fjórða útkall björgunarsveita á Suðurlandi á rúmum sólarhring og það þriðja á Fimmvörðuháls.

Mikill nýfallinn snjór er á svæðinu og er færð erfiðari á hálendinu en oft áður. Því eru meiri líkur á að fólk vanmeti aðstæður áður en haldið er í ferðalag um svæðið, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×