Segir Íslendinga með bjartsýnina í genunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. júní 2018 06:00 Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í gær Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, telur að það sé í eðli okkar Íslendinga að vera afar bjartsýn og vonast eftir því besta. Hann mætti ásamt Aroni Einari Gunnarssyni, fyrirliða landsliðsins, á blaðamannafund Íslands fyrir leikinn gegn Króatíu í gær og var létt yfir okkar manni eins og alltaf. Vakti það athygli blaðamanns sem spurði Heimi út í bjartsýni Íslendinga og það stóð ekki á svörum. „Þetta er eitthvað í genum okkar Íslendinga, ég veit ekki hvað það er. Gott dæmi um það er Eurovision, við höldum á hverju ári að við munum vinna keppnina en við komumst aldrei inn á úrslitakvöldið,“ sagði Heimir og uppskar hlátrasköll íslenskra sem og erlendra blaðamanna. Ísland mætir Króatíu í lokaleik D-riðilsins á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rostov við Don í dag en Ísland er ekki lengur með örlögin í eigin höndum. Eftir tap gegn Nígeríu um helgina þarf Ísland að treysta á hagstæð úrslit úr leik Nígeríu og Argentínu ásamt því að vinna leik sinn gegn Króatíu til að komast áfram. Þrátt fyrir það var Heimir hinn jákvæðasti á fundinum enda ennþá möguleikar á að komast í 16-liða úrslitin sem var markmið landsliðsins. „Íslendingar eru að eðlisfari mjög bjartsýnir, þó að við töpum einum leik þá búast allir bara við því að við vinnum þann næsta. Ef úrslitin detta svo með okkur á morgun fer fólk heima að tala um að við séum að fara að verða heimsmeistarar.“ Leikurinn mikilvægi hefst klukkan 21.00 að staðartíma, klukkan 18.00 að íslenskum tíma, en annan leikinn í röð verður hitastigið um þrjátíu gráður meðan á leik stendur. Heimir telur að það muni ekki trufla landsliðið í leiknum. „Við æfum yfirleitt á heitasta tíma dagsins og kusum að vera með æfingabúðir á einum heitasta stað Rússlands, Gelendzhík, til að undirbúa leikmenn betur fyrir þessar aðstæður. Auðvitað er ekki sami ákafi á æfingunum en okkur hefur tekist vel að aðlagast þessum aðstæðum,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þetta króatíska lið getur farið alla leið Kári Árnason segir króatíska liðið það gott að það getur farið alla leið í mótinu. 25. júní 2018 09:00 Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Þjálfari Króatíu: Tapið gegn Íslandi var sárt Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. 25. júní 2018 16:33 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, telur að það sé í eðli okkar Íslendinga að vera afar bjartsýn og vonast eftir því besta. Hann mætti ásamt Aroni Einari Gunnarssyni, fyrirliða landsliðsins, á blaðamannafund Íslands fyrir leikinn gegn Króatíu í gær og var létt yfir okkar manni eins og alltaf. Vakti það athygli blaðamanns sem spurði Heimi út í bjartsýni Íslendinga og það stóð ekki á svörum. „Þetta er eitthvað í genum okkar Íslendinga, ég veit ekki hvað það er. Gott dæmi um það er Eurovision, við höldum á hverju ári að við munum vinna keppnina en við komumst aldrei inn á úrslitakvöldið,“ sagði Heimir og uppskar hlátrasköll íslenskra sem og erlendra blaðamanna. Ísland mætir Króatíu í lokaleik D-riðilsins á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rostov við Don í dag en Ísland er ekki lengur með örlögin í eigin höndum. Eftir tap gegn Nígeríu um helgina þarf Ísland að treysta á hagstæð úrslit úr leik Nígeríu og Argentínu ásamt því að vinna leik sinn gegn Króatíu til að komast áfram. Þrátt fyrir það var Heimir hinn jákvæðasti á fundinum enda ennþá möguleikar á að komast í 16-liða úrslitin sem var markmið landsliðsins. „Íslendingar eru að eðlisfari mjög bjartsýnir, þó að við töpum einum leik þá búast allir bara við því að við vinnum þann næsta. Ef úrslitin detta svo með okkur á morgun fer fólk heima að tala um að við séum að fara að verða heimsmeistarar.“ Leikurinn mikilvægi hefst klukkan 21.00 að staðartíma, klukkan 18.00 að íslenskum tíma, en annan leikinn í röð verður hitastigið um þrjátíu gráður meðan á leik stendur. Heimir telur að það muni ekki trufla landsliðið í leiknum. „Við æfum yfirleitt á heitasta tíma dagsins og kusum að vera með æfingabúðir á einum heitasta stað Rússlands, Gelendzhík, til að undirbúa leikmenn betur fyrir þessar aðstæður. Auðvitað er ekki sami ákafi á æfingunum en okkur hefur tekist vel að aðlagast þessum aðstæðum,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þetta króatíska lið getur farið alla leið Kári Árnason segir króatíska liðið það gott að það getur farið alla leið í mótinu. 25. júní 2018 09:00 Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Þjálfari Króatíu: Tapið gegn Íslandi var sárt Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. 25. júní 2018 16:33 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Þetta króatíska lið getur farið alla leið Kári Árnason segir króatíska liðið það gott að það getur farið alla leið í mótinu. 25. júní 2018 09:00
Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30
Þjálfari Króatíu: Tapið gegn Íslandi var sárt Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. 25. júní 2018 16:33