Erlent

Buzz Aldrin stefnir börnum sínum

Sylvía Hall skrifar
Buzz Aldrin.
Buzz Aldrin. Vísir/Getty
Buzz Aldrin, fyrrverandi geimfari og annar maðurinn til þess að ganga á tunglinu, hefur stefnt tveimur af þremur börnum sínum fyrir misnotkun á greiðslukortum, ólöglegar millifærslur og meiðyrði, en börnin hafa haldið því fram að Aldrin þjáist af elliglöpum. Einnig er starfsmaður Aldrin talinn tengjast málinu.

Dómstólar hafa úrskurðað að Aldrin skuli gangast undir hæfnismat í vikunni þar sem börnin tvö hafa farið fram á að verða lögráðamenn hans. Þau segja föður sinn umgangast nýja vini sem reyndu að einangra hann frá fjölskyldunni, og hann hafi verið að eyða fjármunum sínum á ógnarhraða.

Í apríl síðastliðnum lét Aldrin sjálfur framkvæma heilsumat og voru niðurstöðurnar þær að hann væri fullfær að sjá um eigin fjármál og heilsu, en hann er 88 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×