Rússi fékk miða og landsliðstreyju að gjöf frá íslenskum vinum Kolbeinn Tumi Daðason í Rostov við Don skrifar 26. júní 2018 09:15 Dmitry, lengst til hægri, ásamt íslensku vinum sínum Atla Birni, Ásdísi Jónu og Birni Víkingi. Karlalandslið Íslands mætir Króatíu í lokaumferð riðlakeppni HM í Rostov í kvöld. Á vellinum verður rússneskur heimamaður sem fór á Nígeríuleikinn þökk sé íslenskum stuðningsmönnum sem gáfu honum miða og landsliðstreyju. Hann ætlar að öskra úr sér lungun til að tryggja íslenskan sigur. Dmitry Shueyko selur BMW mini bíla í stærstu borgum Rússlands. Hann sá íslenska liðið sigra England á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum og tók ástfóstri við strákana okkar. Óvæntur miði „Íslenska liðið er frábært dæmi um hvernig á að spila með heiður og hugrekki að vopni, og hvernig á að vinna leiki án fagmennsku eins og Þjóðverjarnir hafa eða hæfileikanna sem Brasilía hefur,“ segir Dmitry. Dmitry er uppalinn hér í Rostov en býr í Moskvu. Hann átti miða á leikinn gegn Króatíu og vinur hans hjá McDonald’s, einum styrktaraðila keppninnar, útvegaði honum eftirsótta miða á leikinn gegn Argentínu. Ekki stóð til að fara á leik númer tvö, gegn Nígeríu í Volgograd, fyrr en hann hitti þrjá Íslendinga fyrir tilviljun í Moskvu. „Við áttum yndislega stund saman yfir kvöldverði og svo gáfu þau mér miða á Nígeríuleikinn, sem þau höfðu fengið að gjöf frá Mexíkóum,“ segir Dmitry. Gjöfin hafi komið honum í opna skjöldu Það verða læti Auðvitað stökk Dmitry á tilboðið, ók 1000 kílómetra til Volgograd, hitti íslensku vini sína aftur sem gáfu honum íslenska landsliðstreyju sem hann fer helst ekki úr. Og nú er Dmitry mættur til Rostov við Don og er vægast sagt bjartsýnn á íslenskan sigur. „Ég er handviss. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja íslenskan sigur,“ segir Dmitry sem ætlar að öskra, klappa og láta öllum illum látum. Öll hans orka muni fara í að skila þremur stigum.Rætt var við Dmitry í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira
Karlalandslið Íslands mætir Króatíu í lokaumferð riðlakeppni HM í Rostov í kvöld. Á vellinum verður rússneskur heimamaður sem fór á Nígeríuleikinn þökk sé íslenskum stuðningsmönnum sem gáfu honum miða og landsliðstreyju. Hann ætlar að öskra úr sér lungun til að tryggja íslenskan sigur. Dmitry Shueyko selur BMW mini bíla í stærstu borgum Rússlands. Hann sá íslenska liðið sigra England á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum og tók ástfóstri við strákana okkar. Óvæntur miði „Íslenska liðið er frábært dæmi um hvernig á að spila með heiður og hugrekki að vopni, og hvernig á að vinna leiki án fagmennsku eins og Þjóðverjarnir hafa eða hæfileikanna sem Brasilía hefur,“ segir Dmitry. Dmitry er uppalinn hér í Rostov en býr í Moskvu. Hann átti miða á leikinn gegn Króatíu og vinur hans hjá McDonald’s, einum styrktaraðila keppninnar, útvegaði honum eftirsótta miða á leikinn gegn Argentínu. Ekki stóð til að fara á leik númer tvö, gegn Nígeríu í Volgograd, fyrr en hann hitti þrjá Íslendinga fyrir tilviljun í Moskvu. „Við áttum yndislega stund saman yfir kvöldverði og svo gáfu þau mér miða á Nígeríuleikinn, sem þau höfðu fengið að gjöf frá Mexíkóum,“ segir Dmitry. Gjöfin hafi komið honum í opna skjöldu Það verða læti Auðvitað stökk Dmitry á tilboðið, ók 1000 kílómetra til Volgograd, hitti íslensku vini sína aftur sem gáfu honum íslenska landsliðstreyju sem hann fer helst ekki úr. Og nú er Dmitry mættur til Rostov við Don og er vægast sagt bjartsýnn á íslenskan sigur. „Ég er handviss. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja íslenskan sigur,“ segir Dmitry sem ætlar að öskra, klappa og láta öllum illum látum. Öll hans orka muni fara í að skila þremur stigum.Rætt var við Dmitry í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira