Hannes vinsæll á kínverskum samfélagsmiðlum Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2018 07:51 Hannes Þór Halldórsson grípur ekki bara bolta - heldur líka athygli. VÍSIR/VILHELM Þrátt fyrir grátlegt tap gegn Nígeríu á föstudag hefur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vakið mikla eftirtekt í Kína frá því að heimsmeistaramótið hófst í Rússlandi. Kínverjar, þrátt fyrir að vera ríflega 1,4 milljarðar talsins, eiga ekki landslið á mótinu í ár. Þeim þykir því harla merkilegt að smáþjóðin Íslendingar leiki nú á stærsta fótboltasviði heimsins. Jafntefli íslenska landsliðsins gegn Argentínu þótti mikið afrek á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. „Ísland er kannski lítið land á heimsmeistaramótinu, en það fangaði hug og hjörtu okkar,“ segir í færslu eins kínversks netverja sem deilt hefur verið mörgþúsund sinnum. Forvitnilegar greinar um íslenska landsliðið hafa að sama skapi farið á mikið flug á Weibo. Það að landsliðsþjálfarinn sé tannlæknir og markmaðurinn sé kvikmyndagerðarmaður þykir þannig gríðarlega merkilegt eystra, en rúmlega 100 þúsund kínverjar hafa deilt frétt um málið á samfélagsmiðlinum. Þá er Hannes Þór Halldórsson sagður hafa öðlast rúmlega 30 þúsund nýja fylgjendur á Weibo á tveimur sólarhringum eftir fræknar markvörslur hans gegn Argentínu. Næstum 50 þúsund Kínverjar fylgjast nú með færslum markmannsins á miðlinum.Á síðu Hannesar má sjá myndbandsskilaboð hans til fylgjenda sinna. Í þeim hvetur hann þá til að styðja íslenska landsliðið í blíðu og stríðu. Skilaboðunum hefur verið deilt næstum 7 þúsund sinnum og fengið rúmlega 50 þúsund kínversk „læk.“ Þessi mikla athygli í Kína er sögð hafa skilað sér í auknum áhuga á Íslandsferðum. Haft er eftir starfsmanni ferðaskrifstofu í Peking á vef ECNS að fyrirspurnum um Ísland hafi fjölgað mikið frá því að heimsmeistaramótið hófst. Sendiherra Íslands í Kína, Gunnar Snorri Gunnarsson, segir í samtali við sama miðil að Íslendingar taki Kínverjum fagnandi. Um 20 þúsund kínverskir ferðamenn hafi sótt landið heim á síðasta ári og unnið sé að því að einfalda vegabréfsáritunarferlið fyrir Kínverja. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að kínverskum ferðamönnum fjölgi á Íslandi á næstu árum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik kominn með milljón fylgjendur á Instagram í krafti einstakrar fegurðar Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. 23. júní 2018 22:19 „Hvað færðu út ef þú blandar saman Chris Hemsworth og Brad Pitt með dassi af Channing Tatum?“ Vinsældir Rúriks Gíslasonar leikmanns íslenska landsliðsins í fótbolta ætla engan enda að taka. Þann 16.júní síðastliðinn var Rúrik með um 40 þúsund fylgjendur á Instagram en þegar þetta er skrifað er hann komin með yfir 870 þúsund fylgjendur. 22. júní 2018 21:38 Stelpurnar sem sigruðu utanvallar Eftir mynd með ungri stelpu enduðu Hera og Gurrý í viðtölum við fjölmargar fréttastofur, fólk dreif að og bað um mynd. Fylgjendunum fjölgar á Instagram og eru þær í hópi flottustu áhorfenda HM að mati íþróttavefsíðu. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Þrátt fyrir grátlegt tap gegn Nígeríu á föstudag hefur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vakið mikla eftirtekt í Kína frá því að heimsmeistaramótið hófst í Rússlandi. Kínverjar, þrátt fyrir að vera ríflega 1,4 milljarðar talsins, eiga ekki landslið á mótinu í ár. Þeim þykir því harla merkilegt að smáþjóðin Íslendingar leiki nú á stærsta fótboltasviði heimsins. Jafntefli íslenska landsliðsins gegn Argentínu þótti mikið afrek á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. „Ísland er kannski lítið land á heimsmeistaramótinu, en það fangaði hug og hjörtu okkar,“ segir í færslu eins kínversks netverja sem deilt hefur verið mörgþúsund sinnum. Forvitnilegar greinar um íslenska landsliðið hafa að sama skapi farið á mikið flug á Weibo. Það að landsliðsþjálfarinn sé tannlæknir og markmaðurinn sé kvikmyndagerðarmaður þykir þannig gríðarlega merkilegt eystra, en rúmlega 100 þúsund kínverjar hafa deilt frétt um málið á samfélagsmiðlinum. Þá er Hannes Þór Halldórsson sagður hafa öðlast rúmlega 30 þúsund nýja fylgjendur á Weibo á tveimur sólarhringum eftir fræknar markvörslur hans gegn Argentínu. Næstum 50 þúsund Kínverjar fylgjast nú með færslum markmannsins á miðlinum.Á síðu Hannesar má sjá myndbandsskilaboð hans til fylgjenda sinna. Í þeim hvetur hann þá til að styðja íslenska landsliðið í blíðu og stríðu. Skilaboðunum hefur verið deilt næstum 7 þúsund sinnum og fengið rúmlega 50 þúsund kínversk „læk.“ Þessi mikla athygli í Kína er sögð hafa skilað sér í auknum áhuga á Íslandsferðum. Haft er eftir starfsmanni ferðaskrifstofu í Peking á vef ECNS að fyrirspurnum um Ísland hafi fjölgað mikið frá því að heimsmeistaramótið hófst. Sendiherra Íslands í Kína, Gunnar Snorri Gunnarsson, segir í samtali við sama miðil að Íslendingar taki Kínverjum fagnandi. Um 20 þúsund kínverskir ferðamenn hafi sótt landið heim á síðasta ári og unnið sé að því að einfalda vegabréfsáritunarferlið fyrir Kínverja. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að kínverskum ferðamönnum fjölgi á Íslandi á næstu árum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik kominn með milljón fylgjendur á Instagram í krafti einstakrar fegurðar Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. 23. júní 2018 22:19 „Hvað færðu út ef þú blandar saman Chris Hemsworth og Brad Pitt með dassi af Channing Tatum?“ Vinsældir Rúriks Gíslasonar leikmanns íslenska landsliðsins í fótbolta ætla engan enda að taka. Þann 16.júní síðastliðinn var Rúrik með um 40 þúsund fylgjendur á Instagram en þegar þetta er skrifað er hann komin með yfir 870 þúsund fylgjendur. 22. júní 2018 21:38 Stelpurnar sem sigruðu utanvallar Eftir mynd með ungri stelpu enduðu Hera og Gurrý í viðtölum við fjölmargar fréttastofur, fólk dreif að og bað um mynd. Fylgjendunum fjölgar á Instagram og eru þær í hópi flottustu áhorfenda HM að mati íþróttavefsíðu. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Rúrik kominn með milljón fylgjendur á Instagram í krafti einstakrar fegurðar Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. 23. júní 2018 22:19
„Hvað færðu út ef þú blandar saman Chris Hemsworth og Brad Pitt með dassi af Channing Tatum?“ Vinsældir Rúriks Gíslasonar leikmanns íslenska landsliðsins í fótbolta ætla engan enda að taka. Þann 16.júní síðastliðinn var Rúrik með um 40 þúsund fylgjendur á Instagram en þegar þetta er skrifað er hann komin með yfir 870 þúsund fylgjendur. 22. júní 2018 21:38
Stelpurnar sem sigruðu utanvallar Eftir mynd með ungri stelpu enduðu Hera og Gurrý í viðtölum við fjölmargar fréttastofur, fólk dreif að og bað um mynd. Fylgjendunum fjölgar á Instagram og eru þær í hópi flottustu áhorfenda HM að mati íþróttavefsíðu. 22. júní 2018 07:00