Hannes vinsæll á kínverskum samfélagsmiðlum Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2018 07:51 Hannes Þór Halldórsson grípur ekki bara bolta - heldur líka athygli. VÍSIR/VILHELM Þrátt fyrir grátlegt tap gegn Nígeríu á föstudag hefur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vakið mikla eftirtekt í Kína frá því að heimsmeistaramótið hófst í Rússlandi. Kínverjar, þrátt fyrir að vera ríflega 1,4 milljarðar talsins, eiga ekki landslið á mótinu í ár. Þeim þykir því harla merkilegt að smáþjóðin Íslendingar leiki nú á stærsta fótboltasviði heimsins. Jafntefli íslenska landsliðsins gegn Argentínu þótti mikið afrek á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. „Ísland er kannski lítið land á heimsmeistaramótinu, en það fangaði hug og hjörtu okkar,“ segir í færslu eins kínversks netverja sem deilt hefur verið mörgþúsund sinnum. Forvitnilegar greinar um íslenska landsliðið hafa að sama skapi farið á mikið flug á Weibo. Það að landsliðsþjálfarinn sé tannlæknir og markmaðurinn sé kvikmyndagerðarmaður þykir þannig gríðarlega merkilegt eystra, en rúmlega 100 þúsund kínverjar hafa deilt frétt um málið á samfélagsmiðlinum. Þá er Hannes Þór Halldórsson sagður hafa öðlast rúmlega 30 þúsund nýja fylgjendur á Weibo á tveimur sólarhringum eftir fræknar markvörslur hans gegn Argentínu. Næstum 50 þúsund Kínverjar fylgjast nú með færslum markmannsins á miðlinum.Á síðu Hannesar má sjá myndbandsskilaboð hans til fylgjenda sinna. Í þeim hvetur hann þá til að styðja íslenska landsliðið í blíðu og stríðu. Skilaboðunum hefur verið deilt næstum 7 þúsund sinnum og fengið rúmlega 50 þúsund kínversk „læk.“ Þessi mikla athygli í Kína er sögð hafa skilað sér í auknum áhuga á Íslandsferðum. Haft er eftir starfsmanni ferðaskrifstofu í Peking á vef ECNS að fyrirspurnum um Ísland hafi fjölgað mikið frá því að heimsmeistaramótið hófst. Sendiherra Íslands í Kína, Gunnar Snorri Gunnarsson, segir í samtali við sama miðil að Íslendingar taki Kínverjum fagnandi. Um 20 þúsund kínverskir ferðamenn hafi sótt landið heim á síðasta ári og unnið sé að því að einfalda vegabréfsáritunarferlið fyrir Kínverja. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að kínverskum ferðamönnum fjölgi á Íslandi á næstu árum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik kominn með milljón fylgjendur á Instagram í krafti einstakrar fegurðar Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. 23. júní 2018 22:19 „Hvað færðu út ef þú blandar saman Chris Hemsworth og Brad Pitt með dassi af Channing Tatum?“ Vinsældir Rúriks Gíslasonar leikmanns íslenska landsliðsins í fótbolta ætla engan enda að taka. Þann 16.júní síðastliðinn var Rúrik með um 40 þúsund fylgjendur á Instagram en þegar þetta er skrifað er hann komin með yfir 870 þúsund fylgjendur. 22. júní 2018 21:38 Stelpurnar sem sigruðu utanvallar Eftir mynd með ungri stelpu enduðu Hera og Gurrý í viðtölum við fjölmargar fréttastofur, fólk dreif að og bað um mynd. Fylgjendunum fjölgar á Instagram og eru þær í hópi flottustu áhorfenda HM að mati íþróttavefsíðu. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Þrátt fyrir grátlegt tap gegn Nígeríu á föstudag hefur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vakið mikla eftirtekt í Kína frá því að heimsmeistaramótið hófst í Rússlandi. Kínverjar, þrátt fyrir að vera ríflega 1,4 milljarðar talsins, eiga ekki landslið á mótinu í ár. Þeim þykir því harla merkilegt að smáþjóðin Íslendingar leiki nú á stærsta fótboltasviði heimsins. Jafntefli íslenska landsliðsins gegn Argentínu þótti mikið afrek á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. „Ísland er kannski lítið land á heimsmeistaramótinu, en það fangaði hug og hjörtu okkar,“ segir í færslu eins kínversks netverja sem deilt hefur verið mörgþúsund sinnum. Forvitnilegar greinar um íslenska landsliðið hafa að sama skapi farið á mikið flug á Weibo. Það að landsliðsþjálfarinn sé tannlæknir og markmaðurinn sé kvikmyndagerðarmaður þykir þannig gríðarlega merkilegt eystra, en rúmlega 100 þúsund kínverjar hafa deilt frétt um málið á samfélagsmiðlinum. Þá er Hannes Þór Halldórsson sagður hafa öðlast rúmlega 30 þúsund nýja fylgjendur á Weibo á tveimur sólarhringum eftir fræknar markvörslur hans gegn Argentínu. Næstum 50 þúsund Kínverjar fylgjast nú með færslum markmannsins á miðlinum.Á síðu Hannesar má sjá myndbandsskilaboð hans til fylgjenda sinna. Í þeim hvetur hann þá til að styðja íslenska landsliðið í blíðu og stríðu. Skilaboðunum hefur verið deilt næstum 7 þúsund sinnum og fengið rúmlega 50 þúsund kínversk „læk.“ Þessi mikla athygli í Kína er sögð hafa skilað sér í auknum áhuga á Íslandsferðum. Haft er eftir starfsmanni ferðaskrifstofu í Peking á vef ECNS að fyrirspurnum um Ísland hafi fjölgað mikið frá því að heimsmeistaramótið hófst. Sendiherra Íslands í Kína, Gunnar Snorri Gunnarsson, segir í samtali við sama miðil að Íslendingar taki Kínverjum fagnandi. Um 20 þúsund kínverskir ferðamenn hafi sótt landið heim á síðasta ári og unnið sé að því að einfalda vegabréfsáritunarferlið fyrir Kínverja. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að kínverskum ferðamönnum fjölgi á Íslandi á næstu árum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik kominn með milljón fylgjendur á Instagram í krafti einstakrar fegurðar Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. 23. júní 2018 22:19 „Hvað færðu út ef þú blandar saman Chris Hemsworth og Brad Pitt með dassi af Channing Tatum?“ Vinsældir Rúriks Gíslasonar leikmanns íslenska landsliðsins í fótbolta ætla engan enda að taka. Þann 16.júní síðastliðinn var Rúrik með um 40 þúsund fylgjendur á Instagram en þegar þetta er skrifað er hann komin með yfir 870 þúsund fylgjendur. 22. júní 2018 21:38 Stelpurnar sem sigruðu utanvallar Eftir mynd með ungri stelpu enduðu Hera og Gurrý í viðtölum við fjölmargar fréttastofur, fólk dreif að og bað um mynd. Fylgjendunum fjölgar á Instagram og eru þær í hópi flottustu áhorfenda HM að mati íþróttavefsíðu. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Rúrik kominn með milljón fylgjendur á Instagram í krafti einstakrar fegurðar Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. 23. júní 2018 22:19
„Hvað færðu út ef þú blandar saman Chris Hemsworth og Brad Pitt með dassi af Channing Tatum?“ Vinsældir Rúriks Gíslasonar leikmanns íslenska landsliðsins í fótbolta ætla engan enda að taka. Þann 16.júní síðastliðinn var Rúrik með um 40 þúsund fylgjendur á Instagram en þegar þetta er skrifað er hann komin með yfir 870 þúsund fylgjendur. 22. júní 2018 21:38
Stelpurnar sem sigruðu utanvallar Eftir mynd með ungri stelpu enduðu Hera og Gurrý í viðtölum við fjölmargar fréttastofur, fólk dreif að og bað um mynd. Fylgjendunum fjölgar á Instagram og eru þær í hópi flottustu áhorfenda HM að mati íþróttavefsíðu. 22. júní 2018 07:00