Fangelsisdómur fyrir klám, ærumeiðingar og blygðunarsemisbrot Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júní 2018 06:00 Landsréttur. Fréttablaðið/Ernir Landsréttur mildaði fyrir helgi dóm yfir Sigurði Dalmann Áslaugarsyni. Hann var dæmdur fyrir brot gegn blygðunarsemi, dreifingu kláms og ærumeiðingar. Sigurður tók upp kynmök sín við annan karlmann og sendi efni úr upptökunni á tvo nafngreinda menn og þáverandi unnustu mannsins. Hann hlaut fimmtán mánaða fangelsi í Landsrétti en hafði fengið tveggja ára fangelsi í héraði. Upphaf málsins má rekja til þess að brotaþoli var í skuld vegna fíkniefnaneyslu. Bað hann Sigurð um að lána sér fé og féllst hann á það gegn því að brotaþoli svæfi hjá sér. Tók síðan þau kynmök upp og geymdi upptökuna. Skuldin var hins vegar ekki greidd og áttu mennirnir eftir að sofa oftar saman. Brotaþoli bar því við að ef hann yrði ekki við því yrðu myndirnar af honum settar í dreifingu. Það var síðar gert þegar Sigurður sendi myndirnar á þáverandi unnustu og barnsmóður brotaþolans í málinu. „Þú veist vel hvaðan þetta er!! og í hvaða skipti.. ég á þetta live allt saman.. 10 min myndband, búinn að vera með camerur síðan það var ráðist inn heim til mín… ég á 4 myndbönd sem ég hef geymt af okkur, ef að ég þyrfti að nýta þau einhvern tímann!!“ sagði í hótun Sigurðar til fórnarlambsins. Sigurður á að baki brotaferil sem nær aftur til ársins 1995. Í héraði hafði refsing verið ákveðin með hliðsjón af eldri dómum sem hann hafði hlotið árin 2011, 2013 og 2014 en honum hafði verið veitt reynslulausn af eftirstöðvum refsingarinnar. Landsréttur taldi hins vegar skilyrði þess að dæma eftirstöðvarnar upp ekki uppfyllt og stytti refsitímann. Þá var Sigurður dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljónir króna í miskabætur en upphæðin var 2 milljónir í héraði. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira
Landsréttur mildaði fyrir helgi dóm yfir Sigurði Dalmann Áslaugarsyni. Hann var dæmdur fyrir brot gegn blygðunarsemi, dreifingu kláms og ærumeiðingar. Sigurður tók upp kynmök sín við annan karlmann og sendi efni úr upptökunni á tvo nafngreinda menn og þáverandi unnustu mannsins. Hann hlaut fimmtán mánaða fangelsi í Landsrétti en hafði fengið tveggja ára fangelsi í héraði. Upphaf málsins má rekja til þess að brotaþoli var í skuld vegna fíkniefnaneyslu. Bað hann Sigurð um að lána sér fé og féllst hann á það gegn því að brotaþoli svæfi hjá sér. Tók síðan þau kynmök upp og geymdi upptökuna. Skuldin var hins vegar ekki greidd og áttu mennirnir eftir að sofa oftar saman. Brotaþoli bar því við að ef hann yrði ekki við því yrðu myndirnar af honum settar í dreifingu. Það var síðar gert þegar Sigurður sendi myndirnar á þáverandi unnustu og barnsmóður brotaþolans í málinu. „Þú veist vel hvaðan þetta er!! og í hvaða skipti.. ég á þetta live allt saman.. 10 min myndband, búinn að vera með camerur síðan það var ráðist inn heim til mín… ég á 4 myndbönd sem ég hef geymt af okkur, ef að ég þyrfti að nýta þau einhvern tímann!!“ sagði í hótun Sigurðar til fórnarlambsins. Sigurður á að baki brotaferil sem nær aftur til ársins 1995. Í héraði hafði refsing verið ákveðin með hliðsjón af eldri dómum sem hann hafði hlotið árin 2011, 2013 og 2014 en honum hafði verið veitt reynslulausn af eftirstöðvum refsingarinnar. Landsréttur taldi hins vegar skilyrði þess að dæma eftirstöðvarnar upp ekki uppfyllt og stytti refsitímann. Þá var Sigurður dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljónir króna í miskabætur en upphæðin var 2 milljónir í héraði.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira