Byrjað að reisa gagnaver á Blönduósi Sveinn Arnarsson skrifar 25. júní 2018 06:00 Fyrsta húsið af mörgum hýsir nýtt gagnaver. Róbert Daníel Jónsson Í sumarblíðu á Norðurlandi hefur verktakafyrirtækið Húsherji hafist handa við að steypa grunninn að nýju gagnaveri Borealis Data Center sem á að rísa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að húsið sjálft verði tekið í gagnið strax í haust og verði mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á svæðinu. Borealis Data Center áformar að reisa nokkur hús á lóðinni sem þeir fengu úthlutaða og er fyrsta húsið aðeins byrjunin hjá fyrirtækinu. Magn raforku sem hægt er að kaupa ræður því að miklu leyti hversu stórt fyrirtækið getur orðið á svæðinu. Fyrsta húsið er um 650 fermetrar að stærð og verður tekið í notkun innan nokkra mánaða. Áform eru uppi um að byrja á öðru húsi á þessu ári.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi LandsnetsSteinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir Blönduós afar heppilega staðsetningu fyrir núverandi flutningskerfi til að taka á móti nýjum stórnotanda. „Flutningsgetan er með því betra sem gerist á landinu. Blönduós er góður staður fyrir aukna notkun til að nýta betur þá innviði sem eru til staðar í kerfinu í dag,“ segir Steinunn. „Almennt getum við sagt að ef horft er til 30 megavatta notkunar á svæðinu þá þurfi ekki að styrkja meginflutningskerfið þar sem núverandi innviðir geti tekið við þeirri aflaukningu.“ Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri Borealis, segir viðræður nú í gangi við raforkuframleiðendur um kaup á orku og þær viðræður gangi ágætlega. Hann segir starf fyrirtækisins geta haft mjög jákvæð áhrif á atvinnulíf á svæðinu þar sem þjónustuaðilar í héraði muni hafa nokkur umsvif í kringum gagnaverið. „Það verður að segjast að vinnuafl á hvert megavatt er nokkuð hátt í gagnaverum en einnig verður nokkuð af útvistuðum verkefnum sem fyrirtæki taka að sér. Einnig erum við með heimaverktaka sem reisa húsin enda markmiðið einnig að skila ábata til samfélagsins,“ segir Björn. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Stóriðja Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Í sumarblíðu á Norðurlandi hefur verktakafyrirtækið Húsherji hafist handa við að steypa grunninn að nýju gagnaveri Borealis Data Center sem á að rísa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að húsið sjálft verði tekið í gagnið strax í haust og verði mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á svæðinu. Borealis Data Center áformar að reisa nokkur hús á lóðinni sem þeir fengu úthlutaða og er fyrsta húsið aðeins byrjunin hjá fyrirtækinu. Magn raforku sem hægt er að kaupa ræður því að miklu leyti hversu stórt fyrirtækið getur orðið á svæðinu. Fyrsta húsið er um 650 fermetrar að stærð og verður tekið í notkun innan nokkra mánaða. Áform eru uppi um að byrja á öðru húsi á þessu ári.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi LandsnetsSteinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir Blönduós afar heppilega staðsetningu fyrir núverandi flutningskerfi til að taka á móti nýjum stórnotanda. „Flutningsgetan er með því betra sem gerist á landinu. Blönduós er góður staður fyrir aukna notkun til að nýta betur þá innviði sem eru til staðar í kerfinu í dag,“ segir Steinunn. „Almennt getum við sagt að ef horft er til 30 megavatta notkunar á svæðinu þá þurfi ekki að styrkja meginflutningskerfið þar sem núverandi innviðir geti tekið við þeirri aflaukningu.“ Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri Borealis, segir viðræður nú í gangi við raforkuframleiðendur um kaup á orku og þær viðræður gangi ágætlega. Hann segir starf fyrirtækisins geta haft mjög jákvæð áhrif á atvinnulíf á svæðinu þar sem þjónustuaðilar í héraði muni hafa nokkur umsvif í kringum gagnaverið. „Það verður að segjast að vinnuafl á hvert megavatt er nokkuð hátt í gagnaverum en einnig verður nokkuð af útvistuðum verkefnum sem fyrirtæki taka að sér. Einnig erum við með heimaverktaka sem reisa húsin enda markmiðið einnig að skila ábata til samfélagsins,“ segir Björn.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Stóriðja Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira