Sjö ára börn spila skotleikinn Fortnite Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júní 2018 19:15 Börn, jafnvel yngri en sjö ára, spila reglulega skotleikinn Fortnite sem er bannaður börnum yngri en tólf ára. Leikurinn snýst um að skjóta þá sem eru í kring í von um að standa uppi sem eini aðilinn eftirlifandi. Skólastjórnendur segja tímabært að foreldrar sameinist um að grípa inn í tölvunotkun barna enda sé um vaxandi vanda að ræða. „Í rauninni er þetta allt sett fram á mjög teiknimyndalegan máta. Þannig leikurinn er ekki eins og aðrir skotleikir að mínu mati, en jú það eru byssur í leiknum og þú þarft að skjóta aðra til að sigra,“ segir John Andri, sölumaður í Elko. Leikurinn vinsæli er bannaður innan tólf ára aldurs vegna ofbeldis. Þó er hann aðgengilegur í öllum Playstation tölvum og snjallsímum. Börn allt niður í 7 ára aldur spila leikinn reglulega, sem er áhyggjuefni að mati skólastjóra í Reykjavik. Þá segir fyrrum tölvufíkill mikilvægt að foreldrar fylgist með tölvunotkun barna sinna. Í dag vanti upp á að foreldrar standi saman í því að setja takmörk og grípa inn í. „Þetta er ofbeldisleikur þó það séu til verri leikir en Fortnite. Þá er þetta skotleikur, hann gengur út á að drepa andstæðinginn og safna byssum,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson, fyrrum tölvufíkill.Leikurinn Fortniteskjáskot úr fréttÍ gær fjallaði Vísir um vaxandi tölvufíkn en sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson hefur miklar áhyggjur af vandanum sem hann segir aukast hratt, sérstaklega meðal ungra barna. „Það er aukning, engin spurning. Eftir því sem að tækninni fleytir áfram og leikirnir verða flottari og flóknari þá fellur stærri hópur fyrir þessu. Nú sjáum við, með tilkomu Fortnite, að stelpurnar eru í auknum mæli að sækja tölvuleiki. Þær hafa verið minna áberandi þar, en nú sjáum við þær birtast í stærri hópum, segir Eyjólfur Örn Jónsson,“ sálfræðingur. John tekur undir með Eyjólfi og segir marga foreldra hafa áhyggjur af tölvuleikjanotkun barna sinna. Nýverið kynntu Apple og Google nýja útfærslu af stýrikerfi sem býður upp á tímastjórnun í símum og tölvum. „Þá getur þú sett foreldralæsingu, til að mynda fyrir tölvuleiki. Þannig er hægt að setja tímamörk, þannig að barnið sé í tölvuleiknum í ákveðið marga klukkutíma eða á ákveðnum tíma dags,“ segir John. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Í alvarlegustu tilfellum sofa börn á lyklaborðum og eiga ekki eðlileg samskipti. 23. júní 2018 19:15 Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Börn, jafnvel yngri en sjö ára, spila reglulega skotleikinn Fortnite sem er bannaður börnum yngri en tólf ára. Leikurinn snýst um að skjóta þá sem eru í kring í von um að standa uppi sem eini aðilinn eftirlifandi. Skólastjórnendur segja tímabært að foreldrar sameinist um að grípa inn í tölvunotkun barna enda sé um vaxandi vanda að ræða. „Í rauninni er þetta allt sett fram á mjög teiknimyndalegan máta. Þannig leikurinn er ekki eins og aðrir skotleikir að mínu mati, en jú það eru byssur í leiknum og þú þarft að skjóta aðra til að sigra,“ segir John Andri, sölumaður í Elko. Leikurinn vinsæli er bannaður innan tólf ára aldurs vegna ofbeldis. Þó er hann aðgengilegur í öllum Playstation tölvum og snjallsímum. Börn allt niður í 7 ára aldur spila leikinn reglulega, sem er áhyggjuefni að mati skólastjóra í Reykjavik. Þá segir fyrrum tölvufíkill mikilvægt að foreldrar fylgist með tölvunotkun barna sinna. Í dag vanti upp á að foreldrar standi saman í því að setja takmörk og grípa inn í. „Þetta er ofbeldisleikur þó það séu til verri leikir en Fortnite. Þá er þetta skotleikur, hann gengur út á að drepa andstæðinginn og safna byssum,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson, fyrrum tölvufíkill.Leikurinn Fortniteskjáskot úr fréttÍ gær fjallaði Vísir um vaxandi tölvufíkn en sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson hefur miklar áhyggjur af vandanum sem hann segir aukast hratt, sérstaklega meðal ungra barna. „Það er aukning, engin spurning. Eftir því sem að tækninni fleytir áfram og leikirnir verða flottari og flóknari þá fellur stærri hópur fyrir þessu. Nú sjáum við, með tilkomu Fortnite, að stelpurnar eru í auknum mæli að sækja tölvuleiki. Þær hafa verið minna áberandi þar, en nú sjáum við þær birtast í stærri hópum, segir Eyjólfur Örn Jónsson,“ sálfræðingur. John tekur undir með Eyjólfi og segir marga foreldra hafa áhyggjur af tölvuleikjanotkun barna sinna. Nýverið kynntu Apple og Google nýja útfærslu af stýrikerfi sem býður upp á tímastjórnun í símum og tölvum. „Þá getur þú sett foreldralæsingu, til að mynda fyrir tölvuleiki. Þannig er hægt að setja tímamörk, þannig að barnið sé í tölvuleiknum í ákveðið marga klukkutíma eða á ákveðnum tíma dags,“ segir John.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Í alvarlegustu tilfellum sofa börn á lyklaborðum og eiga ekki eðlileg samskipti. 23. júní 2018 19:15 Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Í alvarlegustu tilfellum sofa börn á lyklaborðum og eiga ekki eðlileg samskipti. 23. júní 2018 19:15
Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00