Presturinn óskaði eftir viðhaldi á prestsbústaðnum fyrir útleigu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. júní 2018 07:45 Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, er kominn í ferðaþjónustubransann. Engin dæmi eru um að kirkjuráð hafi veitt prestum leyfi til að reka gistiþjónustu í prestsbústöðum sínum. Einhver dæmi eru þó um að prestar hafi stundað slíkt án þess að fá til þess tilskilin leyfi. Þetta segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sóknarpresturinn í Holtsprestakalli hefði opnað gistiheimili í prestsbústað sínum að Holti í Önundarfirði í síðasta mánuði. Oddur staðfesti þá að presturinn, Fjölnir Ásbjörnsson, hefði ekki sótt um leyfi til kirkjuráðs fyrir rekstri heimagistingar í bústaðnum líkt og starfsreglur gera ráð fyrir. Miðað við reglur um leigugreiðslu og það þak sem sett er á leigu sem prestar greiða fyrir afnot af bústöðum sínum má áætla að sóknarpresturinn í Holti þurfi aðeins að leigja hjónaherbergi bústaðarins í um fjórar nætur á mánuði til að koma út á sléttu. Allt umfram það er hagnaður sem rennur í hans vasa. Fréttablaðið hafði samband við rekstraraðila annarra gistiheimila á og í nágrenni við Flateyri sem vildu lítið tjá sig um hinn nýja samkeppnisaðila og það forskot sem hann hefur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur presturinn enn búsetuskyldu í prestsbústaðnum en heldur þó tvö heimili, annað á Flateyri og hitt í bústaðnum. Hann kvaðst í samtali við Fréttablaðið í vikunni búa á báðum stöðum. Oddur segir að gert sé ráð fyrir að hann búi í prestsbústaðnum og hafi þar lögheimili. Presturinn greiði hins vegar leigu af prestsbústaðnum og búi í prestakallinu og því lítið við þessu að gera. Samkvæmt fundargerð kirkjuráðs frá því í síðasta mánuði var beiðni séra Fjölnis um viðhald á bústaðnum tekin fyrir, en hann taldi bústaðinn ekki vera í nógu góðu standi. Ljóst er að beiðnin kom í aðdraganda þess að hann hugðist opna þar gistiþjónustu. Kirkjuráð komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að umbeðið viðhald á bústaðnum væri ekki forgangsmál og var presti því synjað um það. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Engin dæmi eru um að kirkjuráð hafi veitt prestum leyfi til að reka gistiþjónustu í prestsbústöðum sínum. Einhver dæmi eru þó um að prestar hafi stundað slíkt án þess að fá til þess tilskilin leyfi. Þetta segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sóknarpresturinn í Holtsprestakalli hefði opnað gistiheimili í prestsbústað sínum að Holti í Önundarfirði í síðasta mánuði. Oddur staðfesti þá að presturinn, Fjölnir Ásbjörnsson, hefði ekki sótt um leyfi til kirkjuráðs fyrir rekstri heimagistingar í bústaðnum líkt og starfsreglur gera ráð fyrir. Miðað við reglur um leigugreiðslu og það þak sem sett er á leigu sem prestar greiða fyrir afnot af bústöðum sínum má áætla að sóknarpresturinn í Holti þurfi aðeins að leigja hjónaherbergi bústaðarins í um fjórar nætur á mánuði til að koma út á sléttu. Allt umfram það er hagnaður sem rennur í hans vasa. Fréttablaðið hafði samband við rekstraraðila annarra gistiheimila á og í nágrenni við Flateyri sem vildu lítið tjá sig um hinn nýja samkeppnisaðila og það forskot sem hann hefur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur presturinn enn búsetuskyldu í prestsbústaðnum en heldur þó tvö heimili, annað á Flateyri og hitt í bústaðnum. Hann kvaðst í samtali við Fréttablaðið í vikunni búa á báðum stöðum. Oddur segir að gert sé ráð fyrir að hann búi í prestsbústaðnum og hafi þar lögheimili. Presturinn greiði hins vegar leigu af prestsbústaðnum og búi í prestakallinu og því lítið við þessu að gera. Samkvæmt fundargerð kirkjuráðs frá því í síðasta mánuði var beiðni séra Fjölnis um viðhald á bústaðnum tekin fyrir, en hann taldi bústaðinn ekki vera í nógu góðu standi. Ljóst er að beiðnin kom í aðdraganda þess að hann hugðist opna þar gistiþjónustu. Kirkjuráð komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að umbeðið viðhald á bústaðnum væri ekki forgangsmál og var presti því synjað um það.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00