ASÍ fordæmir „ólöglega hefndarráðstöfun“ Hvals Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. júní 2018 07:15 Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Fréttablaðið/Anton Brink „Ef Hvalur kemst upp með þetta, að skikka starfsmenn til að sniðganga tiltekið stéttarfélag, þá er um svo gróft brot að ræða að annað eins hefur ekki sést,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alþýðusamband Íslands steig í gær fram og fordæmdi það sem sambandið kallar hefndaraðgerðir Hvals hf. gegn Verkalýðsfélagi Akraness. Eins og komið hefur fram tapaði Hvalur nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann. Þar voru honum dæmdar, með dráttarvöxtum, 700 þúsund krónur vegna brota á ráðningarsamningi. Vilhjálmur bendir á að allir samningar starfsmanna Hvals séu nákvæmlega eins og félagið telji því fordæmisgildi dómsins algert og geta numið 300 milljónum króna, þegar tillit er tekið til fjölda starfsmanna og þriggja vertíða. Við upphaf hvalvertíðar á dögunum bárust síðan þau tíðindi að Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, krefði starfsmenn sína um að þeir ættu ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness, heldur væru í Stéttarfélagi Vesturlands. ASÍ segir þetta klárt brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem kveðið sé á um að atvinnurekendum sé óheimilt að hafa áhrif á, meðal annars, félagsaðild starfsmanna sinna. „Þegar haft er í huga að Hvalur hf. tapaði nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann sinn, blasir við að um grófa og alvarlega hefndarráðstöfun atvinnurekenda er að ræða gagnvart tilteknu stéttarfélagi og félagsmönnum þess,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur segir að félagið hafi mótmælt framgöngu Hvals harðlega bæði við fyrirtækið og Samtök atvinnulífsins. Vilhjálmur kveðst ekkert hafa heyrt frá þeim. „Það á greinilega að svæfa málið, en fólk verður að átta sig á að þetta snýst ekki aðeins um félagið hér, einhver félagsgjöld eða félagssvæði, heldur allt launafólk. Að atvinnurekandi sé að refsa stéttarfélagi sem uppfyllir lagalega skyldu sína til að sækja réttindi félagsmanna sinna.“ Vilhjálmur bendir einnig á að svo virðist sem Kristján Loftsson sé fljótur að gleyma hvaða félag hafi staðið með honum í baráttunni fyrir því að hefja hvalveiðar á ný árið 2009 þegar til stóð að afturkalla veiðiheimildir. Ekki hefur náðst í Kristján Loftsson, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Kjaramál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
„Ef Hvalur kemst upp með þetta, að skikka starfsmenn til að sniðganga tiltekið stéttarfélag, þá er um svo gróft brot að ræða að annað eins hefur ekki sést,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alþýðusamband Íslands steig í gær fram og fordæmdi það sem sambandið kallar hefndaraðgerðir Hvals hf. gegn Verkalýðsfélagi Akraness. Eins og komið hefur fram tapaði Hvalur nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann. Þar voru honum dæmdar, með dráttarvöxtum, 700 þúsund krónur vegna brota á ráðningarsamningi. Vilhjálmur bendir á að allir samningar starfsmanna Hvals séu nákvæmlega eins og félagið telji því fordæmisgildi dómsins algert og geta numið 300 milljónum króna, þegar tillit er tekið til fjölda starfsmanna og þriggja vertíða. Við upphaf hvalvertíðar á dögunum bárust síðan þau tíðindi að Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, krefði starfsmenn sína um að þeir ættu ekki aðild að Verkalýðsfélagi Akraness, heldur væru í Stéttarfélagi Vesturlands. ASÍ segir þetta klárt brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem kveðið sé á um að atvinnurekendum sé óheimilt að hafa áhrif á, meðal annars, félagsaðild starfsmanna sinna. „Þegar haft er í huga að Hvalur hf. tapaði nýlega dómsmáli fyrir Hæstarétti sem Verkalýðsfélag Akraness rak fyrir félagsmann sinn, blasir við að um grófa og alvarlega hefndarráðstöfun atvinnurekenda er að ræða gagnvart tilteknu stéttarfélagi og félagsmönnum þess,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur segir að félagið hafi mótmælt framgöngu Hvals harðlega bæði við fyrirtækið og Samtök atvinnulífsins. Vilhjálmur kveðst ekkert hafa heyrt frá þeim. „Það á greinilega að svæfa málið, en fólk verður að átta sig á að þetta snýst ekki aðeins um félagið hér, einhver félagsgjöld eða félagssvæði, heldur allt launafólk. Að atvinnurekandi sé að refsa stéttarfélagi sem uppfyllir lagalega skyldu sína til að sækja réttindi félagsmanna sinna.“ Vilhjálmur bendir einnig á að svo virðist sem Kristján Loftsson sé fljótur að gleyma hvaða félag hafi staðið með honum í baráttunni fyrir því að hefja hvalveiðar á ný árið 2009 þegar til stóð að afturkalla veiðiheimildir. Ekki hefur náðst í Kristján Loftsson, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Kjaramál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira