Réði ekkert við þessi lyf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. júní 2018 14:45 Kristján Ernir er nítján ára blaðamaður, staðráðinn í því að opna umræðu um fíkn og vandamál ungs fólks. Fréttablaðið/Sigtryggur Kristján Ernir Björgvinsson er nítján ára og starfar sem blaðamaður á nýjum vef, babl.is. „Okkur fannst vanta fréttamiðil fyrir ungt fólk, þar sem efni er skrifað af ungu fólki fyrir ungt fólk. Þetta var hugmynd sem Sólrún Sen var búin að vera með mjög lengi, hún ritstýrir vefnum og fékk mig með til að skrifa greinar,“ segir hann. Kristján Ernir skrifaði grein á babl.is um vin sinn, Einar Darra. Hann á sjálfur að baki þá lífsreynslu að hafa ánetjast áfengi og fíkniefnum. „Þetta var mér sérstaklega mikilvægt umfjöllunarefni. Einar Darri var vinur minn og ég er óvirkur alkóhólisti. Ég er búinn að vera edrú í eitt ár og einn mánuð. Einar Darri var góður strákur, ég missti annan vin minn í janúar. Það gleymdist svo fljótt. Mig og alla hér á ritstjórninni langar til að opna umræðuna. Þetta þarf ekki að vera tabú, þetta er fíknisjúkdómur. Það er svo sárt að sjá ungan strák sem var í miklu minni neyslu en til dæmis ég og margir aðrir, láta lífið svona kornungur,“ segir Kristján Ernir.Af hverju er þessi misnotkun svona mikil? „Mín kenning er sú að við séum kvíðin kynslóð, kvíðalyfin höfða til okkar og á sama tíma erum við ekki meðvituð um það hversu ávanabindandi þau eru. Hverjar afleiðingarnar af neyslu þeirra eru. Það þarf að fræða fólk um það. Það eru svo margir sem eru að prófa þau og augljóslega verða þá fleiri háðir þeim,“ segir hann.Hverju þarf að breyta? „Það þarf að upplýsa alla meira um þessi lyfseðilsskyldu lyf. Foreldrar vita ekkert um þetta. Eldri kynslóðir koma af fjöllum. Það er svo nýtilkomið að neysla á þessum lyfjum sé orðin útbreidd og hreint út sagt í tísku. Þetta var alltaf lokaður og afmarkaður hópur sem misnotaði lyfseðilsskyld lyf. Það er gjörbreytt. Þetta eru alls konar krakkar, alls konar fólk. Það þarf líka að gera eitthvað í því að það eru engin viðurlög við því að flytja þessi efni til landsins. Það er ekki ólöglegt að smygla þeim. Þau eru haldlögð en engum er refsað. Mér finnst bráðnauðsynlegt að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu. Í skólum til dæmis. Þjónustan þarf að vera nálæg. Ég veit að það hefði gagnast mér þegar ég var í bullandi neyslu. Svo er auðvitað glatað að loka fíknigeðdeildinni. Þegar ég var að verða edrú fór ég oft þangað. Það hjálpaði mér mjög mikið. Það vantar mikið af úrræðum, sérstaklega fyrir börn og ungt fólk. Þau virðast ekki vera í nokkrum forgangi,“ segir Kristján Ernir. „Ég byrjaði að drekka 13 ára. Þegar ég byrjaði að taka bensólyf, var það bara upphafið að endinum hjá mér. Ég réði ekkert við þessi lyf. Ég hafði náð að halda mér að vissu leyti funkerandi í einhvern tíma. En um leið og bensólyfin komu í spilið var ég búinn að tapa. Það er erfitt að lýsa áhrifunum en þau eru eins og annað stig af ávanabindandi efnum. Þú tekur þetta kannski tvisvar og vaknar svo næsta dag og það eina sem þú hugsar um er að fá þér aftur. Það er ekki eitthvað sem ég hafði beint upplifað áður. Ég var í mjög stórum vinahópi og það voru mjög margir í neyslu. Svo voru allt í einu allir byrjaðir að taka Xanax. Þetta voru strákar sem áður hittust til að reykja gras saman en voru allt í einu farnir að taka pillur líka.“ Ég held að það sé ekki tilviljun að það er mikið sungið um þessi lyf í vinsælli tónlist og það sé um leið aukin neysla. En það er samt ekki hægt að segja: Þetta er tónlistinni að kenna, en ég held að þetta væri ekki jafn mikið vandamál ef við værum að læra um efnin annars staðar en í tónlistinni. Frægt lag í dag er eftir rapparann Lil Uzi, sem syngur: Xannie make it go away. Hundrað milljón áhorf. Svo hlustum við á þetta, kvíðna kynslóðin, vitum ekkert um þessi lyf. Eitt leiðir af öðru.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Mikil fjölgun lyfjatengdra andláta 23. júní 2018 13:30 Vandmeðfarin lyf Yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala segir bensódíazepínlyf almennt örugg en geti verið hættuleg í samspili við önnur efni eða lyf. 23. júní 2018 13:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Kristján Ernir Björgvinsson er nítján ára og starfar sem blaðamaður á nýjum vef, babl.is. „Okkur fannst vanta fréttamiðil fyrir ungt fólk, þar sem efni er skrifað af ungu fólki fyrir ungt fólk. Þetta var hugmynd sem Sólrún Sen var búin að vera með mjög lengi, hún ritstýrir vefnum og fékk mig með til að skrifa greinar,“ segir hann. Kristján Ernir skrifaði grein á babl.is um vin sinn, Einar Darra. Hann á sjálfur að baki þá lífsreynslu að hafa ánetjast áfengi og fíkniefnum. „Þetta var mér sérstaklega mikilvægt umfjöllunarefni. Einar Darri var vinur minn og ég er óvirkur alkóhólisti. Ég er búinn að vera edrú í eitt ár og einn mánuð. Einar Darri var góður strákur, ég missti annan vin minn í janúar. Það gleymdist svo fljótt. Mig og alla hér á ritstjórninni langar til að opna umræðuna. Þetta þarf ekki að vera tabú, þetta er fíknisjúkdómur. Það er svo sárt að sjá ungan strák sem var í miklu minni neyslu en til dæmis ég og margir aðrir, láta lífið svona kornungur,“ segir Kristján Ernir.Af hverju er þessi misnotkun svona mikil? „Mín kenning er sú að við séum kvíðin kynslóð, kvíðalyfin höfða til okkar og á sama tíma erum við ekki meðvituð um það hversu ávanabindandi þau eru. Hverjar afleiðingarnar af neyslu þeirra eru. Það þarf að fræða fólk um það. Það eru svo margir sem eru að prófa þau og augljóslega verða þá fleiri háðir þeim,“ segir hann.Hverju þarf að breyta? „Það þarf að upplýsa alla meira um þessi lyfseðilsskyldu lyf. Foreldrar vita ekkert um þetta. Eldri kynslóðir koma af fjöllum. Það er svo nýtilkomið að neysla á þessum lyfjum sé orðin útbreidd og hreint út sagt í tísku. Þetta var alltaf lokaður og afmarkaður hópur sem misnotaði lyfseðilsskyld lyf. Það er gjörbreytt. Þetta eru alls konar krakkar, alls konar fólk. Það þarf líka að gera eitthvað í því að það eru engin viðurlög við því að flytja þessi efni til landsins. Það er ekki ólöglegt að smygla þeim. Þau eru haldlögð en engum er refsað. Mér finnst bráðnauðsynlegt að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu. Í skólum til dæmis. Þjónustan þarf að vera nálæg. Ég veit að það hefði gagnast mér þegar ég var í bullandi neyslu. Svo er auðvitað glatað að loka fíknigeðdeildinni. Þegar ég var að verða edrú fór ég oft þangað. Það hjálpaði mér mjög mikið. Það vantar mikið af úrræðum, sérstaklega fyrir börn og ungt fólk. Þau virðast ekki vera í nokkrum forgangi,“ segir Kristján Ernir. „Ég byrjaði að drekka 13 ára. Þegar ég byrjaði að taka bensólyf, var það bara upphafið að endinum hjá mér. Ég réði ekkert við þessi lyf. Ég hafði náð að halda mér að vissu leyti funkerandi í einhvern tíma. En um leið og bensólyfin komu í spilið var ég búinn að tapa. Það er erfitt að lýsa áhrifunum en þau eru eins og annað stig af ávanabindandi efnum. Þú tekur þetta kannski tvisvar og vaknar svo næsta dag og það eina sem þú hugsar um er að fá þér aftur. Það er ekki eitthvað sem ég hafði beint upplifað áður. Ég var í mjög stórum vinahópi og það voru mjög margir í neyslu. Svo voru allt í einu allir byrjaðir að taka Xanax. Þetta voru strákar sem áður hittust til að reykja gras saman en voru allt í einu farnir að taka pillur líka.“ Ég held að það sé ekki tilviljun að það er mikið sungið um þessi lyf í vinsælli tónlist og það sé um leið aukin neysla. En það er samt ekki hægt að segja: Þetta er tónlistinni að kenna, en ég held að þetta væri ekki jafn mikið vandamál ef við værum að læra um efnin annars staðar en í tónlistinni. Frægt lag í dag er eftir rapparann Lil Uzi, sem syngur: Xannie make it go away. Hundrað milljón áhorf. Svo hlustum við á þetta, kvíðna kynslóðin, vitum ekkert um þessi lyf. Eitt leiðir af öðru.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Mikil fjölgun lyfjatengdra andláta 23. júní 2018 13:30 Vandmeðfarin lyf Yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala segir bensódíazepínlyf almennt örugg en geti verið hættuleg í samspili við önnur efni eða lyf. 23. júní 2018 13:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00
Vandmeðfarin lyf Yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala segir bensódíazepínlyf almennt örugg en geti verið hættuleg í samspili við önnur efni eða lyf. 23. júní 2018 13:30