Pólverjar á heimleið eftir stórtap gegn Kólumbíu Arnar Geir Halldórsson skrifar 24. júní 2018 19:45 Falcao og James Rodriguez voru frábærir í kvöld Vísir/Getty Pólverjar eiga ekki möguleika á farseðli í 16-liða úrslit á HM í Rússlandi. Þetta varð ljóst eftir að Kólumbía vann öruggan þriggja marka sigur á Pólverjum í Kazan í kvöld. Kólumbíumenn voru miklu betri stærstan hluta leiksins. Undir lok fyrri hálfleiks kom varnarmaðurinn Yerri Mina Kólumbíu yfir með laglegu skallamarki. Kólumbía gerði svo út um leikinn rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok með mörkum frá Falcao (70´) og Juan Cuadrado (75´). Pólverjar því stigalausir eftir tvær umferðir á meðan Kólumbía er nú með málin í sínum höndum en þeir mæta Senegal í lokaumferðinni og geta tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri þar.1 - Poland are the first European nation to be eliminated from the 2018 World Cup. Departing. #POLCOL #WorldCup pic.twitter.com/CQIHHAJxX1— OptaJoe (@OptaJoe) June 24, 2018 HM 2018 í Rússlandi
Pólverjar eiga ekki möguleika á farseðli í 16-liða úrslit á HM í Rússlandi. Þetta varð ljóst eftir að Kólumbía vann öruggan þriggja marka sigur á Pólverjum í Kazan í kvöld. Kólumbíumenn voru miklu betri stærstan hluta leiksins. Undir lok fyrri hálfleiks kom varnarmaðurinn Yerri Mina Kólumbíu yfir með laglegu skallamarki. Kólumbía gerði svo út um leikinn rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok með mörkum frá Falcao (70´) og Juan Cuadrado (75´). Pólverjar því stigalausir eftir tvær umferðir á meðan Kólumbía er nú með málin í sínum höndum en þeir mæta Senegal í lokaumferðinni og geta tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri þar.1 - Poland are the first European nation to be eliminated from the 2018 World Cup. Departing. #POLCOL #WorldCup pic.twitter.com/CQIHHAJxX1— OptaJoe (@OptaJoe) June 24, 2018
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti