Jafntefli í bráðfjörugum leik Japans og Senegal Anton Ingi Leifsson skrifar 24. júní 2018 16:45 Japan og Senegal skiptu með sér stigunum í leik liðanna á HM í dag. vísir/getty Japan og Senegal gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í öðrum leik dagsins á HM í knattspyrnu. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina. Bæði lið unnu nokkuð óvænta sigra í fyrstu umferðinni en Senegal hafði betur gegn Póllandi á meðan Japan vann Kólumbíu. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur og fyrsta markið skoraði Sadio Mane eftir skelfileg mistök Eiji Kawashima í marki Japan en Japan hafði verið betri aðilinn fram að þessu. Á 34. mínútu jafnaði Takashi Inui. Skemmtilegt spil sem endaði með því að Inui fékk boltann og átti ekki í erfiðleikum með að koma boltanum í netið. 1-1 í hálfleik en Japan sterkari aðilinn.Baráttan var hörð í dag.vísir/gettyÁfram héldu Japanir að stýra leiknum en það var hins vegar Senegal sem komst aftur yfir er Moussa Wague, nítján ára bakvörður, skoraði laglegt mark eftir fyrirgjöf á 71. mínútu. Það var svo hinn ólseigi Keisuke Honda sem jafnaði metin fyrir Japan á nýjan leik tólf mínútum fyrir leikslok og lokatölur 2-2. Bæði lið því með fjögur stig eftir tvo leiki. Í lokaumferðinni mætast Pólland og Japan og Kólumbía og Senegal en í kvöld mætast Pólland og Kólumbía. Bæði Japan og Senegal eru í fínni stöðu fyrir lokaumferðina. HM 2018 í Rússlandi
Japan og Senegal gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í öðrum leik dagsins á HM í knattspyrnu. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina. Bæði lið unnu nokkuð óvænta sigra í fyrstu umferðinni en Senegal hafði betur gegn Póllandi á meðan Japan vann Kólumbíu. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur og fyrsta markið skoraði Sadio Mane eftir skelfileg mistök Eiji Kawashima í marki Japan en Japan hafði verið betri aðilinn fram að þessu. Á 34. mínútu jafnaði Takashi Inui. Skemmtilegt spil sem endaði með því að Inui fékk boltann og átti ekki í erfiðleikum með að koma boltanum í netið. 1-1 í hálfleik en Japan sterkari aðilinn.Baráttan var hörð í dag.vísir/gettyÁfram héldu Japanir að stýra leiknum en það var hins vegar Senegal sem komst aftur yfir er Moussa Wague, nítján ára bakvörður, skoraði laglegt mark eftir fyrirgjöf á 71. mínútu. Það var svo hinn ólseigi Keisuke Honda sem jafnaði metin fyrir Japan á nýjan leik tólf mínútum fyrir leikslok og lokatölur 2-2. Bæði lið því með fjögur stig eftir tvo leiki. Í lokaumferðinni mætast Pólland og Japan og Kólumbía og Senegal en í kvöld mætast Pólland og Kólumbía. Bæði Japan og Senegal eru í fínni stöðu fyrir lokaumferðina.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti