Stuðningsmenn í Volgograd: Mættir til að „fara á leikinn maður og drekka brennivín“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. júní 2018 12:30 Stemmingin var að magnast á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd fyrir leik Íslands og Nígeríu sem hefst klukkan 15:00. Arnar Björnsson hitti á hressa stuðningsmenn sem voru tilbúnir til leiks. Hann hitti á tvo hressa menn, þá Ásgeir Gunnarsson og Bjarna Má Jónsson, sem hafa marga fjöruna sopið og spurði hvað þeir væru að gera. „Nú, fara á leikinn maður,“ sagði Ásgeir. „Og drekka brennivín,“ bætti Bjarni Már við. „Samkvæmt læknisráði, ef maður er kominn yfir sjötugt, þá á maður að fá sér snafs alltaf klukkan sex á kvöldin. Ég virði það og ef ég gleymi því þá fæ ég mér tvo daginn eftir.“ Ásgeir sagði þetta vera fyrsta leikinn sinn erlendis en Bjarni er búinn að fara oft. Spurðir um spá sagði Bjarni hann fara 2-0 fyrir Ísland en Ásgeir var aðeins svartsýnni og sagði 1-0 fyrir Ísland. Bjarni er greinilega að njóta lífsins til hins ýtrasta en hann ætlar að skella sér til Póllands og sjá Rolling Stones. Kapparnir lofuðu Arnari að þeir ætluðu að vera til friðs í stúkunni, „allavega fram í miðjan seinni hálfleik.“ Þetta stórkostlega viðtal má hlusta á og horfa hér í sjónvarpsglugganum í fréttinni. Leikur Íslands og Nígeríu hefst eins og áður segir klukkan 15:00 og verður hann í beinni textalýsingu hér á Vísi. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00 „Vertu til er vorið kallar á þig“ gæti gert Volgograd að íslenskri gryfju Rússar elska þetta lag, syngja það reglulega á götum úti og það gæti skapað geggjaða stemmningu á leiknum á milli þess sem Víkingaklappið er tekið. 22. júní 2018 10:15 Nígeríumenn „frusu“ úr kulda 1981 en „kafna“ Íslendingar úr hita 2018 Karlalandslið Íslands og Nígeríu í fótbolta mætast í dag í annað sinn í sögunni og nú í flugnaborginni Volgograd. Það er hætt við því að aldrei hafi verið eins mikill munur á aðstæðum í tveimur landsleikjum þjóða og í þessum tveimur leikjum Íslands og Nígeríu á fótboltavellinum. 22. júní 2018 12:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Stemmingin var að magnast á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd fyrir leik Íslands og Nígeríu sem hefst klukkan 15:00. Arnar Björnsson hitti á hressa stuðningsmenn sem voru tilbúnir til leiks. Hann hitti á tvo hressa menn, þá Ásgeir Gunnarsson og Bjarna Má Jónsson, sem hafa marga fjöruna sopið og spurði hvað þeir væru að gera. „Nú, fara á leikinn maður,“ sagði Ásgeir. „Og drekka brennivín,“ bætti Bjarni Már við. „Samkvæmt læknisráði, ef maður er kominn yfir sjötugt, þá á maður að fá sér snafs alltaf klukkan sex á kvöldin. Ég virði það og ef ég gleymi því þá fæ ég mér tvo daginn eftir.“ Ásgeir sagði þetta vera fyrsta leikinn sinn erlendis en Bjarni er búinn að fara oft. Spurðir um spá sagði Bjarni hann fara 2-0 fyrir Ísland en Ásgeir var aðeins svartsýnni og sagði 1-0 fyrir Ísland. Bjarni er greinilega að njóta lífsins til hins ýtrasta en hann ætlar að skella sér til Póllands og sjá Rolling Stones. Kapparnir lofuðu Arnari að þeir ætluðu að vera til friðs í stúkunni, „allavega fram í miðjan seinni hálfleik.“ Þetta stórkostlega viðtal má hlusta á og horfa hér í sjónvarpsglugganum í fréttinni. Leikur Íslands og Nígeríu hefst eins og áður segir klukkan 15:00 og verður hann í beinni textalýsingu hér á Vísi.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00 „Vertu til er vorið kallar á þig“ gæti gert Volgograd að íslenskri gryfju Rússar elska þetta lag, syngja það reglulega á götum úti og það gæti skapað geggjaða stemmningu á leiknum á milli þess sem Víkingaklappið er tekið. 22. júní 2018 10:15 Nígeríumenn „frusu“ úr kulda 1981 en „kafna“ Íslendingar úr hita 2018 Karlalandslið Íslands og Nígeríu í fótbolta mætast í dag í annað sinn í sögunni og nú í flugnaborginni Volgograd. Það er hætt við því að aldrei hafi verið eins mikill munur á aðstæðum í tveimur landsleikjum þjóða og í þessum tveimur leikjum Íslands og Nígeríu á fótboltavellinum. 22. júní 2018 12:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00
„Vertu til er vorið kallar á þig“ gæti gert Volgograd að íslenskri gryfju Rússar elska þetta lag, syngja það reglulega á götum úti og það gæti skapað geggjaða stemmningu á leiknum á milli þess sem Víkingaklappið er tekið. 22. júní 2018 10:15
Nígeríumenn „frusu“ úr kulda 1981 en „kafna“ Íslendingar úr hita 2018 Karlalandslið Íslands og Nígeríu í fótbolta mætast í dag í annað sinn í sögunni og nú í flugnaborginni Volgograd. Það er hætt við því að aldrei hafi verið eins mikill munur á aðstæðum í tveimur landsleikjum þjóða og í þessum tveimur leikjum Íslands og Nígeríu á fótboltavellinum. 22. júní 2018 12:30