Tollastríð ESB og Bandaríkjanna mun ekki bitna á innflutningi til Íslands Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. júní 2018 12:15 Hershey's súkkulaðisíróp og hnetusmjör munu hækka í verði í ríkjum Evrópusambandsins vegna ákvörðunar um að setja tolla á vörur innfluttar frá Bandaríkjunum. Vísir/EPA Sú ákvörðun Evrópusambandsins að setja tolla á vörur frá Bandaríkjunum mun ekki hafa áhrif á verð á vörum sem fluttar eru frá Bandaríkjunum hingað til lands því Ísland stendur utan við tollabandalag Evrópusambandsins þótt það sé hluti af innri markaði sambandsins. Tollar Evrópusambandsins á vörur innfluttar frá Bandaríkjunum voru innleiddir í dag. Tollarnir eru svar sambandsins við tollahækkunum Bandaríkjaforseta á evrópskar vörur sem tóku gildi fyrr á þessu ári. Verðið á evrópsku stáli hækkaði þannig um 25 prósent í Bandaríkjunum og verðið á áli um 10 prósent eftir tollahækkanirnar. Frá og með deginum í dag hækkar verð á bandarískum vörum sem fluttar eru til Evrópu um 25 prósent. Þar má nefna bandarískt viskí, sígarettur, mótorhjól og appelsínusafa. Þá mun verð á vörum eins og skóm, fatnaði og þvottavélum hækka um 50 prósent. Tollahækkunin nemur alls um 2,8 milljörðum evra, jafnvirði 353 milljarða króna.Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.Vísir/Viðskiptaráð ÍslandsÓvíst um óbein áhrif Ísland stendur utan við tollabandalag Evrópusambandsins þótt það sé hluti af innri markaði þess í gegnum EES-samninginn. Þess vegna munu þessar hækkanir ekki bitna á innflutningi íslenskra fyrirtækja á vörum frá Bandaríkjunum. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir að þetta muni því ekki leiða til verðhækkana hér innanlands. „Ég sé ekki að svo stöddu að þetta muni hafa bein áhrif á verðhækkanir á þær vörur sem við flytjum beint inn frá Bandaríkjunum því eins og þú segir réttilega á þá erum við ekki hluti af Evrópusambandinu. Það er enn óljóst hvort einhver óbein áhrif muni hljótast af þessu í tengslum við viðskipti okkar við Evrópusambandið. Vissulega eru þetta neikvæðar fréttir fyrir þróun alþjóðaviðskipta að tollastríð sé í raun skollið á og við Ísland, sem lítið land, eigum mikið undir frjálsum alþjóðlegum viðskiptum í heiminum. Þetta sýnir kannski hversu mikilvægt er að leggja áherslu á fríverslunarsamnina,“ segir Ásta.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Tollar alltaf slæmir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að fljótt á litið sé ósennilegt að þetta hafi einhver bein áhrif á innflutning til Íslands. „Það er auðvitað alltaf slæmt fyrir lítið opið hagkerfi eins og Ísland, sem á mjög mikið undir frjálsum milliríkjaviðskiptum, þegar svona tollaskærur eða tollastríð fara af stað. Það er á endanum vont fyrir alla, líka þá sem beita tollunum. En eins og þú segir þá stendur Ísland utan tollabandalagsins þannig að þetta á ekki að hafa nein áhrif á innflutning til Íslands. Það gætu auðvitað verið einhver dæmi um að vörur sem fluttar eru frá Bandaríkjunum gegnum Evrópusambandslönd gætu hækkað í verði ef þær eru tollaðar inn til Evrópusambandsins en ef þær eru aðeins með viðkomu í einhverjum höfnum ríkja Evrópusambandsins en eru ekki tollaðar þar þá ætti það ekki í rauninni að skipta máli. Við þurfum bara að fylgjast vel með þessu eins og öðru í þessum tollamálum og hafa augun á íslenskum hagsmunum,“ segir Ólafur. Hann segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að þessi ákvörðun ESB skaði hagsmuni íslenskra fyrirtækja. Hins vegar séu stjórnendur sumra fyrirtækja að velta fyrir sér hvaða áhrif þetta muni hafa. Tengdar fréttir Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Sú ákvörðun Evrópusambandsins að setja tolla á vörur frá Bandaríkjunum mun ekki hafa áhrif á verð á vörum sem fluttar eru frá Bandaríkjunum hingað til lands því Ísland stendur utan við tollabandalag Evrópusambandsins þótt það sé hluti af innri markaði sambandsins. Tollar Evrópusambandsins á vörur innfluttar frá Bandaríkjunum voru innleiddir í dag. Tollarnir eru svar sambandsins við tollahækkunum Bandaríkjaforseta á evrópskar vörur sem tóku gildi fyrr á þessu ári. Verðið á evrópsku stáli hækkaði þannig um 25 prósent í Bandaríkjunum og verðið á áli um 10 prósent eftir tollahækkanirnar. Frá og með deginum í dag hækkar verð á bandarískum vörum sem fluttar eru til Evrópu um 25 prósent. Þar má nefna bandarískt viskí, sígarettur, mótorhjól og appelsínusafa. Þá mun verð á vörum eins og skóm, fatnaði og þvottavélum hækka um 50 prósent. Tollahækkunin nemur alls um 2,8 milljörðum evra, jafnvirði 353 milljarða króna.Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.Vísir/Viðskiptaráð ÍslandsÓvíst um óbein áhrif Ísland stendur utan við tollabandalag Evrópusambandsins þótt það sé hluti af innri markaði þess í gegnum EES-samninginn. Þess vegna munu þessar hækkanir ekki bitna á innflutningi íslenskra fyrirtækja á vörum frá Bandaríkjunum. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir að þetta muni því ekki leiða til verðhækkana hér innanlands. „Ég sé ekki að svo stöddu að þetta muni hafa bein áhrif á verðhækkanir á þær vörur sem við flytjum beint inn frá Bandaríkjunum því eins og þú segir réttilega á þá erum við ekki hluti af Evrópusambandinu. Það er enn óljóst hvort einhver óbein áhrif muni hljótast af þessu í tengslum við viðskipti okkar við Evrópusambandið. Vissulega eru þetta neikvæðar fréttir fyrir þróun alþjóðaviðskipta að tollastríð sé í raun skollið á og við Ísland, sem lítið land, eigum mikið undir frjálsum alþjóðlegum viðskiptum í heiminum. Þetta sýnir kannski hversu mikilvægt er að leggja áherslu á fríverslunarsamnina,“ segir Ásta.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Tollar alltaf slæmir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að fljótt á litið sé ósennilegt að þetta hafi einhver bein áhrif á innflutning til Íslands. „Það er auðvitað alltaf slæmt fyrir lítið opið hagkerfi eins og Ísland, sem á mjög mikið undir frjálsum milliríkjaviðskiptum, þegar svona tollaskærur eða tollastríð fara af stað. Það er á endanum vont fyrir alla, líka þá sem beita tollunum. En eins og þú segir þá stendur Ísland utan tollabandalagsins þannig að þetta á ekki að hafa nein áhrif á innflutning til Íslands. Það gætu auðvitað verið einhver dæmi um að vörur sem fluttar eru frá Bandaríkjunum gegnum Evrópusambandslönd gætu hækkað í verði ef þær eru tollaðar inn til Evrópusambandsins en ef þær eru aðeins með viðkomu í einhverjum höfnum ríkja Evrópusambandsins en eru ekki tollaðar þar þá ætti það ekki í rauninni að skipta máli. Við þurfum bara að fylgjast vel með þessu eins og öðru í þessum tollamálum og hafa augun á íslenskum hagsmunum,“ segir Ólafur. Hann segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að þessi ákvörðun ESB skaði hagsmuni íslenskra fyrirtækja. Hins vegar séu stjórnendur sumra fyrirtækja að velta fyrir sér hvaða áhrif þetta muni hafa.
Tengdar fréttir Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Tollahækkun ESB tekur gildi Tollar Evrópusambandsins á fjölda bandarískra vara voru formlega innleiddir í dag. 22. júní 2018 06:29
Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00
Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49