Lagið var samið árið 1938 af Rússanum Matvei Isaakovich Blanter en upprunalegi textinn var saminn af Mikhail Isakovsky. Ungar skólastúlkur frumfluttu lagið árið 1941 í Moskvu sem kveðju til rússneskra hermanna sem voru á leið á vígstöðvar seinni heimstyrjaldarinnar.
Talið er að um 2000 íslenskir stuðningsmenn verði í flugnabúrinu í Volgograd þegar flautað var til leiks í dag. Þýskur þjálfari Nígeríu, Gernot Rohr, á von á 250 stuðningsmönnum Nígeríu og 20 þúsund stuðningsmönnum Íslands.
Um 40 þúsund miðar hafa verið seldir á leikinn í dag en leikvangurinn tekur tæplega 46 þúsund manns í sæti. Langflestir áhorfendur verða væntanlega rússneskir. Ein leið til að vinna Rússann á sitt band í leiknum væri að syngja Vertu til oft og títt. Rússar elska þetta lag, syngja það reglulega á götum úti og það gæti skapað geggjaða stemmningu á leiknum á milli þess sem Víkingaklappið er tekið.
Vertu til
Vertu til
er vorið kallar á þig,
vertu til
að leggja hönd á plóg.
Komdu út
því að sólskinið vill sjá þig
sveifla haka
og rækta nýjan skóg,
sveifla haka
og rækta nýjan skóg.
(Hey!)
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.