Vilja lenda þyrlu innanbæjar á Siglufirði Sveinn Arnarsson skrifar 22. júní 2018 06:00 Fjallaskíðamenn vilja lenda við hóteldyrnar. Vísir/Pjetur Viking Heliskiing, sem þjónustar fjallaskíðagarpa á norðanverðum Tröllaskaga, óskar eftir því við bæjaryfirvöld í Fjallabyggð að fá lendingarleyfi á malarpúða rétt sunnan við Hótel Sigló á Siglufirði. Vonir standa til að geta flutt skíðagarpa til og frá hótelinu á sem auðveldastan máta. Björgvin Björgvinsson, einn eigenda Viking Heliskiing, segir fyrirtækið hafa síðastliðin fimm ár verið með höfuðstöðvar sínar að Þverá í Ólafsfirði. Hins vegar þurfi nú að færa þær. „Við höfum ætlað okkur samstarf við Hótel Sigló og því skiptir það okkur höfuðmáli að geta lent þyrlum nálægt hótelinu og þjónustað þannig gesti á Siglufirði.“ Fyrirtækið sérhæfir sig í þyrluskíðaferðum á Tröllaskaga. Fjallaskíðamennska hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og er svæðið orðið vel þekkt um allan heim sem einn af ákjósanlegri stöðum í heiminum til iðkunar slíkrar skíðamennsku. Óskað er eftir að lenda á malarpúða beint á móti Síldarminjasafninu. Einnig óska þeir eftir því að fá að setja upp olíutank til að geta sett olíu á þyrlurnar fyrir flugtak. Einungis eru um 200 metrar frá þessum lendingarstað að hótelinu. „Við erum að þjónusta um 200 kúnna á vetri og því eru þetta ekki margir einstaklingar,“ segir Björgvin. Erindi fyrirtækisins var sent til umsagnar í skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Tengdar fréttir Stillir Dalvíkingum upp við frosinn vegg Þyrluskíðafyrirtæki gefur Dalvíkurbyggð frest til að ógilda samning sem það gerði árið 2012 um nýtingu á fjallasvæði sínu. Þeir samningar hafa staðist skoðun lögfræðinga og ráðuneytis segir sveitarstjóri sem segir þetta storm í vatnsglasi. 31. júlí 2014 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Viking Heliskiing, sem þjónustar fjallaskíðagarpa á norðanverðum Tröllaskaga, óskar eftir því við bæjaryfirvöld í Fjallabyggð að fá lendingarleyfi á malarpúða rétt sunnan við Hótel Sigló á Siglufirði. Vonir standa til að geta flutt skíðagarpa til og frá hótelinu á sem auðveldastan máta. Björgvin Björgvinsson, einn eigenda Viking Heliskiing, segir fyrirtækið hafa síðastliðin fimm ár verið með höfuðstöðvar sínar að Þverá í Ólafsfirði. Hins vegar þurfi nú að færa þær. „Við höfum ætlað okkur samstarf við Hótel Sigló og því skiptir það okkur höfuðmáli að geta lent þyrlum nálægt hótelinu og þjónustað þannig gesti á Siglufirði.“ Fyrirtækið sérhæfir sig í þyrluskíðaferðum á Tröllaskaga. Fjallaskíðamennska hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og er svæðið orðið vel þekkt um allan heim sem einn af ákjósanlegri stöðum í heiminum til iðkunar slíkrar skíðamennsku. Óskað er eftir að lenda á malarpúða beint á móti Síldarminjasafninu. Einnig óska þeir eftir því að fá að setja upp olíutank til að geta sett olíu á þyrlurnar fyrir flugtak. Einungis eru um 200 metrar frá þessum lendingarstað að hótelinu. „Við erum að þjónusta um 200 kúnna á vetri og því eru þetta ekki margir einstaklingar,“ segir Björgvin. Erindi fyrirtækisins var sent til umsagnar í skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Tengdar fréttir Stillir Dalvíkingum upp við frosinn vegg Þyrluskíðafyrirtæki gefur Dalvíkurbyggð frest til að ógilda samning sem það gerði árið 2012 um nýtingu á fjallasvæði sínu. Þeir samningar hafa staðist skoðun lögfræðinga og ráðuneytis segir sveitarstjóri sem segir þetta storm í vatnsglasi. 31. júlí 2014 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Stillir Dalvíkingum upp við frosinn vegg Þyrluskíðafyrirtæki gefur Dalvíkurbyggð frest til að ógilda samning sem það gerði árið 2012 um nýtingu á fjallasvæði sínu. Þeir samningar hafa staðist skoðun lögfræðinga og ráðuneytis segir sveitarstjóri sem segir þetta storm í vatnsglasi. 31. júlí 2014 12:00