Spennan er ógurleg í toppbaráttunni en nú er aðeins eitt stig á milli þeirra Sebastian Vettel og Lewis Hamilton sem berjast um fimmta titil sinn í Formúlu 1. Vettel hafði betur í Kanada fyrir tveimur vikum með sannfærandi sigri.
Kappaksturinn um helgina verður áhugaverður, þó aðalega vegna þess að enginn af þeim 20 ökuþórum sem etja kappi hafa nokkurn tímann keppt á frönsku brautinni. Tíu þessara ökuþóra voru ekki einu sinni fæddir þegar að Alain Prost sigraði á Paul Ricard árið 1990.

Brautin er afar teknísk með mörgum háhraða beygjum. Aftari hluti brautarinnar er svo í rauninni bara einn langur beinn kafli með smá hraðahindrun sem mun bjóða upp á mikla framúrakstra.
Síðustu keppnir í Mónakó og Kanada voru ekki nægilega skemmtilegar fyrir áhorfendur. Það má þó búast við meiri hasar í Frakklandi um helgina ef marka má álit keppenda. Tímatakan byrjar klukkan 13:50 á laugardaginn og svo hefst útsending frá kappakstrinum kl. 13:40, allt á Stöð 2 Sport.