Ákærðir fyrir að halda tveimur konum nauðugum í allt að sex klukkutíma Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. júní 2018 11:15 Auk þess sem héraðssaksóknari fer fram á refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar fara konurnar fram á samtals tvær og hálfa milljón í miskabætur. Vísir/Hanna Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir frelsissviptingu og hótanir í garð tveggja kvenna. Annar maðurinn er auk þess ákærður fyrir líkamsárás og hinn fyrir stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, hótunum og frelsissviptingu. Að því er fram kemur í frétt RÚV var málið þingfest fyrr í vikunni. Í ákæru kemur fram að hin meintu brot hafi verið framin í félagi aðfaranótt og að morgni mánudagsins 27. júní 2016 á heimili annars ákærða og sambýliskonu hans. Í ákæru er því lýst að annar ákærðu, sambýlismaður annarar konunnar, hafi tekið síma af annarri konunni, hótaði henni og sambýliskonu sinni ítrekað líkamsmeiðingum og veittist að sambýliskonu sinni með ofbeldi. Sló hana og hélt henni í gólfinu með líkamsþunga sínum, meðal annars með því að sitja ofan á henni. Sló hana hana með krepptum hnefa, skóhorni og/eða kylfu víðsvegar um líkamann, tók hana ítrekað kverkataki og þrengdi að. Þá kleip hann með töng í fingur hennar, skar hár hennar með eggvopni og tróðu báðir ákærðu peysu í og yfir munn hennar.Hótaði ofbeldi og kynferðisofbeldi Þá hótaði hinn ákærði símleiðis að beita báðar konurnar ofbeldi og kynferðisofbeldi og eftir að hann kom á vettvang hótaði hann báðum konum ítrekað líkamsmeiðingum. Meðal annars greip hann í hár annarrar konunnar, bar hníf að hálsi hennar og síðan að kinn og hótaði henni að vinna hinni konunni mein með því að standa yfir henni með hamar á lofti og kom þannig í veg fyrir að konan myndi í símtali láta fyrrverandi kærasta sinn vita hvað var að gerast. Þegar konurnar náðu að yfirgefa íbúðina höfðu þær verið sviptar frelsi í um 4-6 klukkustundir, að því er fram kemur í ákæru. Auk þess sem héraðssaksóknari fer fram á refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar fara konurnar fram á samtals tvær og hálfa milljón í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent Fleiri fréttir Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir frelsissviptingu og hótanir í garð tveggja kvenna. Annar maðurinn er auk þess ákærður fyrir líkamsárás og hinn fyrir stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, hótunum og frelsissviptingu. Að því er fram kemur í frétt RÚV var málið þingfest fyrr í vikunni. Í ákæru kemur fram að hin meintu brot hafi verið framin í félagi aðfaranótt og að morgni mánudagsins 27. júní 2016 á heimili annars ákærða og sambýliskonu hans. Í ákæru er því lýst að annar ákærðu, sambýlismaður annarar konunnar, hafi tekið síma af annarri konunni, hótaði henni og sambýliskonu sinni ítrekað líkamsmeiðingum og veittist að sambýliskonu sinni með ofbeldi. Sló hana og hélt henni í gólfinu með líkamsþunga sínum, meðal annars með því að sitja ofan á henni. Sló hana hana með krepptum hnefa, skóhorni og/eða kylfu víðsvegar um líkamann, tók hana ítrekað kverkataki og þrengdi að. Þá kleip hann með töng í fingur hennar, skar hár hennar með eggvopni og tróðu báðir ákærðu peysu í og yfir munn hennar.Hótaði ofbeldi og kynferðisofbeldi Þá hótaði hinn ákærði símleiðis að beita báðar konurnar ofbeldi og kynferðisofbeldi og eftir að hann kom á vettvang hótaði hann báðum konum ítrekað líkamsmeiðingum. Meðal annars greip hann í hár annarrar konunnar, bar hníf að hálsi hennar og síðan að kinn og hótaði henni að vinna hinni konunni mein með því að standa yfir henni með hamar á lofti og kom þannig í veg fyrir að konan myndi í símtali láta fyrrverandi kærasta sinn vita hvað var að gerast. Þegar konurnar náðu að yfirgefa íbúðina höfðu þær verið sviptar frelsi í um 4-6 klukkustundir, að því er fram kemur í ákæru. Auk þess sem héraðssaksóknari fer fram á refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar fara konurnar fram á samtals tvær og hálfa milljón í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Innlent Fleiri fréttir Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Sjá meira