Dönsku landsliðsmennirnir söfnuðu saman fyrir einkaflugvél Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2018 10:00 Jonas Knudsen, nýjasti pabbinn í danska landsliðinu, fékk flotta feðragjöf frá liðsfélögum sínum. Vísir/Getty Danir spila í dag annan leikinn sinn á HM í Rússlandi en þeir unnu 1-0 sigur á Perú í fyrsta leik og eru því í fínum málum í sínum riðli. Það hefur samt mikið gengið á í herbúðum Dana frá leiknum á móti Perú um síðustu helgi. Nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins benda til að það sé mikil samheldni innan hópsins. Jonas Knudsen, einn leikmaður danska landsliðsins, varð pabbi eftir að hann flaug til Rússlands með danska landsliðinu. Kona hans, hin 25 ára gamla Trine, átti barnið mörgum vikum fyrir tímann. Jonas hafði því aldrei hitt dóttur sína og liðsfélagar hans í danska landsliðinu tóku sig saman og lögðu í púkk. Þeir söfnuðu á endanum fyrir einkaflugvél fyrir Jonas Knudsen þannig að hann gat flogið til Danmerkur á milli leikja og hitt dótturina og eiginkonuna. „Við vildum líka horfa á mannlegu hliðina,“ sagði markvörðurinn Kasper Schmeichel í viðtali við BBC. „Það er fullt af pöbbum í liðinu. Við verðum að passa okkur á því að gleyma því ekki að við erum manneskjur líka ekki bara fótboltamenn,“ sagði Schmeichel. „Við vildum gera allt sem við gátum þannig að hann gæti farið og hitt dóttur sína. Ég, sem faðir, geta varla ímyndað mér hversu erfitt það var fyrir hann að fá þessi skilaboð og vera hvergi nærri,“ sagði Schmeichel ennfremur. Jonas Knudsen spilar með Ipswich í Englandi en hann er vinstri bakvörður. Hann var kominn aftur til móts við danska liðið strax á mánudaginn en leikurinn við Perú var á laugardaginn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Danir spila í dag annan leikinn sinn á HM í Rússlandi en þeir unnu 1-0 sigur á Perú í fyrsta leik og eru því í fínum málum í sínum riðli. Það hefur samt mikið gengið á í herbúðum Dana frá leiknum á móti Perú um síðustu helgi. Nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins benda til að það sé mikil samheldni innan hópsins. Jonas Knudsen, einn leikmaður danska landsliðsins, varð pabbi eftir að hann flaug til Rússlands með danska landsliðinu. Kona hans, hin 25 ára gamla Trine, átti barnið mörgum vikum fyrir tímann. Jonas hafði því aldrei hitt dóttur sína og liðsfélagar hans í danska landsliðinu tóku sig saman og lögðu í púkk. Þeir söfnuðu á endanum fyrir einkaflugvél fyrir Jonas Knudsen þannig að hann gat flogið til Danmerkur á milli leikja og hitt dótturina og eiginkonuna. „Við vildum líka horfa á mannlegu hliðina,“ sagði markvörðurinn Kasper Schmeichel í viðtali við BBC. „Það er fullt af pöbbum í liðinu. Við verðum að passa okkur á því að gleyma því ekki að við erum manneskjur líka ekki bara fótboltamenn,“ sagði Schmeichel. „Við vildum gera allt sem við gátum þannig að hann gæti farið og hitt dóttur sína. Ég, sem faðir, geta varla ímyndað mér hversu erfitt það var fyrir hann að fá þessi skilaboð og vera hvergi nærri,“ sagði Schmeichel ennfremur. Jonas Knudsen spilar með Ipswich í Englandi en hann er vinstri bakvörður. Hann var kominn aftur til móts við danska liðið strax á mánudaginn en leikurinn við Perú var á laugardaginn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira