Kveðja frá Rússlandi: Leggjum Nígeríu undir Eskifjarðarvaltarann Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar 21. júní 2018 08:30 Heimir Hallgrímsson er búinn að ákveða hvaða kerfi verður spilað á morgun og hverjir spila. Hverjir það verða kemur svo í ljós. vísir/getty Reynslubankinn. Ein af þreyttustu en að sama skapi raunverulegustu klisjum sem til eru í klisjubók fótboltans og íþróttanna yfir höfuð. Lið og leikmenn leggja inn ólíkt Gleðibankanum og taka svo út í hóflegu magni þegar á þarf að halda. Strákarnir okkar hafa lagt inn stjarnfræðilegar upphæðir undanfarin ár á vegferð sinni á sjálft heimsmeistaramótið í fótbolta. Sorgir urðu að sigrum eins og þegar gráturinn í Zagreb 2013 gleymdist fljótt á Laugardalsvellinum haustið 2015. Þjálfarateymið og leikmennirnir sjálfir eru alltaf að læra og óhætt að fullyrða að eitt lið hefur ekki lært jafnmikið á skömmum tíma og íslenska liðið og þeir sem standa á bakvið það. Það er eðlilegt þar sem að það er nú ekki langt síðan að við fórum að fella risa og keppa á stórmótum. Strákarnir okkar þurftu að vera snöggir að læra enda flest lið sem við viljum bera okkur saman við í dag komin langt á undan okkur í náminu. Okkar menn þurftu að taka 25 eininga vetur og sumarskóla bara til að ná þeim bestu.Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að lokaflautið gall í leik Íslands og Ungverjalands á EM 2016.vísir/vilhelmSpennustigið illa stillt Það var samt sem áður ekki alltaf nóg. Eitt lítið dæmi er þetta blessaða byrjunarlið sem byrjaði alla leikina á EM. Það er ekki hægt að kvarta yfir liði sem komst þetta langt en með tækjum og tólum sem liðið hefur yfir að ráða í dag og auðvitað upplifuninni sjálfri er óvíst hvort þetta hefði verið raunin. Þarna var væn summa lögð inn á reynslubankann. Eitt af skyndiprófunum sem strákarnir okkar féllu á, ef svo djúpt í árina má taka, var leikurinn á móti Ungverjalandi á EM 2016. Það var leikurinn sem allir voru búnir að ákveða að okkar menn myndu vinna og eflaust flestir af leikmönnunum líka. Svo var nú aldeilis ekki. Davíð litli sem felldi Golíat aftur og aftur átti allt í einu í vök að verjast gegn öðrum Davíð. Í leiknum þar sem okkar menn ætluðu að halda í boltann náðu þeir varla sendingu á milli manna, spiluðu slakan sóknarleik og voru allt í einu byrjaðir að verjast gegn liði sem var klárlega slakara en okkar lið. „Þar vorum við svolítið þrúgaðir af spennu vitandi að ef við myndum vinna værum við komnir áfram [...] Það mun hjálpa okkur að ná spennustiginu á réttan stað því á móti Ungverjunum vorum við svolítið passívir og enginn vildi gera mistök. Spennustigið var vanstillt og ég held að það eigi eftir að hjálpa okkur á föstudaginn að hafa gengið í gegnum þetta,“ sagði Hannes Þór Halldórsson aðspurður á blaðamannafundi í Rússlandi um leikinn í Marseille fyrir tveimur árum.Nígeríumenn eru næsti mótherji og stuðningsmenn þeirra eru sigurvissir.Vísir/VilhelmÖnnur ferð í hraðbankann Af þessum leik má læra og það hafa leikmennirnir og þjálfarateymið klárlega gert. Það er líka eins gott því okkar menn eru nánast í sömu stöðu núna og á EM fyrir tveimur árum; byrjuðu mótið með stigi á móti stórliði sem innihélt annan af bestu leikmönnum heims og næsti leikur á móti fýsilegasta mótherjanum í riðlinum. Nígería er ekkert lamb að leika sér við en þarna er klárlega möguleikinn á þremur stigum og það veit þjálfarateymið sem og strákarnir. Nú verður að stilla spennustigið rétt og ekki vera þrúgaðir af spennu eins og Hannes talaði um. Önnur ferð í hraðreynslubankann er væntanleg. Ekki ætla ég að segja Heimi Hallgrímssyni fyrir verkum en það sem ég myndi elska að sjá væri Eskifjarðarfótbolti. Það sem ég meina með því er uppstillingin og leikskipulagið sem notað var á móti Tyrklandi í Eskisehir í undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið. Okkur fjölmiðlamönnum fannst auðvitað ógeðslega fyndið að kalla borgina Eskifjörð. Takið ykkur pásu frá lestrinum á meðan að þið þerrið tárin eftir hláturinn.Alfreð skoraði á móti Tyrklandi í undankeppninni og spilaði frábærlega.vísir/gettyAlfreð og Jón Daði óstöðvandi Af mörgum frábærum fótboltaleikjum sem íslenska landsliðið hefur spilað undanfarin ár er þetta minn uppáhalds. Úrslitin voru vissulega stærri á móti Hollandi og Króatíu og stundin töluvert stærri í Hreiðrinu í Nice þegar sigur vannst á Englandi. En, þegar kemur að fótboltanum var þetta minn uppáhaldsleikur. Fjórir, fjórir, tveir var spilaður af krafti með Jón Daða og Alfreð fremsta þar sem að þeir pökkuðu varnarmönnum Tyrklands saman. Tveir góðir fótboltamenn og vinnuhestar sem virtust passa saman í þessu skipulagi eins og bæði hanski og hönd og nefið og kvef. Þeir áttu samleið. Gylfi og Aron voru í essinu sínu inn á miðjunni og Birkir og Jói Berg geggjaðir á köntunum. Auðvitað er skelfilegt að Jóhann verði ekki með á morgun (trúi því bara ekki) en Rúrik Gíslason breimar af sjálfstrausti jafnt innan vallar sem utan. Þetta kvöld í Eskisehir snerist samt ekki bara um taktíkina beint heldur tiltrúna. Heimir ákvað að taka leikinn til Tyrkjana eins og sagt er og kom þeim í opna skjöldu. Við fengum bæði frábær mörk úr opnum leik og föstum leikatriðum. Þessi frammistaða hafði allt.Þessi er með allt á hreinu.vísir/vilhelmHeimir veit Ég veit að íslenska landsliðið er ekki að fara að sækja eins og Brasilía og vera 70 prósent með boltann en Tyrklandsleikurinn er dæmi um hvernig strákarnir okkar geta tekið völd í leik. Þetta er eitthvað sem að ég held að Nígeríumennirnir myndu ekkert ráða við. Við sáum hvað gerðist fyrir tveimur árum á móti Ungverjalandi í Marseille. Strákarnir voru passívir, hægir og í raun bara ragir. Það er einhver ára yfir Heimi þessa dagana og hann virðist vera með strákana vafða um fingur sér. Þeir gera allt fyrir hann. Ef hann segir takið leikinn yfir þá gera þeir það. Stundum þarf að þora og Heimir virðist þora. Ég væri allavega til í að sjá Heimi leggja Nígeríu undir Eskifjarðarvaltarann.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Búnir að grandskoða Nígeríumennina Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur, segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. 21. júní 2018 08:15 Allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason segjast muna lengi eftir jafnteflinu á móti Argentínu. 21. júní 2018 07:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Reynslubankinn. Ein af þreyttustu en að sama skapi raunverulegustu klisjum sem til eru í klisjubók fótboltans og íþróttanna yfir höfuð. Lið og leikmenn leggja inn ólíkt Gleðibankanum og taka svo út í hóflegu magni þegar á þarf að halda. Strákarnir okkar hafa lagt inn stjarnfræðilegar upphæðir undanfarin ár á vegferð sinni á sjálft heimsmeistaramótið í fótbolta. Sorgir urðu að sigrum eins og þegar gráturinn í Zagreb 2013 gleymdist fljótt á Laugardalsvellinum haustið 2015. Þjálfarateymið og leikmennirnir sjálfir eru alltaf að læra og óhætt að fullyrða að eitt lið hefur ekki lært jafnmikið á skömmum tíma og íslenska liðið og þeir sem standa á bakvið það. Það er eðlilegt þar sem að það er nú ekki langt síðan að við fórum að fella risa og keppa á stórmótum. Strákarnir okkar þurftu að vera snöggir að læra enda flest lið sem við viljum bera okkur saman við í dag komin langt á undan okkur í náminu. Okkar menn þurftu að taka 25 eininga vetur og sumarskóla bara til að ná þeim bestu.Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að lokaflautið gall í leik Íslands og Ungverjalands á EM 2016.vísir/vilhelmSpennustigið illa stillt Það var samt sem áður ekki alltaf nóg. Eitt lítið dæmi er þetta blessaða byrjunarlið sem byrjaði alla leikina á EM. Það er ekki hægt að kvarta yfir liði sem komst þetta langt en með tækjum og tólum sem liðið hefur yfir að ráða í dag og auðvitað upplifuninni sjálfri er óvíst hvort þetta hefði verið raunin. Þarna var væn summa lögð inn á reynslubankann. Eitt af skyndiprófunum sem strákarnir okkar féllu á, ef svo djúpt í árina má taka, var leikurinn á móti Ungverjalandi á EM 2016. Það var leikurinn sem allir voru búnir að ákveða að okkar menn myndu vinna og eflaust flestir af leikmönnunum líka. Svo var nú aldeilis ekki. Davíð litli sem felldi Golíat aftur og aftur átti allt í einu í vök að verjast gegn öðrum Davíð. Í leiknum þar sem okkar menn ætluðu að halda í boltann náðu þeir varla sendingu á milli manna, spiluðu slakan sóknarleik og voru allt í einu byrjaðir að verjast gegn liði sem var klárlega slakara en okkar lið. „Þar vorum við svolítið þrúgaðir af spennu vitandi að ef við myndum vinna værum við komnir áfram [...] Það mun hjálpa okkur að ná spennustiginu á réttan stað því á móti Ungverjunum vorum við svolítið passívir og enginn vildi gera mistök. Spennustigið var vanstillt og ég held að það eigi eftir að hjálpa okkur á föstudaginn að hafa gengið í gegnum þetta,“ sagði Hannes Þór Halldórsson aðspurður á blaðamannafundi í Rússlandi um leikinn í Marseille fyrir tveimur árum.Nígeríumenn eru næsti mótherji og stuðningsmenn þeirra eru sigurvissir.Vísir/VilhelmÖnnur ferð í hraðbankann Af þessum leik má læra og það hafa leikmennirnir og þjálfarateymið klárlega gert. Það er líka eins gott því okkar menn eru nánast í sömu stöðu núna og á EM fyrir tveimur árum; byrjuðu mótið með stigi á móti stórliði sem innihélt annan af bestu leikmönnum heims og næsti leikur á móti fýsilegasta mótherjanum í riðlinum. Nígería er ekkert lamb að leika sér við en þarna er klárlega möguleikinn á þremur stigum og það veit þjálfarateymið sem og strákarnir. Nú verður að stilla spennustigið rétt og ekki vera þrúgaðir af spennu eins og Hannes talaði um. Önnur ferð í hraðreynslubankann er væntanleg. Ekki ætla ég að segja Heimi Hallgrímssyni fyrir verkum en það sem ég myndi elska að sjá væri Eskifjarðarfótbolti. Það sem ég meina með því er uppstillingin og leikskipulagið sem notað var á móti Tyrklandi í Eskisehir í undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið. Okkur fjölmiðlamönnum fannst auðvitað ógeðslega fyndið að kalla borgina Eskifjörð. Takið ykkur pásu frá lestrinum á meðan að þið þerrið tárin eftir hláturinn.Alfreð skoraði á móti Tyrklandi í undankeppninni og spilaði frábærlega.vísir/gettyAlfreð og Jón Daði óstöðvandi Af mörgum frábærum fótboltaleikjum sem íslenska landsliðið hefur spilað undanfarin ár er þetta minn uppáhalds. Úrslitin voru vissulega stærri á móti Hollandi og Króatíu og stundin töluvert stærri í Hreiðrinu í Nice þegar sigur vannst á Englandi. En, þegar kemur að fótboltanum var þetta minn uppáhaldsleikur. Fjórir, fjórir, tveir var spilaður af krafti með Jón Daða og Alfreð fremsta þar sem að þeir pökkuðu varnarmönnum Tyrklands saman. Tveir góðir fótboltamenn og vinnuhestar sem virtust passa saman í þessu skipulagi eins og bæði hanski og hönd og nefið og kvef. Þeir áttu samleið. Gylfi og Aron voru í essinu sínu inn á miðjunni og Birkir og Jói Berg geggjaðir á köntunum. Auðvitað er skelfilegt að Jóhann verði ekki með á morgun (trúi því bara ekki) en Rúrik Gíslason breimar af sjálfstrausti jafnt innan vallar sem utan. Þetta kvöld í Eskisehir snerist samt ekki bara um taktíkina beint heldur tiltrúna. Heimir ákvað að taka leikinn til Tyrkjana eins og sagt er og kom þeim í opna skjöldu. Við fengum bæði frábær mörk úr opnum leik og föstum leikatriðum. Þessi frammistaða hafði allt.Þessi er með allt á hreinu.vísir/vilhelmHeimir veit Ég veit að íslenska landsliðið er ekki að fara að sækja eins og Brasilía og vera 70 prósent með boltann en Tyrklandsleikurinn er dæmi um hvernig strákarnir okkar geta tekið völd í leik. Þetta er eitthvað sem að ég held að Nígeríumennirnir myndu ekkert ráða við. Við sáum hvað gerðist fyrir tveimur árum á móti Ungverjalandi í Marseille. Strákarnir voru passívir, hægir og í raun bara ragir. Það er einhver ára yfir Heimi þessa dagana og hann virðist vera með strákana vafða um fingur sér. Þeir gera allt fyrir hann. Ef hann segir takið leikinn yfir þá gera þeir það. Stundum þarf að þora og Heimir virðist þora. Ég væri allavega til í að sjá Heimi leggja Nígeríu undir Eskifjarðarvaltarann.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Búnir að grandskoða Nígeríumennina Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur, segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. 21. júní 2018 08:15 Allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason segjast muna lengi eftir jafnteflinu á móti Argentínu. 21. júní 2018 07:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Búnir að grandskoða Nígeríumennina Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur, segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. 21. júní 2018 08:15
Allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason segjast muna lengi eftir jafnteflinu á móti Argentínu. 21. júní 2018 07:30