Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal Valtýr Stefánsson Thors og Ásgeir Haraldsson skrifar 21. júní 2018 07:00 Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. Framfarir í heilbrigðisvísindum hafa skilað aukinni þekkingu og bættri meðferð á mörgum sjúkdómum sem áður voru undantekningarlítið banvænir. Má þar t.d. nefna tilkomu sýklalyfja og meðferð við krabbameinum á síðari hluta 20. aldarinnar. Þó má fullyrða með vissu að engin uppfinning mannanna hafi verið eins árangursrík í að bæta lífsgæði og draga úr dánartíðni barna eins og bólusetningar. Með markvissum aðgerðum hefur tekist að útrýma mörgum lífshættulegum og skaðlegum sjúkdómum. Vissulega hefur framþróun bóluefna ekki alltaf verið áfallalaus en í veruleika nútímans þar sem kostnaður við allar aðgerðir læknisfræðinnar þurfa að vera vel ígrundaðar, er líklega ekkert inngrip eins kostnaðar-ábatasamt og ungbarnabólusetningar. Með tilkomu bólusetninga hefur tekist að útrýma lömunarveiki, bólusótt, stífkrampa og barnaveiki á Íslandi. Verulega hefur dregið úr tíðni kíghósta og heilahimnubólgu af völdum baktería og fjölda einstaklinga með mislinga, rauða hunda eða hettusótt má nánast telja á fingrum sér. Þessi árangur er frábær! Rannsóknir hafa sýnt, að Íslendingar eru afar hlynntir bólusetningum. Ásgeir HaraldssonEn bólusetningar eru líka fórnarlömb eigin velgengni. Þegar sjúkdómarnir hverfa og ógnin dregur sig tímabundið í hlé getur mikilvægi bólusetninga gleymst og í kjölfarið dregið úr þátttöku. Þetta hefur gerst á Íslandi og nú er svo komið að um 90% íslenskra barna eru bólusett gegn mislingum. Þetta kann að hljóma nokkuð gott en þýðir í raun að u.þ.b. 400 börn á hverju ári fá ekki sína ráðlögðu bólusetningu gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (MMR bóluefnið). Með tímanum verður því til umtalsverður hópur barna og ungs fólks sem er næmur fyrir mislingum sem eru einstaklega smitandi og hættuleg veira. Mislingafaraldur geisar nú í Evrópu þar sem tæplega 40.000 manns hafa sýkst, um 5.000 hafa fengið alvarlega, stundum langvinna fylgikvilla og 39 hafa látist, flestir börn undir 5 ára. Langflestir þeirra sem sýkjast eru óbólusettir. Það er hryggilegt að tugir barna hafa látist úr sýkingu sem er vel hægt að koma í veg fyrir með einfaldri bólusetningu. Látum þennan faraldur, sem nú geisar í Evrópu, vera okkur þarfa áminningu og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin okkar – þau eru það dýrmætasta sem við eigum. Leggjum okkar af mörkum til að tryggja heilbrigði barnanna okkar, hvar sem þau eru í heiminum. Bólusetning bjargar lífum.Höfundar eru barnalæknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. Framfarir í heilbrigðisvísindum hafa skilað aukinni þekkingu og bættri meðferð á mörgum sjúkdómum sem áður voru undantekningarlítið banvænir. Má þar t.d. nefna tilkomu sýklalyfja og meðferð við krabbameinum á síðari hluta 20. aldarinnar. Þó má fullyrða með vissu að engin uppfinning mannanna hafi verið eins árangursrík í að bæta lífsgæði og draga úr dánartíðni barna eins og bólusetningar. Með markvissum aðgerðum hefur tekist að útrýma mörgum lífshættulegum og skaðlegum sjúkdómum. Vissulega hefur framþróun bóluefna ekki alltaf verið áfallalaus en í veruleika nútímans þar sem kostnaður við allar aðgerðir læknisfræðinnar þurfa að vera vel ígrundaðar, er líklega ekkert inngrip eins kostnaðar-ábatasamt og ungbarnabólusetningar. Með tilkomu bólusetninga hefur tekist að útrýma lömunarveiki, bólusótt, stífkrampa og barnaveiki á Íslandi. Verulega hefur dregið úr tíðni kíghósta og heilahimnubólgu af völdum baktería og fjölda einstaklinga með mislinga, rauða hunda eða hettusótt má nánast telja á fingrum sér. Þessi árangur er frábær! Rannsóknir hafa sýnt, að Íslendingar eru afar hlynntir bólusetningum. Ásgeir HaraldssonEn bólusetningar eru líka fórnarlömb eigin velgengni. Þegar sjúkdómarnir hverfa og ógnin dregur sig tímabundið í hlé getur mikilvægi bólusetninga gleymst og í kjölfarið dregið úr þátttöku. Þetta hefur gerst á Íslandi og nú er svo komið að um 90% íslenskra barna eru bólusett gegn mislingum. Þetta kann að hljóma nokkuð gott en þýðir í raun að u.þ.b. 400 börn á hverju ári fá ekki sína ráðlögðu bólusetningu gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (MMR bóluefnið). Með tímanum verður því til umtalsverður hópur barna og ungs fólks sem er næmur fyrir mislingum sem eru einstaklega smitandi og hættuleg veira. Mislingafaraldur geisar nú í Evrópu þar sem tæplega 40.000 manns hafa sýkst, um 5.000 hafa fengið alvarlega, stundum langvinna fylgikvilla og 39 hafa látist, flestir börn undir 5 ára. Langflestir þeirra sem sýkjast eru óbólusettir. Það er hryggilegt að tugir barna hafa látist úr sýkingu sem er vel hægt að koma í veg fyrir með einfaldri bólusetningu. Látum þennan faraldur, sem nú geisar í Evrópu, vera okkur þarfa áminningu og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin okkar – þau eru það dýrmætasta sem við eigum. Leggjum okkar af mörkum til að tryggja heilbrigði barnanna okkar, hvar sem þau eru í heiminum. Bólusetning bjargar lífum.Höfundar eru barnalæknar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun