Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðir: „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði" Sylvía Hall skrifar 20. júní 2018 22:22 Vilhjálmur segir Hval hf. vera að refsa verkalýðsfélaginu fyrir að uppfylla sínar lagalegu skyldur við að tryggja og varðveita réttindi sinna félagsmanna. Fréttablaðið/Anton Brink Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. Segir hann þetta vera í kjölfar dómsmáls sem verkalýðsfélagið vann gegn Hval hf. vegna vanefnda á kjörum starfsmanns. Forsaga málsins er sú að starfsmaður Hvals hf. leitaði til verkalýðsfélagsins árið 2015 í kjölfar gruns um brot á samningsbundnum launagreiðslum. Sendi þá verkalýðsfélagið Hval hf. bréf þar sem krafist var þess að laun starfsmannsins yrðu leiðrétt afturvirkt. Bréfinu var svarað af Samtökum atvinnulífsins sem sögðulaunagreiðslur vera í samræmi við ráðningar- og kjarasamning. Eftir árangurslaus bréfasamskipti ákvað starfsmaðurinn að höfða mál gegn fyrirtækinu. Hæstiréttur dæmdi í málinu þann 14. júní síðastliðinn eftir að úrskurði Héraðsdóms Vesturlands var áfrýjað og hlaut starfsmaðurinn 700 þúsund krónur vegna vanefnda á kjörum samkvæmt ráðningarsamningi.Ætla að fylgja málinu eftir af fullum þunga Í færslunni segir Vilhjálmur að þegar starfsmenn Hvals hafi komið til fundar með forsvarsmönnum fyrirtækisins í morgun hafi þeim verið tilkynnt að enginn mætti vera meðlimur í Verkalýðsfélagi Akraness, heldur skyldu þeir vera í Stéttarfélagi Vesturlands. Vilhjálmur segir þetta skjóta skökku við, enda sé starfsstöð Hvals í Hvalfirði á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness. „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði og mun félagið fylgja málinu eftir af fullum þunga og krefja líka að Samtök atvinnulífsins grípi inn í þessa ólöglegu og grófu aðgerð hjá Kristjáni Loftssyni.“, segir í færslunni. Vilhjálmur segir jafnframt Hval vera með þessu að refsa verkalýðsfélaginu fyrir að uppfylla sínar lagalegu skyldur og að félagið muni mæta þessari aðgerð af fullri hörku. Hún sé „siðlaus og lítilmannleg“. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. Segir hann þetta vera í kjölfar dómsmáls sem verkalýðsfélagið vann gegn Hval hf. vegna vanefnda á kjörum starfsmanns. Forsaga málsins er sú að starfsmaður Hvals hf. leitaði til verkalýðsfélagsins árið 2015 í kjölfar gruns um brot á samningsbundnum launagreiðslum. Sendi þá verkalýðsfélagið Hval hf. bréf þar sem krafist var þess að laun starfsmannsins yrðu leiðrétt afturvirkt. Bréfinu var svarað af Samtökum atvinnulífsins sem sögðulaunagreiðslur vera í samræmi við ráðningar- og kjarasamning. Eftir árangurslaus bréfasamskipti ákvað starfsmaðurinn að höfða mál gegn fyrirtækinu. Hæstiréttur dæmdi í málinu þann 14. júní síðastliðinn eftir að úrskurði Héraðsdóms Vesturlands var áfrýjað og hlaut starfsmaðurinn 700 þúsund krónur vegna vanefnda á kjörum samkvæmt ráðningarsamningi.Ætla að fylgja málinu eftir af fullum þunga Í færslunni segir Vilhjálmur að þegar starfsmenn Hvals hafi komið til fundar með forsvarsmönnum fyrirtækisins í morgun hafi þeim verið tilkynnt að enginn mætti vera meðlimur í Verkalýðsfélagi Akraness, heldur skyldu þeir vera í Stéttarfélagi Vesturlands. Vilhjálmur segir þetta skjóta skökku við, enda sé starfsstöð Hvals í Hvalfirði á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness. „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði og mun félagið fylgja málinu eftir af fullum þunga og krefja líka að Samtök atvinnulífsins grípi inn í þessa ólöglegu og grófu aðgerð hjá Kristjáni Loftssyni.“, segir í færslunni. Vilhjálmur segir jafnframt Hval vera með þessu að refsa verkalýðsfélaginu fyrir að uppfylla sínar lagalegu skyldur og að félagið muni mæta þessari aðgerð af fullri hörku. Hún sé „siðlaus og lítilmannleg“.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira