Kvika tekur ekki starfsmannaleiguna og verktakastarfsemina Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. júní 2018 17:00 Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku banka. Meðal þeirra eigna sem eru undanskildar í yfirtöku Kviku banka á Gamma eru Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. Elja er starfsmannaleiga og í Domus eignum eru ýmsar fasteignir sem tengjast rekstri starfsmannaleigunnar. Eins og greint var frá fyrr í dag hefur verið undirrituð viljayfirlýsing um kaup Kviku banka á öllu hlutafé Gamma fyrir 3.750 milljónir króna. Greiðsla kaupverðsins skiptist þannig að Kvika banki greiðir hluthöfum Gamma 1.057 milljónir króna með reiðufé, 1.443 milljónir króna í formi árangurstengdrar greiðslu og afgangurinn greiðist með hlutabréfum í Kviku banka. Í sameiginlegri yfirlýsingu Kviku og Gamma vegna viðskiptanna segir að núverandi hluthafar Gamma muni kaupa „tilteknar eignir af félaginu“ sem verði undanskildar í viðskiptunum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar eru þessar eignir starfsmannaleigan Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. Arnar Hauksson, bróðir Gísla Haukssonar annars stofnenda Gamma, hefur stýrt starfsmannaleigunni Elju. Gísli hætti sem forstjóri Gamma í mars á þessu ári en hann á rúmlega 33 prósenta hlut í félaginu. Gísli lét að störfum að eigin ósk en áður en hann hætti hjá Gamma kom upp ágreiningur meðal hluthafa Gamma vegna misheppnaðrar útrásar fyrirtækisins og mikils rekstrarkostnaðar sem var kominn algjörlega úr böndunum. Rekstrarkostnaður annar en laun nam 842 milljónum króna hjá Gamma í fyrra og jókst um 300 milljónir króna milli ára.Fréttastofan ræddi við Ármann Þorvaldsson forstjóra Kviku banka fyrr í dag um yfirtökuna á Gamma.Þegar Gamma hóf rekstur starfsmannaleigu vakti það nokkra athygli þar sem um er að ræða starfsemi er algjörlega óskyld kjarnastarfsemi Gamma á fjármálamarkaði en félagið er í grunninn rekstarfélag sjóða. Sjóðir Gamma eru meðal stærstu fyrirtækjaskuldabréfasjóða á Íslandi og stærstu fjárfestar á íslenskum fasteignamarkaði. Sjóðirnir fjárfesta einnig í hlutabréfum, ríkisskuldabréfum, innlánum og fleiru, auk þess sem félagið hóf nýlega rekstur sjóða um erlendar fjárfestingar. Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Meðal þeirra eigna sem eru undanskildar í yfirtöku Kviku banka á Gamma eru Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. Elja er starfsmannaleiga og í Domus eignum eru ýmsar fasteignir sem tengjast rekstri starfsmannaleigunnar. Eins og greint var frá fyrr í dag hefur verið undirrituð viljayfirlýsing um kaup Kviku banka á öllu hlutafé Gamma fyrir 3.750 milljónir króna. Greiðsla kaupverðsins skiptist þannig að Kvika banki greiðir hluthöfum Gamma 1.057 milljónir króna með reiðufé, 1.443 milljónir króna í formi árangurstengdrar greiðslu og afgangurinn greiðist með hlutabréfum í Kviku banka. Í sameiginlegri yfirlýsingu Kviku og Gamma vegna viðskiptanna segir að núverandi hluthafar Gamma muni kaupa „tilteknar eignir af félaginu“ sem verði undanskildar í viðskiptunum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar eru þessar eignir starfsmannaleigan Elja þjónustumiðstöð atvinnulífsins ehf. og Domus eignir slhf. og eignir sem tengjast verktakastarfsemi. Arnar Hauksson, bróðir Gísla Haukssonar annars stofnenda Gamma, hefur stýrt starfsmannaleigunni Elju. Gísli hætti sem forstjóri Gamma í mars á þessu ári en hann á rúmlega 33 prósenta hlut í félaginu. Gísli lét að störfum að eigin ósk en áður en hann hætti hjá Gamma kom upp ágreiningur meðal hluthafa Gamma vegna misheppnaðrar útrásar fyrirtækisins og mikils rekstrarkostnaðar sem var kominn algjörlega úr böndunum. Rekstrarkostnaður annar en laun nam 842 milljónum króna hjá Gamma í fyrra og jókst um 300 milljónir króna milli ára.Fréttastofan ræddi við Ármann Þorvaldsson forstjóra Kviku banka fyrr í dag um yfirtökuna á Gamma.Þegar Gamma hóf rekstur starfsmannaleigu vakti það nokkra athygli þar sem um er að ræða starfsemi er algjörlega óskyld kjarnastarfsemi Gamma á fjármálamarkaði en félagið er í grunninn rekstarfélag sjóða. Sjóðir Gamma eru meðal stærstu fyrirtækjaskuldabréfasjóða á Íslandi og stærstu fjárfestar á íslenskum fasteignamarkaði. Sjóðirnir fjárfesta einnig í hlutabréfum, ríkisskuldabréfum, innlánum og fleiru, auk þess sem félagið hóf nýlega rekstur sjóða um erlendar fjárfestingar.
Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira