Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2018 14:14 Frá samstöðufundi með ljósmæðrum sem haldinn var í Mæðragarðinum í gær. vísir/elín margrét Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. Aðgerðirnar munu felast í yfirvinnubanni á Landspítalanum og öðrum stofnunum þar sem ljósmæður sinna yfirvinnu. Katrín segir að undirbúningur aðgerðanna taki um tvær vikur. Því má búast við því að verkfallsaðgerðir hefjist skömmu eftir næstu mánaðamót en þann 1. júlí taka gildi uppsagnir 19 ljósmæðra á Landspítalanum. Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hjá ríkissáttasemjara sem hófst klukkan 11 í morgun lauk án niðurstöðu um klukkan 13. Katrín segir að fundurinn hafi verið meiri stöðufundur heldur en eiginlegur samningafundur. Fundurinn var sá fyrsti á milli deiluaðila eftir að ljósmæður felldu kjarasamning sem skrifað var undir í maí. Stefnt er að næsta fundi á fimmtudaginn í næstu viku. „Þetta lítur mjög illa út og þetta er mjög alvarleg staða. Við í kjaranefnd Ljósmæðrafélagsins göngum að samningaborðinu með það að vilja vinna í lausnum, funda hratt og vel og að það sér reynt að komast samningsfleti sem fyrst. Við höfum lagt fram okkar kröfur, það hefur ekki staðið á því, en nú bíðum við efir umboði og vilja frá umboðsmönnum ríkisstjórnarinnar að mæta okkur og klára þetta,“ segir Katrín. Ljósmæðrafélagið hefur umboð frá félagsmönnum til að boða til verkfalls á heilsugæslum. Katrín segist ekki vita hvort komi til þess eða hvort það verði yfir höfuð núna en byrjað verði á því að boða til yfirvinnubanns.En ætlið þið að fara í þetta núna eða bíða og sjá hvað kemur út úr samningafundinum næsta fimmtudag? „Við erum bara að undirbúa þetta en það tekur um hálfan mánuð að undirbúa svona verkfallsaðgerð.“ Kjaramál Tengdar fréttir Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15 Sýna ljósmæðrum stuðning á kvenréttindadaginn Hópur fólks mætir til stuðningsfundar í Mæðragarðinum síðdegis. 19. júní 2018 12:30 Óttast áhrif kjaradeilunnar á geðheilsu verðandi foreldra og barna þeirra Óvissan sem uppi er vegna kjaradeilu ljósmæðra getur haft áhrif á verðandi foreldra og börn þeirra til framtíðar að sögn geðlæknis. Fjárfesting í þjónustu við sængurkonur og nýbura geti sparað ríkinu mikla fjármuni til lengri tíma litið. 18. júní 2018 20:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. Aðgerðirnar munu felast í yfirvinnubanni á Landspítalanum og öðrum stofnunum þar sem ljósmæður sinna yfirvinnu. Katrín segir að undirbúningur aðgerðanna taki um tvær vikur. Því má búast við því að verkfallsaðgerðir hefjist skömmu eftir næstu mánaðamót en þann 1. júlí taka gildi uppsagnir 19 ljósmæðra á Landspítalanum. Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hjá ríkissáttasemjara sem hófst klukkan 11 í morgun lauk án niðurstöðu um klukkan 13. Katrín segir að fundurinn hafi verið meiri stöðufundur heldur en eiginlegur samningafundur. Fundurinn var sá fyrsti á milli deiluaðila eftir að ljósmæður felldu kjarasamning sem skrifað var undir í maí. Stefnt er að næsta fundi á fimmtudaginn í næstu viku. „Þetta lítur mjög illa út og þetta er mjög alvarleg staða. Við í kjaranefnd Ljósmæðrafélagsins göngum að samningaborðinu með það að vilja vinna í lausnum, funda hratt og vel og að það sér reynt að komast samningsfleti sem fyrst. Við höfum lagt fram okkar kröfur, það hefur ekki staðið á því, en nú bíðum við efir umboði og vilja frá umboðsmönnum ríkisstjórnarinnar að mæta okkur og klára þetta,“ segir Katrín. Ljósmæðrafélagið hefur umboð frá félagsmönnum til að boða til verkfalls á heilsugæslum. Katrín segist ekki vita hvort komi til þess eða hvort það verði yfir höfuð núna en byrjað verði á því að boða til yfirvinnubanns.En ætlið þið að fara í þetta núna eða bíða og sjá hvað kemur út úr samningafundinum næsta fimmtudag? „Við erum bara að undirbúa þetta en það tekur um hálfan mánuð að undirbúa svona verkfallsaðgerð.“
Kjaramál Tengdar fréttir Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15 Sýna ljósmæðrum stuðning á kvenréttindadaginn Hópur fólks mætir til stuðningsfundar í Mæðragarðinum síðdegis. 19. júní 2018 12:30 Óttast áhrif kjaradeilunnar á geðheilsu verðandi foreldra og barna þeirra Óvissan sem uppi er vegna kjaradeilu ljósmæðra getur haft áhrif á verðandi foreldra og börn þeirra til framtíðar að sögn geðlæknis. Fjárfesting í þjónustu við sængurkonur og nýbura geti sparað ríkinu mikla fjármuni til lengri tíma litið. 18. júní 2018 20:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15
Sýna ljósmæðrum stuðning á kvenréttindadaginn Hópur fólks mætir til stuðningsfundar í Mæðragarðinum síðdegis. 19. júní 2018 12:30
Óttast áhrif kjaradeilunnar á geðheilsu verðandi foreldra og barna þeirra Óvissan sem uppi er vegna kjaradeilu ljósmæðra getur haft áhrif á verðandi foreldra og börn þeirra til framtíðar að sögn geðlæknis. Fjárfesting í þjónustu við sængurkonur og nýbura geti sparað ríkinu mikla fjármuni til lengri tíma litið. 18. júní 2018 20:30