Stjörnur sniðganga Fox vegna umfjöllunar um aðskilnað barna og foreldra Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 20. júní 2018 08:46 Margir eru ævareiðir vegna umfjöllunar Fox News um börnin Vísir/Getty Nokkrir þekktir leikstjórar og framleiðendur í Hollywood hóta að sniðganga útgáfu- og framleiðslufyrirtækið Fox vegna þess sem þeir kalla skammarlega umfjöllun fréttastöðvarinnar Fox News um aðskilnað hælisleitenda við börn sín. Þáttastjórnendur stöðvarinnar hafa lýst yfir fullum stuðningi við aðgerðir Trump stjórnarinnar, að aðskilja börn frá foreldrum og setja í flóttamannabúðir, og gert lítið úr vanda barnanna. Meðal álitsgjafa þeirra í málinu má nefna Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningastjóra Trumps forseta. Hann vakti töluverða reiði í einu viðtali þegar hann hæddist að sorgarsögu um 10 ára stúlku með Downs heilkenni sem var aðskilin frá móður sinni og læst inni.Annar tíður álitsgjafi, hin afar umdeilda Ann Coulter, fullyrti að þau börn sem sæjust grátandi í búrum á fréttamyndum væru bara leikarar og allt væri þetta sviðsett. Í sama þætti sagði þáttastjórnandi að aðstæður barnanna í haldi væru álíkar sumarbúðum. Þá tók stöðin viðtal við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Trump stjórnarinnar, þar sem hann sagði ósanngjarnt að bera aðgerðirnar saman við framferði nasista í helförinni. Munurinn væri sá að nasistar hafi bannað gyðingum að fara frá Þýskalandi en í þessu tilviki sé heili tilgangurinn einmitt að koma fólkinu úr landi. Fox News tilheyrir Fox Samsteypunni ásamt framleiðslufyrirtækinu 21st Century Fox. Steve Levitan, höfundur hinna geysivinsælu gamanþátta Modern Family, segist einfaldlega ekki geta sætt sig við að vinna fyrir sama fyrirtæki lengur. Fordæmir hann ummæli Ann Coulter um leikaraskap sérstaklega og segir þau bera vott um hreina illsku. Levitan segir að hann muni klára núverandi þáttaröð eins og samningar segi til um en síðan sé samstarfinu lokið, sama hvort honum takist að selja þættina til annarra stöðva eða ekki.I look forward to seeing #ModernFamily through to the end and then, sale or no sale, setting up shop elsewhere.— Steve Levitan (@SteveLevitan) June 19, 2018 Seth MacFarlane, sem er meðal annars höfundur þáttanna Family Guy sem sýndir eru á Fox, tekur í sama streng. Hann segir að Fox News básúni skoðunum frá ystu öfgum umræðunnar og hann skammist sín fyrir að starfa fyrir samsteypuna.In other words, don't think critically, don't consult multiple news sources, and in general, don't use your brain. Just blindly obey Fox News. This is fringe shit, and it's business like this that makes me embarrassed to work for this company. https://t.co/kC7MPYxdgZ— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) June 16, 2018 Apatow er einn farsælasti framleiðandi og leikstjóri gamanmyndi á síðari árumHinn afar farsæli leikstjóri og framleiðandi Judd Apatow var í kjölfarið spurður á Twitter hvort hann gæti hugsað sér að hætta öllu samstarfi við Fox vegna málsins. Apatow hefur meðal annars gert þættina Freaks and Geeks og Girls, auk kvikmynda á borð við Anchorman, The 40 Year Old Virgin, Superbad, Bridesmaids og svo mætti lengi telja. Apatow var fljótur að svara því til að hann hafi tekið þá ákvörðun fyrir sextán árum að vinna aldrei aftur fyrir Fox. Fyrirtækið breiði út hugmyndir sem einkennist af illsku og standi fyrir græðgi og spillingu. Apatow gekk síðan lengra og sagði Trump stjórnina seka um að pynta börn. Hvatti hann leikara, framleiðendur, blaðamenn, íþróttamenn og stjórnendur sem starfi fyrir Fox til að láta í sér heyra. Paul Feig, sem var meðal annars framleiðandi myndanna Bridesmaids og endurgerðarinnar af Ghostbusters, lýsti því síðan yfir í gær að hann fordæmdi fyrirtækið og gaf í skyn að hann myndi ekki gera fleiri myndir fyrir kvikmyndaver Fox. Þess má geta að tímasetningin þessara mótmæla er frekar sérstök í ljósi þess að Fox samsteypan er að ganga frá samningi um að selja þann hluta fyrirtækisins sem framleiðir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Því er líklegt að Fox News verði brátt aðskilið fyrirtæki sem tengist ekki kvikmyndaverinu. Tengdar fréttir Mikil reiði vegna stefnu um börn ólöglegra innflytjenda Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. 18. júní 2018 23:13 Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Nokkrir þekktir leikstjórar og framleiðendur í Hollywood hóta að sniðganga útgáfu- og framleiðslufyrirtækið Fox vegna þess sem þeir kalla skammarlega umfjöllun fréttastöðvarinnar Fox News um aðskilnað hælisleitenda við börn sín. Þáttastjórnendur stöðvarinnar hafa lýst yfir fullum stuðningi við aðgerðir Trump stjórnarinnar, að aðskilja börn frá foreldrum og setja í flóttamannabúðir, og gert lítið úr vanda barnanna. Meðal álitsgjafa þeirra í málinu má nefna Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningastjóra Trumps forseta. Hann vakti töluverða reiði í einu viðtali þegar hann hæddist að sorgarsögu um 10 ára stúlku með Downs heilkenni sem var aðskilin frá móður sinni og læst inni.Annar tíður álitsgjafi, hin afar umdeilda Ann Coulter, fullyrti að þau börn sem sæjust grátandi í búrum á fréttamyndum væru bara leikarar og allt væri þetta sviðsett. Í sama þætti sagði þáttastjórnandi að aðstæður barnanna í haldi væru álíkar sumarbúðum. Þá tók stöðin viðtal við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Trump stjórnarinnar, þar sem hann sagði ósanngjarnt að bera aðgerðirnar saman við framferði nasista í helförinni. Munurinn væri sá að nasistar hafi bannað gyðingum að fara frá Þýskalandi en í þessu tilviki sé heili tilgangurinn einmitt að koma fólkinu úr landi. Fox News tilheyrir Fox Samsteypunni ásamt framleiðslufyrirtækinu 21st Century Fox. Steve Levitan, höfundur hinna geysivinsælu gamanþátta Modern Family, segist einfaldlega ekki geta sætt sig við að vinna fyrir sama fyrirtæki lengur. Fordæmir hann ummæli Ann Coulter um leikaraskap sérstaklega og segir þau bera vott um hreina illsku. Levitan segir að hann muni klára núverandi þáttaröð eins og samningar segi til um en síðan sé samstarfinu lokið, sama hvort honum takist að selja þættina til annarra stöðva eða ekki.I look forward to seeing #ModernFamily through to the end and then, sale or no sale, setting up shop elsewhere.— Steve Levitan (@SteveLevitan) June 19, 2018 Seth MacFarlane, sem er meðal annars höfundur þáttanna Family Guy sem sýndir eru á Fox, tekur í sama streng. Hann segir að Fox News básúni skoðunum frá ystu öfgum umræðunnar og hann skammist sín fyrir að starfa fyrir samsteypuna.In other words, don't think critically, don't consult multiple news sources, and in general, don't use your brain. Just blindly obey Fox News. This is fringe shit, and it's business like this that makes me embarrassed to work for this company. https://t.co/kC7MPYxdgZ— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) June 16, 2018 Apatow er einn farsælasti framleiðandi og leikstjóri gamanmyndi á síðari árumHinn afar farsæli leikstjóri og framleiðandi Judd Apatow var í kjölfarið spurður á Twitter hvort hann gæti hugsað sér að hætta öllu samstarfi við Fox vegna málsins. Apatow hefur meðal annars gert þættina Freaks and Geeks og Girls, auk kvikmynda á borð við Anchorman, The 40 Year Old Virgin, Superbad, Bridesmaids og svo mætti lengi telja. Apatow var fljótur að svara því til að hann hafi tekið þá ákvörðun fyrir sextán árum að vinna aldrei aftur fyrir Fox. Fyrirtækið breiði út hugmyndir sem einkennist af illsku og standi fyrir græðgi og spillingu. Apatow gekk síðan lengra og sagði Trump stjórnina seka um að pynta börn. Hvatti hann leikara, framleiðendur, blaðamenn, íþróttamenn og stjórnendur sem starfi fyrir Fox til að láta í sér heyra. Paul Feig, sem var meðal annars framleiðandi myndanna Bridesmaids og endurgerðarinnar af Ghostbusters, lýsti því síðan yfir í gær að hann fordæmdi fyrirtækið og gaf í skyn að hann myndi ekki gera fleiri myndir fyrir kvikmyndaver Fox. Þess má geta að tímasetningin þessara mótmæla er frekar sérstök í ljósi þess að Fox samsteypan er að ganga frá samningi um að selja þann hluta fyrirtækisins sem framleiðir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Því er líklegt að Fox News verði brátt aðskilið fyrirtæki sem tengist ekki kvikmyndaverinu.
Tengdar fréttir Mikil reiði vegna stefnu um börn ólöglegra innflytjenda Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. 18. júní 2018 23:13 Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Mikil reiði vegna stefnu um börn ólöglegra innflytjenda Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. 18. júní 2018 23:13
Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04
Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29