Kveiktu í farþegaflugvél Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2018 07:13 Mótmælendur vilja að forsætisráðherra landsins segi af sér. Guardian Óttast er að óeirðir sem brutust út á Papúa Nýju-Gíneu í liðinni viku geti þróast út í borgarastyrjöld. Eftir að þarlendir dómstólar höfnuðu beiðni frambjóðanda hafa stuðningsmenn hans borið eld að farþegaflugvél, opinberum byggingum og heimili ríkisstjóra. Þá hefur einnig verið ráðist að tveimur lögreglubílum. Mótmælin mögnuðust um helgina þegar hópur fólks, líklega um 300 til 400 manns, gekk fylktu liði um vesturhluta landsins vopnaður sveðjum og öflugum skotvopnum. Ferðinni var heitið að borginni Mendi þar sem kallað var eftir afsögn forsætisráðherrans Peter O'Neill. Enn sem komið er hefur enginn látist í mótmælunum en heimamenn óttast að eldfimt ástandið getið farið úr böndunum.Angry supporters of a losing election candidate have burned an Air Niugini plane in #PNG's Southern Highlands. pic.twitter.com/41nCoYmW1Y— Eric Tlozek (@EricTlozek) June 14, 2018 Haft er eftir íbúa borgarinnar á vef Guardian að lítið megi út af bregða. Mótmælendur séu þungvopnaðir og mjög reiðir. Heimamanninum finnist því eins og mótmælendurnir séu að kalla eftir borgarastyrjöld. Papúa Nýja-Gínea mun hýsa fund APEC (Efnahagssamstarf Asíu- og Kyrrahafsríkjanna) í nóvember næstkomandi. Forsætisráðherra landsins hefur síðustu daga ítrekað reynt að sannfæra hina væntanlegu fundarmenn um að ekkert sé að óttast, eyjan sé örugg þrátt fyrir óeirðirnar. Meðal þeirra sem munu sækja fundinn verða Bandaríkjaforsetinn Donald Trump og forsætisráðherra Ástralíu, Malcom Turnbull. Mótmælin hófust á fimmtudag þegar beiðni Joseph Kobol, frambjóðanda til ríkisstjóra, var vísað frá þarlendum dómstólum en hann dró úrslit kosninganna á síðasta ári í efa. Stuðningsmenn hans brugðust ókvæða við og kveiktu meðal annars í þotu, bæjarskrifstofum, verksmiðjum og heimili ríkisstjórans William Powi. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í héraðinu þar sem mótmælin hafa staðið yfir síðustu daga. Íbúar þess mega því ekki yfirgefa heimili sín frá klukkan 18 á kvöldin til klukkan 06:00 á morgnanna. Þá hefur sendinefnd Sameinuðu þjóðanna í héraðinu verið send annað og Rauði krossinn hefur jafnframt stöðvað starfsemi sína á svæðinu. Ástralía Eyjaálfa Papúa Nýja-Gínea Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Flutningabíl ekið inn í þvögu í Tel Aviv Lokaði unnustann í ferðatösku þar til hann lést Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Ísrael gerir loftárás á Íran Víðfrægur rappari grunaður um að ráða launmorðingja Ógnarstór loftsteinaárekstur eins og áburður fyrir líf á jörðinni Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Sjá meira
Óttast er að óeirðir sem brutust út á Papúa Nýju-Gíneu í liðinni viku geti þróast út í borgarastyrjöld. Eftir að þarlendir dómstólar höfnuðu beiðni frambjóðanda hafa stuðningsmenn hans borið eld að farþegaflugvél, opinberum byggingum og heimili ríkisstjóra. Þá hefur einnig verið ráðist að tveimur lögreglubílum. Mótmælin mögnuðust um helgina þegar hópur fólks, líklega um 300 til 400 manns, gekk fylktu liði um vesturhluta landsins vopnaður sveðjum og öflugum skotvopnum. Ferðinni var heitið að borginni Mendi þar sem kallað var eftir afsögn forsætisráðherrans Peter O'Neill. Enn sem komið er hefur enginn látist í mótmælunum en heimamenn óttast að eldfimt ástandið getið farið úr böndunum.Angry supporters of a losing election candidate have burned an Air Niugini plane in #PNG's Southern Highlands. pic.twitter.com/41nCoYmW1Y— Eric Tlozek (@EricTlozek) June 14, 2018 Haft er eftir íbúa borgarinnar á vef Guardian að lítið megi út af bregða. Mótmælendur séu þungvopnaðir og mjög reiðir. Heimamanninum finnist því eins og mótmælendurnir séu að kalla eftir borgarastyrjöld. Papúa Nýja-Gínea mun hýsa fund APEC (Efnahagssamstarf Asíu- og Kyrrahafsríkjanna) í nóvember næstkomandi. Forsætisráðherra landsins hefur síðustu daga ítrekað reynt að sannfæra hina væntanlegu fundarmenn um að ekkert sé að óttast, eyjan sé örugg þrátt fyrir óeirðirnar. Meðal þeirra sem munu sækja fundinn verða Bandaríkjaforsetinn Donald Trump og forsætisráðherra Ástralíu, Malcom Turnbull. Mótmælin hófust á fimmtudag þegar beiðni Joseph Kobol, frambjóðanda til ríkisstjóra, var vísað frá þarlendum dómstólum en hann dró úrslit kosninganna á síðasta ári í efa. Stuðningsmenn hans brugðust ókvæða við og kveiktu meðal annars í þotu, bæjarskrifstofum, verksmiðjum og heimili ríkisstjórans William Powi. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í héraðinu þar sem mótmælin hafa staðið yfir síðustu daga. Íbúar þess mega því ekki yfirgefa heimili sín frá klukkan 18 á kvöldin til klukkan 06:00 á morgnanna. Þá hefur sendinefnd Sameinuðu þjóðanna í héraðinu verið send annað og Rauði krossinn hefur jafnframt stöðvað starfsemi sína á svæðinu.
Ástralía Eyjaálfa Papúa Nýja-Gínea Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Flutningabíl ekið inn í þvögu í Tel Aviv Lokaði unnustann í ferðatösku þar til hann lést Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Ísrael gerir loftárás á Íran Víðfrægur rappari grunaður um að ráða launmorðingja Ógnarstór loftsteinaárekstur eins og áburður fyrir líf á jörðinni Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Sjá meira