Kannabis lögleitt í Kanada Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2018 06:00 Kanada fetar í fótspor Úrúgvæ. Vísir/Getty Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að heimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. Löggjöfin sem samþykkt var í gærkvöldi, með 52 atkvæðum gegn 29, kveður á um hvernig efnið skuli ræktað, selt og hvernig því skuli dreift í Kanada. Ætlað er að Kanadamenn geti löglega keypt sér kannabis með haustinu. Varsla kannabis varð fyrst gerð ólögleg í Kanada árið 1923 en notkun efnisins í lækningaskyni var heimiluð árið 2001. Á næstu mánuðum geta Kanadamenn hins vegar keypt sér kannabis og kannabisolíu hjá vottuðum söluaðilum í völdum útibúum. Kannabiskaupaaldurinn verður 18 ár en nokkur kanadísk héröð hafa farið fram á að hann verði 19 ár. Með samþykkt gærkvöldsins er Kanada þar með annað landið í heiminum sem löggildir vímuefnið að fullu en Úrúgvæ reið á vaðið árið 2013. Þá hafa nokkur fylki í Bandaríkjunum einnig rýmkað löggjafir sínar í málaflokknum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fagnaði niðurstöðunni í gærkvöldi. Hann segir að fram til þess hafi börn átt of auðvelt með að nálgast efnið í landinu - „og fyrir glæpamenn að hirða gróðann.“ Talið er að Kanadamenn hafi varið næstum 500 milljörðum króna í kannabis árið 2015, álíka miklu og í vín það árið. Löggæsluyfirvöld og sveitarstjórnir munu fá um 8 til 12 vikur til að undirbúa sig fyrir lagabreytinguna. Er það talinn nægur tími til að koma á laggirnar hinum formlegu kannabisverslunum.It's been too easy for our kids to get marijuana - and for criminals to reap the profits. Today, we change that. Our plan to legalize & regulate marijuana just passed the Senate. #PromiseKept— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 20, 2018 Tengdar fréttir Íhaldsmaður vill bylta löggjöf Breta um kannabis Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. 19. júní 2018 06:32 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að heimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. Löggjöfin sem samþykkt var í gærkvöldi, með 52 atkvæðum gegn 29, kveður á um hvernig efnið skuli ræktað, selt og hvernig því skuli dreift í Kanada. Ætlað er að Kanadamenn geti löglega keypt sér kannabis með haustinu. Varsla kannabis varð fyrst gerð ólögleg í Kanada árið 1923 en notkun efnisins í lækningaskyni var heimiluð árið 2001. Á næstu mánuðum geta Kanadamenn hins vegar keypt sér kannabis og kannabisolíu hjá vottuðum söluaðilum í völdum útibúum. Kannabiskaupaaldurinn verður 18 ár en nokkur kanadísk héröð hafa farið fram á að hann verði 19 ár. Með samþykkt gærkvöldsins er Kanada þar með annað landið í heiminum sem löggildir vímuefnið að fullu en Úrúgvæ reið á vaðið árið 2013. Þá hafa nokkur fylki í Bandaríkjunum einnig rýmkað löggjafir sínar í málaflokknum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fagnaði niðurstöðunni í gærkvöldi. Hann segir að fram til þess hafi börn átt of auðvelt með að nálgast efnið í landinu - „og fyrir glæpamenn að hirða gróðann.“ Talið er að Kanadamenn hafi varið næstum 500 milljörðum króna í kannabis árið 2015, álíka miklu og í vín það árið. Löggæsluyfirvöld og sveitarstjórnir munu fá um 8 til 12 vikur til að undirbúa sig fyrir lagabreytinguna. Er það talinn nægur tími til að koma á laggirnar hinum formlegu kannabisverslunum.It's been too easy for our kids to get marijuana - and for criminals to reap the profits. Today, we change that. Our plan to legalize & regulate marijuana just passed the Senate. #PromiseKept— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 20, 2018
Tengdar fréttir Íhaldsmaður vill bylta löggjöf Breta um kannabis Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. 19. júní 2018 06:32 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Íhaldsmaður vill bylta löggjöf Breta um kannabis Fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, William Hague, kallar eftir því að stjórnvöld þar í landi gjörbylti löggjöf sinni um kannabis. 19. júní 2018 06:32