Svaf í tvo tíma á ferð sinni í kringum landið Bergþór Másson skrifar 30. júní 2018 21:45 Elín V. Magnúsdóttir með hjól í hönd. Facebook/Elín - WOW Cyclothon 2018 Elín V. Magnúsdóttir svaf lítið á meðan hún hjólaði í kringum landið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag er hún fyrsta konan í sögunni til þess að klára einstaklingskeppni WOW Cyclothon. WOW Cyclothon er árleg hjólreiðakeppni þar sem keppendur hjóla hringinn í kringum Ísland, 1.358 kílómetra, á undir fjórum sólarhringum. WOW Cyclothon safnar pening fyrir ný góðgerðarsamtök á hverju ári, en í ár söfnuðust 13,7 milljónir króna fyrir Landsbjörg. WOW Cyclothon er fyrsta hjólareiðakeppnin sem Elín tekur þátt í. Hún er þó enginn nýgræðingur þegar það kemur að útivist og hreyfingu, en hún hefur meðal annars gengið á Kilimanjaro (hæsta fjall Afríku, 5.895 m) og komið tvisvar í grunnbúðir Everest.Lyfjafræðingur í krefjandi aðstæðum Elín starfar sem lyfjafræðingur á rannsóknarstofu Háskola Íslands en hefur einnig unnið fyrir björgunarsveit. Í samtali við Vísi segir hún Cyclothon-ið vera það mest krefjandi og stærsta sem hún hafi gert hingað til. Einnig segir Elín að reynsla hennar frá erfiðum fjallgöngum geri það að verkum að hún treystir sér í krefjandi aðstæður. Hér má sjá myndband frá því þegar Elín lauk keppni.Tveggja tíma svefn í fjögurra daga túr Að hjóla 1.358 kílómetra á undir fjórum sólarhringum krefst gríðarlegs úthalds og viljastyrks. Skiljanlega gefst keppendum ekki mikill tími til svefns, en Elín segir að á þessum þremur og hálfum dögum hafi hún einungis sofið í um það bil tvær klukkustundir „Maður hafði mjög lítinn tíma til að sofa, það var einn svona rúmlega klukkutíma blundur og svo nokkrir stuttir, 10, 15, 20 mínútur svona af og til þegar maður var orðinn verulega syfjaður og farin að dotta á hjólinu.“Fréttin hefur verið uppfærð. Wow Cyclothon Tengdar fréttir Elín fyrst kvenna til að ljúka einstaklingskeppni WOW Cyclothon Elín V. Magnúsdóttir hjólaði í mark í nótt innan tímamarka keppninnar. 30. júní 2018 08:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Elín V. Magnúsdóttir svaf lítið á meðan hún hjólaði í kringum landið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag er hún fyrsta konan í sögunni til þess að klára einstaklingskeppni WOW Cyclothon. WOW Cyclothon er árleg hjólreiðakeppni þar sem keppendur hjóla hringinn í kringum Ísland, 1.358 kílómetra, á undir fjórum sólarhringum. WOW Cyclothon safnar pening fyrir ný góðgerðarsamtök á hverju ári, en í ár söfnuðust 13,7 milljónir króna fyrir Landsbjörg. WOW Cyclothon er fyrsta hjólareiðakeppnin sem Elín tekur þátt í. Hún er þó enginn nýgræðingur þegar það kemur að útivist og hreyfingu, en hún hefur meðal annars gengið á Kilimanjaro (hæsta fjall Afríku, 5.895 m) og komið tvisvar í grunnbúðir Everest.Lyfjafræðingur í krefjandi aðstæðum Elín starfar sem lyfjafræðingur á rannsóknarstofu Háskola Íslands en hefur einnig unnið fyrir björgunarsveit. Í samtali við Vísi segir hún Cyclothon-ið vera það mest krefjandi og stærsta sem hún hafi gert hingað til. Einnig segir Elín að reynsla hennar frá erfiðum fjallgöngum geri það að verkum að hún treystir sér í krefjandi aðstæður. Hér má sjá myndband frá því þegar Elín lauk keppni.Tveggja tíma svefn í fjögurra daga túr Að hjóla 1.358 kílómetra á undir fjórum sólarhringum krefst gríðarlegs úthalds og viljastyrks. Skiljanlega gefst keppendum ekki mikill tími til svefns, en Elín segir að á þessum þremur og hálfum dögum hafi hún einungis sofið í um það bil tvær klukkustundir „Maður hafði mjög lítinn tíma til að sofa, það var einn svona rúmlega klukkutíma blundur og svo nokkrir stuttir, 10, 15, 20 mínútur svona af og til þegar maður var orðinn verulega syfjaður og farin að dotta á hjólinu.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Elín fyrst kvenna til að ljúka einstaklingskeppni WOW Cyclothon Elín V. Magnúsdóttir hjólaði í mark í nótt innan tímamarka keppninnar. 30. júní 2018 08:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Elín fyrst kvenna til að ljúka einstaklingskeppni WOW Cyclothon Elín V. Magnúsdóttir hjólaði í mark í nótt innan tímamarka keppninnar. 30. júní 2018 08:00