Mun ræða við Pútín um Sýrland, Úkraínu og bandarísku kosningarnar Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2018 17:26 Vladimír Pútín og Donald Trump hittust á fundi APEC-ríkja í Víetnam í nóvember á síðasta ári. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni ræða um afskipti rússneskra stjórnvalda að bandarísku forsetakosningunum árið 2016 þegar hann fundar með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki um miðjan júlímánuð. Trump segist einnig ætla að ræða um ástandið í Sýrlandi og Úkraínu. Fundurinn í Helsinki verður fyrsti leiðtogafundur Trump og Pútín frá því að Trump tók við embætti þó að þeir hafi áður átt óopinbera fundi í tengslum við fjölmenna alþjóðlega leiðtogafundi. „Við munum ræða um Úkraínu, við munum ræða um Sýrland. Við munum ræða um kosningar. Við viljum ekki að neinn hafi áhrif á framkvæmd kosninga,“ sagði Trump við fjölmiðla í gær. Í frétt SVT kemur fram að bandarískar öryggisstofnanir hafi áður lýst því yfir í skýrslum að forsetinn rússneski hafi gefið fyrirmæli um að reynt yrði að hafa áhrif á niðurstöðu bandarísku kosningarnar. Þá hefur Robert Mueller, sérstakur saksóknari, rannsakað hvort Rússar hafi verið í samskiptum við teymi Donalds Trump í kosningabaráttunni. Trump og Pútín hafa þó báðir lýst því yfir að Rússar hafi ekki reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Trump segist þó ætla að taka upp málið í Helsinki. „Ég mun ræða við hann um allt.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leiðtogafundur Trumps og Pútíns í Helsinki í næsta mánuði Donald Trump Bandaríkjaforseti mun eiga leiðtogafund með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í næsta mánuði, þann 16. júlí. 28. júní 2018 12:55 Tólfti loftsteinsgígurinn fundinn í Finnlandi Hópur vísindamanna við jarðvísindastofnun Finnlands, háskólann í Helsinki og háskólann í Tartu í Eistlandi hefur uppgötvað ævafornan loftsteinsgíg í Mið-Finnlandi. 28. júní 2018 06:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni ræða um afskipti rússneskra stjórnvalda að bandarísku forsetakosningunum árið 2016 þegar hann fundar með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki um miðjan júlímánuð. Trump segist einnig ætla að ræða um ástandið í Sýrlandi og Úkraínu. Fundurinn í Helsinki verður fyrsti leiðtogafundur Trump og Pútín frá því að Trump tók við embætti þó að þeir hafi áður átt óopinbera fundi í tengslum við fjölmenna alþjóðlega leiðtogafundi. „Við munum ræða um Úkraínu, við munum ræða um Sýrland. Við munum ræða um kosningar. Við viljum ekki að neinn hafi áhrif á framkvæmd kosninga,“ sagði Trump við fjölmiðla í gær. Í frétt SVT kemur fram að bandarískar öryggisstofnanir hafi áður lýst því yfir í skýrslum að forsetinn rússneski hafi gefið fyrirmæli um að reynt yrði að hafa áhrif á niðurstöðu bandarísku kosningarnar. Þá hefur Robert Mueller, sérstakur saksóknari, rannsakað hvort Rússar hafi verið í samskiptum við teymi Donalds Trump í kosningabaráttunni. Trump og Pútín hafa þó báðir lýst því yfir að Rússar hafi ekki reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Trump segist þó ætla að taka upp málið í Helsinki. „Ég mun ræða við hann um allt.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leiðtogafundur Trumps og Pútíns í Helsinki í næsta mánuði Donald Trump Bandaríkjaforseti mun eiga leiðtogafund með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í næsta mánuði, þann 16. júlí. 28. júní 2018 12:55 Tólfti loftsteinsgígurinn fundinn í Finnlandi Hópur vísindamanna við jarðvísindastofnun Finnlands, háskólann í Helsinki og háskólann í Tartu í Eistlandi hefur uppgötvað ævafornan loftsteinsgíg í Mið-Finnlandi. 28. júní 2018 06:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Leiðtogafundur Trumps og Pútíns í Helsinki í næsta mánuði Donald Trump Bandaríkjaforseti mun eiga leiðtogafund með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í næsta mánuði, þann 16. júlí. 28. júní 2018 12:55
Tólfti loftsteinsgígurinn fundinn í Finnlandi Hópur vísindamanna við jarðvísindastofnun Finnlands, háskólann í Helsinki og háskólann í Tartu í Eistlandi hefur uppgötvað ævafornan loftsteinsgíg í Mið-Finnlandi. 28. júní 2018 06:00