Drake slær sölumet og Michael Jackson hjálpar frá gröfinni Bergþór Másson skrifar 30. júní 2018 16:27 Plötuumslag Scorpion. Instagram @Champagnepapi Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake gaf út plötuna „Scorpion“ í gær. Gestir á plötunni eru, ásamt fleirum, konungur rappsins, Jay-Z, og konungur poppsins, Michael Jackson. Samkvæmt SpotifyCharts, voru lög plötunnar spiluð 132.450.203 sinnum á Spotify fyrsta sólahringinn, og sló platan þar með eins dags sölumet Spotify um meira en 50.000.000 hlustanir. Núverandi landslag tónlistarbransans einkennist af innbyrðis keppni plötufyrirtækja um að selja eins mikið af plötum og mögulegt er í fyrstu viku útgáfunnar. Árið 2014 urðu stakkaskipti í tónlistarbransanum, þegar ákveðið var að spilanir platna á streymisveitum skyldu gilda í gagnagrunni Billboard um hefðbundna plötusölu. 1500 spilanir á streymisveitu eru þá reiknaðar sem jafngildi einnar hefðbundinnar plötusölu. Þessar breytingar leiddu til þess að því fleiri lög sem tónlistarmaður setur á plötuna sína, því meiri pening græðir hann, plötufyrirtækið og streymisveitan. Þess vegna hefur lagafjöldi nýrra platna almennt stóraukist.Stútfull plata með eitthvað fyrir alla Á Scorpion, fimmtu plötu Drakes, eru 25 lög. Einnig skiptist platan í tvo parta, A hlið, þar sem rapp er í aðalhlutverki, og B hlið, þar sem flest lög eru sungin. Umfjöllunarefni plötunnar eru fjölbreytt og ekki mjög frábrugðin eldri plötum kappans. Samband hans við foreldra sína, kvennavandamál, stöðugt ofsóknaræði, almennt mont, og hótanir í garð fjandmanna sinna koma meðal annars til sögu. Eins og Vísir fjallaði um á dögunum, var Drake ásakaður af rapparanum Pusha T um að afneita syni sínum og fela hann frá almenningi. Á plötunni tjáir Drake sig í fyrsta skipti um málið og rappar: „Ég var ekki að fela son minn frá heiminum, heldur var ég að fela heiminn frá syni mínum.“ A post shared by champagnepapi (@champagnepapi) on Jun 28, 2018 at 3:56pm PDTDrake og Jackson Það vakti mikla athygli þegar poppgoðsögnin Michael Jackson, sem lést árið 2009, akkúrat þegar ferill Drakes var nýhafinn, kom fram á laginu „Don't Matter To Me.“ Drake hefur oft lýst aðdáun sinni á Michael Jackson og telur hann sem sína helstu fyrirmynd. Drake fékk áður óútgefin söng Michael Jacksons, sem var tekin upp árið 1983, í kringum Thriller tímabil Jacksons, frá lagahöfundinum Paul Anka, sem vann með Jackson í níunda áratugnum. One of the great nights...lots to follow! Love working with Drake! #paulankatour #recordingsession #canadian #canada #drake A post shared by Paul Anka (@paulankaofficial) on Feb 27, 2018 at 1:27pm PSTHér má hlusta á plötuna á Spotify. Tónlist Tengdar fréttir Drake hótaði áhorfanda sem var að káfa á stúlkum "Ef þú hættir ekki að snerta stelpur kem ég þangað og lem þig í fjandans klessu.“ 16. nóvember 2017 23:10 Rapparinn Drake ásakaður um að afneita eigin syni Rapparinn Drake er ásakaður um að afneita eigin syni og barnsmóður í nýútgefni "disslagi“ Pusha T. 4. júní 2018 16:54 Drake, Travis Scott og JuJu spiluðu Fortnite með Ninja og slógu áhorfsmet Tónlistarmennirnir Drake og Travis Scott ásamt NFL-leikmanninum JuJu Smith-Schuster gengu óvænt til liðs við tölvuleikjastreymandann Ninja í útsendingu á streymisvefnum Twitch í fyrrinótt. 16. mars 2018 12:28 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake gaf út plötuna „Scorpion“ í gær. Gestir á plötunni eru, ásamt fleirum, konungur rappsins, Jay-Z, og konungur poppsins, Michael Jackson. Samkvæmt SpotifyCharts, voru lög plötunnar spiluð 132.450.203 sinnum á Spotify fyrsta sólahringinn, og sló platan þar með eins dags sölumet Spotify um meira en 50.000.000 hlustanir. Núverandi landslag tónlistarbransans einkennist af innbyrðis keppni plötufyrirtækja um að selja eins mikið af plötum og mögulegt er í fyrstu viku útgáfunnar. Árið 2014 urðu stakkaskipti í tónlistarbransanum, þegar ákveðið var að spilanir platna á streymisveitum skyldu gilda í gagnagrunni Billboard um hefðbundna plötusölu. 1500 spilanir á streymisveitu eru þá reiknaðar sem jafngildi einnar hefðbundinnar plötusölu. Þessar breytingar leiddu til þess að því fleiri lög sem tónlistarmaður setur á plötuna sína, því meiri pening græðir hann, plötufyrirtækið og streymisveitan. Þess vegna hefur lagafjöldi nýrra platna almennt stóraukist.Stútfull plata með eitthvað fyrir alla Á Scorpion, fimmtu plötu Drakes, eru 25 lög. Einnig skiptist platan í tvo parta, A hlið, þar sem rapp er í aðalhlutverki, og B hlið, þar sem flest lög eru sungin. Umfjöllunarefni plötunnar eru fjölbreytt og ekki mjög frábrugðin eldri plötum kappans. Samband hans við foreldra sína, kvennavandamál, stöðugt ofsóknaræði, almennt mont, og hótanir í garð fjandmanna sinna koma meðal annars til sögu. Eins og Vísir fjallaði um á dögunum, var Drake ásakaður af rapparanum Pusha T um að afneita syni sínum og fela hann frá almenningi. Á plötunni tjáir Drake sig í fyrsta skipti um málið og rappar: „Ég var ekki að fela son minn frá heiminum, heldur var ég að fela heiminn frá syni mínum.“ A post shared by champagnepapi (@champagnepapi) on Jun 28, 2018 at 3:56pm PDTDrake og Jackson Það vakti mikla athygli þegar poppgoðsögnin Michael Jackson, sem lést árið 2009, akkúrat þegar ferill Drakes var nýhafinn, kom fram á laginu „Don't Matter To Me.“ Drake hefur oft lýst aðdáun sinni á Michael Jackson og telur hann sem sína helstu fyrirmynd. Drake fékk áður óútgefin söng Michael Jacksons, sem var tekin upp árið 1983, í kringum Thriller tímabil Jacksons, frá lagahöfundinum Paul Anka, sem vann með Jackson í níunda áratugnum. One of the great nights...lots to follow! Love working with Drake! #paulankatour #recordingsession #canadian #canada #drake A post shared by Paul Anka (@paulankaofficial) on Feb 27, 2018 at 1:27pm PSTHér má hlusta á plötuna á Spotify.
Tónlist Tengdar fréttir Drake hótaði áhorfanda sem var að káfa á stúlkum "Ef þú hættir ekki að snerta stelpur kem ég þangað og lem þig í fjandans klessu.“ 16. nóvember 2017 23:10 Rapparinn Drake ásakaður um að afneita eigin syni Rapparinn Drake er ásakaður um að afneita eigin syni og barnsmóður í nýútgefni "disslagi“ Pusha T. 4. júní 2018 16:54 Drake, Travis Scott og JuJu spiluðu Fortnite með Ninja og slógu áhorfsmet Tónlistarmennirnir Drake og Travis Scott ásamt NFL-leikmanninum JuJu Smith-Schuster gengu óvænt til liðs við tölvuleikjastreymandann Ninja í útsendingu á streymisvefnum Twitch í fyrrinótt. 16. mars 2018 12:28 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Drake hótaði áhorfanda sem var að káfa á stúlkum "Ef þú hættir ekki að snerta stelpur kem ég þangað og lem þig í fjandans klessu.“ 16. nóvember 2017 23:10
Rapparinn Drake ásakaður um að afneita eigin syni Rapparinn Drake er ásakaður um að afneita eigin syni og barnsmóður í nýútgefni "disslagi“ Pusha T. 4. júní 2018 16:54
Drake, Travis Scott og JuJu spiluðu Fortnite með Ninja og slógu áhorfsmet Tónlistarmennirnir Drake og Travis Scott ásamt NFL-leikmanninum JuJu Smith-Schuster gengu óvænt til liðs við tölvuleikjastreymandann Ninja í útsendingu á streymisvefnum Twitch í fyrrinótt. 16. mars 2018 12:28