Smellu RÚV Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 30. júní 2018 10:00 Nýlega voru í fréttum niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 75% Bandaríkjamanna gera ekki greinarmun á skoðunum og staðreyndum. Þetta eru áhugaverðar niðurstöður og sennilega ekki ástæða til að ætla að það sé miklu betra ástand hér á Íslandi. Fjölmiðlar þurfa að gæta sín. Hversu oft sjáum við krassandi fyrirsagnir, sem hafa yfirbragð staðreynda, en eru þegar betur er að gáð einungis byggðar á skoðunum viðmælandans. Þetta er skiljanlegt hjá fjölmiðlunum, fólk smellir á áhugaverðar fyrirsagnir og staðreyndir eru gjarnan minna spennandi en upphlaup og stóryrði. Við gerum þó mestar kröfur til Ríkisútvarpsins, enda á stofnunin að vera til fyrirmyndar í þessum efnum. Fyrir nokkru síðan sló Ríkisútvarpið upp fyrirsögnum um styttingu náms til stúdentsprófs sem byggðar voru á skoðunum annars vegar nemanda og hins vegar forystumanns verkalýðsfélags kennara. Höfðu fyrirsagnirnar á sér yfirbragð staðreynda. Þeir sem treysta á Ríkisútvarpið eitt sem fréttaveitu höfðu þá mynd af stöðu mála að allt væri í versta hnút vegna færslu úr 4 í 3 ára kerfi. Um daginn birtust í öðrum fjölmiðlum fréttir um niðurstöður prófa í Versló og einnig niðurstöður kannana á meðal nemenda um hvort þeir teldu vinnuálag eðlilegt. Niðurstöðurnar voru mjög ólíkar þeim „fréttum“ sem Ríkisútvarpið hafði flutt áður. Prófin komu vel út og meirihluti nemenda taldi að vinnuálag væri hæfilegt. Getur verið að Ríkisútvarpið láti sig meiru varða umferð um vefinn sinn en að gæta að hlutverki sínu og gera staðreyndum hærra undir höfði en tilfallandi skoðunum, jafnvel þó það þýði minna spennandi fyrirsagnir og færri smelli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega voru í fréttum niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 75% Bandaríkjamanna gera ekki greinarmun á skoðunum og staðreyndum. Þetta eru áhugaverðar niðurstöður og sennilega ekki ástæða til að ætla að það sé miklu betra ástand hér á Íslandi. Fjölmiðlar þurfa að gæta sín. Hversu oft sjáum við krassandi fyrirsagnir, sem hafa yfirbragð staðreynda, en eru þegar betur er að gáð einungis byggðar á skoðunum viðmælandans. Þetta er skiljanlegt hjá fjölmiðlunum, fólk smellir á áhugaverðar fyrirsagnir og staðreyndir eru gjarnan minna spennandi en upphlaup og stóryrði. Við gerum þó mestar kröfur til Ríkisútvarpsins, enda á stofnunin að vera til fyrirmyndar í þessum efnum. Fyrir nokkru síðan sló Ríkisútvarpið upp fyrirsögnum um styttingu náms til stúdentsprófs sem byggðar voru á skoðunum annars vegar nemanda og hins vegar forystumanns verkalýðsfélags kennara. Höfðu fyrirsagnirnar á sér yfirbragð staðreynda. Þeir sem treysta á Ríkisútvarpið eitt sem fréttaveitu höfðu þá mynd af stöðu mála að allt væri í versta hnút vegna færslu úr 4 í 3 ára kerfi. Um daginn birtust í öðrum fjölmiðlum fréttir um niðurstöður prófa í Versló og einnig niðurstöður kannana á meðal nemenda um hvort þeir teldu vinnuálag eðlilegt. Niðurstöðurnar voru mjög ólíkar þeim „fréttum“ sem Ríkisútvarpið hafði flutt áður. Prófin komu vel út og meirihluti nemenda taldi að vinnuálag væri hæfilegt. Getur verið að Ríkisútvarpið láti sig meiru varða umferð um vefinn sinn en að gæta að hlutverki sínu og gera staðreyndum hærra undir höfði en tilfallandi skoðunum, jafnvel þó það þýði minna spennandi fyrirsagnir og færri smelli?
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun