Ólíkindatólið Sacha Baron Cohen er aftur kominn á kreik og beinir kastljósinu í þetta sinn að Bandaríkjastjórn. Í auglýsingaherferð fyrir nýja þáttaröð sem Leikarinn gerir fyrir Showtime og heitir Who Is America? Birti Cohen myndbrot þar sem hann spyr Cheney hvort hann geti áritað vatnspyntingabrúsann sinn. Cheney, samþykkti það og ritaði nafn sitt og sagði síðan að þetta væri í fyrsta skiptið sem hann áritaði vatnspyntingatól.

Þegar fangi er beittur vatnspyntingum er hann spenntur niður á bretti með ólum þannig að hann getur ekki hreyft sig. Brettið hallar eilítið þannig að fæturnir eru ofar en höfuðið. Klæðabútur er lagður yfir andlitið og því næst hellir spyrjandi við yfirheyrslu ítrekað vatni úr samskonar vatnsbrúsa og Cheney ritaði nafn sitt á yfir andlit fangans.
Í síðustu viku birti Cohen fyrsta brotið sem gaf til kynna að um nýja þáttaröð væri að ræða. Þar heyrist fúkyrðaflaumur Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um Cohen. Trump ráleggur Cohen að fara í nám til þess að læra að verða fyndinn.
Cohen er þekktur fyrir að hafa búið til karaktera á borð við Ali G, Borat og Bruno.
— Sacha Baron Cohen (@SachaBaronCohen) July 8, 2018