Íslendingur segir það falsfrétt að hann hafi kysst og áreitt fréttakonu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 9. júlí 2018 13:20 Skjáskotið sem CNN notaði segir ekki alla söguna að sögn Gunnars „Ég kyssti engan og ég áreitti ekki neinn. FALSFRÉTTIR!“ segir Gunnar Sigurður Guðmundsson, sem birtist á skjánum í umfjöllun fréttastöðvarinnar CNN um kynferðislega áreitni sem fréttakonur hafa orðið fyrir á HM í Rússlandi.CNN birti myndina sem dæmi um óviðeigandi hegðun karlkyns áhorfenda á mótinu gagnvart fjölmiðlakonum sem voru að vinna vinnuna sína. Var Gunnar í fullum skrúða íslenska landsliðsins á myndinni sem virðist sýna hann áreita fréttakonu.Umfjöllun CNN má sjá hér að neðan.Gunnar sagði í samtali við fréttastofu að þetta væri dæmi um falsfréttir og ranga frásögn fjölmiðla. „Kyn fréttamannsins skipti mig engu máli,“ segir hann. „Ég ætlaði bara að fíflast aðeins og fá smá athygli. Ég var að þykjast vera þessi víkínga-týpa sem er að búa sig undir orrustu, þetta var fyrir leikinn við Argentínu.“ Að neðan má sjá augnablikið með Gunnari í heild sinni sem íþróttafréttakonan Agos Larocca deildi á Twitter. Hún virðist hafa húmor fyrir uppákomunni, segir Argentínu hafa unnið baráttuna utan vallar (leikurinn fór 1-1) og þakkar kollega sínum fyrir sem hún titlar í gríni lífvörð.Afuera de la cancha ganamos por goleada! Una perlita de hoy @scespn (@nonoriva el guardaespaldas) pic.twitter.com/VQ4QIcMkJA— Agos Larocca (@agoslarocca) June 16, 2018 „Konan mín er hérna með mér og ég tel mig alveg nógu vel gefinn til að vita betur en að vera að grípa í fólk og kyssa það.“ „Þetta hafði nákvæmlega ekkert með neitt kynferðislegt að gera. Það vildi bara svo til að þarna var kona fyrir framan myndavélina, ég hefði látið alveg eins ef þetta hefði verið karl.“ „Þannig að ef einhver er að leita að afsökunarbeiðni frá mér, þá hef ég bara ekkert til að biðjast afsökunar á.“ Gunnar hitti stuðningsmenn hinna ýmsu þjóða í Rússlandi og þeirra á meðal markahæsta landsliðsmann karla frá upphafi, Eið Smára Guðjohnsen. #russia2018 #fifarussia2018 #fifaworldcup #Ísland #iceland #rostov #marinsparkhotelrostov #worldcup2018 #eidurgudjohnsen #footballer #полиция #ÁframÍsland #fyrirísland #takkstrákar #IcelandvsCroatia #KSÍ A post shared by Gunnar Sigurdur Zöega Gudmundsson (@gunnicool) on Jul 1, 2018 at 9:50am PDT HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íþróttafréttakonur þurfa oft að sæta hræðilegum svívirðingum Konur eiga enn erfitt uppdráttar í karllægum heimi íþróttanna og það á ekki síst við um íþróttafréttamenn að sögn Suzanne Franks, prófessors í fjölmiðlun við City University í Lundúnum. 9. júlí 2018 11:30 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Sjá meira
„Ég kyssti engan og ég áreitti ekki neinn. FALSFRÉTTIR!“ segir Gunnar Sigurður Guðmundsson, sem birtist á skjánum í umfjöllun fréttastöðvarinnar CNN um kynferðislega áreitni sem fréttakonur hafa orðið fyrir á HM í Rússlandi.CNN birti myndina sem dæmi um óviðeigandi hegðun karlkyns áhorfenda á mótinu gagnvart fjölmiðlakonum sem voru að vinna vinnuna sína. Var Gunnar í fullum skrúða íslenska landsliðsins á myndinni sem virðist sýna hann áreita fréttakonu.Umfjöllun CNN má sjá hér að neðan.Gunnar sagði í samtali við fréttastofu að þetta væri dæmi um falsfréttir og ranga frásögn fjölmiðla. „Kyn fréttamannsins skipti mig engu máli,“ segir hann. „Ég ætlaði bara að fíflast aðeins og fá smá athygli. Ég var að þykjast vera þessi víkínga-týpa sem er að búa sig undir orrustu, þetta var fyrir leikinn við Argentínu.“ Að neðan má sjá augnablikið með Gunnari í heild sinni sem íþróttafréttakonan Agos Larocca deildi á Twitter. Hún virðist hafa húmor fyrir uppákomunni, segir Argentínu hafa unnið baráttuna utan vallar (leikurinn fór 1-1) og þakkar kollega sínum fyrir sem hún titlar í gríni lífvörð.Afuera de la cancha ganamos por goleada! Una perlita de hoy @scespn (@nonoriva el guardaespaldas) pic.twitter.com/VQ4QIcMkJA— Agos Larocca (@agoslarocca) June 16, 2018 „Konan mín er hérna með mér og ég tel mig alveg nógu vel gefinn til að vita betur en að vera að grípa í fólk og kyssa það.“ „Þetta hafði nákvæmlega ekkert með neitt kynferðislegt að gera. Það vildi bara svo til að þarna var kona fyrir framan myndavélina, ég hefði látið alveg eins ef þetta hefði verið karl.“ „Þannig að ef einhver er að leita að afsökunarbeiðni frá mér, þá hef ég bara ekkert til að biðjast afsökunar á.“ Gunnar hitti stuðningsmenn hinna ýmsu þjóða í Rússlandi og þeirra á meðal markahæsta landsliðsmann karla frá upphafi, Eið Smára Guðjohnsen. #russia2018 #fifarussia2018 #fifaworldcup #Ísland #iceland #rostov #marinsparkhotelrostov #worldcup2018 #eidurgudjohnsen #footballer #полиция #ÁframÍsland #fyrirísland #takkstrákar #IcelandvsCroatia #KSÍ A post shared by Gunnar Sigurdur Zöega Gudmundsson (@gunnicool) on Jul 1, 2018 at 9:50am PDT
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íþróttafréttakonur þurfa oft að sæta hræðilegum svívirðingum Konur eiga enn erfitt uppdráttar í karllægum heimi íþróttanna og það á ekki síst við um íþróttafréttamenn að sögn Suzanne Franks, prófessors í fjölmiðlun við City University í Lundúnum. 9. júlí 2018 11:30 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Sjá meira
Íþróttafréttakonur þurfa oft að sæta hræðilegum svívirðingum Konur eiga enn erfitt uppdráttar í karllægum heimi íþróttanna og það á ekki síst við um íþróttafréttamenn að sögn Suzanne Franks, prófessors í fjölmiðlun við City University í Lundúnum. 9. júlí 2018 11:30