Musk greinir frá því á Twitter að kafbáturinn sé á leið til Taílands með flugi en verkfræðingar á vegum fyrirtækja Musk hafa unnið að mögulegum lausnum undanfarna dafa eftir að aðstoðarbeiðni barst frá yfirvöldum í Taílandi til Musk.
Frumkvöðullinn hefur einnig birt myndband á Twitter þar sem sjá má verkfræðinga prófa kafbátinn sem er einskonar hylki þar sem pláss er fyrir eina manneskju. Hylkið er nógu létt til þess að tveir kafarar geti dregið það, nógu sterkt til að þola aðstæður í hellinum og nógu smágert til þess að komast í gegnum þrengstu svæði hellisins.
Hylkið er hluti af Falcon 9 eldflaug Space X fyrirtækisins og segir Musk á Twitter að það muni vonandi reynast gagnlegt.
Fjórum drengjum hefur þegar verið bjargað úr hellinum og standa vonir til þess að hægt verði að bjarga þeim sem eftir eru sem fyrst, áður en úrhelli sem von er á skellur á.
Testing underwater in LA pool pic.twitter.com/CDO2mtjP2D
— Elon Musk (@elonmusk) July 8, 2018
pic.twitter.com/nYUdW7JMXC
— Elon Musk (@elonmusk) July 8, 2018
pic.twitter.com/D1umiFDr1t
— Elon Musk (@elonmusk) July 8, 2018
Simulating maneuvering through a narrow passage pic.twitter.com/2z01Ut3vxJ
— Elon Musk (@elonmusk) July 9, 2018